13.8.2014 | 21:11
2208 - Athugasemdir í öðru veldi
Vitanlega er Moggabloggið ekkert annað en athugasemdir í öðru veldi, þegar skrifaðar eru hugleiðingar og linkað í einhverja vinsæla frétt á mbl.is. Ef ekki er linkað er vel hægt að ímynda sér að þetta sé alvörublogg. Þjónustan er góð og engar áhyggjur þarf að hafa af tækninni. Moggabloggsguðirnir sjá um þá hlið. Tímann sem sparast er hægt að nota í að hanga á fésbókinni, en ekki finnst öllum það nógu gefandi. Líka má nota hann til að flakka um netið eftir eigin skipulagi eða skiplagsleysi og jafnvel má gefa tölvuskömminni frí.
Stundum spekúlera ég í því hvað það er einkum sem sker úr um hve margir lesa bloggið sem maður skrifar. Til lengdar hlýtur að vera einhver samsvörun við það og gæði skrifanna. Sé það sem aðrir vilja helst sjá líkt því bloggarinnn hefur mest gaman af að skrifa getur hann með tímanum orðið sæmilega vinsæll. Flestir komast upp á lag með það að skrifa líkt og aðrir vilja lesa. En vilja bloggarar að sem flestir lesi skrifin sín? Ef ekki væri svo af hverju ættu bloggarar (og fésbókarskrifarar) að vera að þessum fjára?
Að vera aldraður aumingi er ekkert skemmtilegt. Þó væri sennilega verra að vera ofurhetja. Þá hefði maður svo mikið að gera. Jólasveinninn er dæmigerð ofurhetja. Sama er að segja um Superman, Kógulóarmanninn og alla hina. Ímyndunarafl barna er oft skemmtilegt. T.d. bjó Tinna til viðbót við söguna um Rauðhettu þar sem amman át úlfinn. Gott á hann. Eru barnasögur annars ekki oft dálítið hryllilegar?
Allt þetta sem hér er á undan skrifað mætti kalla innhverfa íhugun. Innvortis og útvortis eru annars dálítið skemmtileg orð. Allt sem gerist inni í manni sjálfum er áhugavert. Sjálfur er maður allur heimurinn. Nauðsynlegt er samt uppá samband við aðra að hafa svolítinn áhuga á öðru.
Fylkisflokkurinn hans Gunnars Smára Egilssonar er næstum því sama fyrirbrigðið og Fylgisflokkurinn sem einhver (mig minnir að það hafi verið Egill Helgason) stakk uppá. Eiginlega er ekki hægt að taka svona lagað alvarlega. Fylkisflokkurinn vill sameinast Noregi skilst mér, en Fylgisflokkurinn samsama sig sem mestu fylgi. Hvorttveggja er jafnógáfulegt. Stefán Snævarr, orðlagður gáfumaður, skrifar um Fylkisflokkinn og finnur honum flest til foráttu. Annars var þetta þvílík langloka hjá Stefáni að ég gafst upp þegar ég var u.þ.b. hálfnaður
Andstyggð vinstri manna á núverandi ríkisstjórn finnst mér ekki mega leiða þá útí algera vitleysu. Á sama hátt er öfga hægristefna (a la Breivik) og múslimahatur jafnvitlaust. Öfgar þær sem mér finnst ég verða var við hjá flestum sem um pólitík skrifa verður til þess að mér leiðist hún óskaplega. Samt get ég ekki látið vera að skrifa um hana. Margt finnst mér benda til þess að Fylkisflokkurinn sé alvara. (A.m.k. sumra.) Aftur á móti er Fylgisflokkurinn áreiðanlega tómt grín.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Merkilegt hvað „Hjómið eitt“ er að verða afkastamikill bloggari.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2014 kl. 00:08
Veit ekki hver "Hjómið eitt" er, en takk samt Emil Hannes.
Sæmundur Bjarnason, 14.8.2014 kl. 09:40
Jú hann kemur stundum upp og er hluti af bloggkerfinu og birtist til uppfyllingar þegar færri forsíðubloggarar blogga en gert er ráð fyrir á forsíðu blog.is. Það er ekkert á bak við þessar bloggfærslur sem geta verið nokkrar á sama tíma. Þetta sést æ oftar og er til marks um að það eru sífellt færri sem eru blogga hér.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2014 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.