9.8.2014 | 13:51
2206 - Hanna Birna og Palestína
Þjóðarmorð og allskyns þjóðernishreinsanir hafa verið mjög í tísku allt síðan Cro-Magnon menn útrýmdu Neanderdahls mönnum, eða í ein þrjátíu þúsund ár. Auðvitað eru ekki til miklar heimildir um svo gamla atburði, en heimildir um slíkar hreinsanir frá síðustu öldum eru mjög margar.
Mannkyninu fer samt fram. Þjóðarmorðum hefur fækkað og á þessari öld (sem reyndar er nýhafin) eru þau ekki mörg og vinsældir þeirra virðast fara mjög dvínandi. Einnig er vaxandi skilningur á því að styrjaldir séu óæskilegar fyrir alla aðra en vopnaframleiðendur. Meðan engin alheimsstjórn er við lýði má þó ávallt búast við einhverskonar skærum.
Þetta gæti verið ágætis inngangur að grein um Ísrael og Palestínu. Eða jafnvel um Rússa og Úkraínumenn. Svo er þó ekki. Þetta er bara venjulegt Sæmundarblogg um allt mögulegt. Þó alþjóðasamfélagið, eða þeir sem þykjast tala fyrir þess hönd, fordæmi mjög framkomu Ísraelsmanna í stríðinu á Gaza og Bandaríkjamenn glati þessa dagana stuðningi margra, ætla ég ekki að fjalla um þau mál. Þau eru svo heit að best er að halda sig frá þeim. Andstaða við USA má, að mínum dómi, ekki leiða til stuðnings við Pútín Rússlandsforseta. Í alþjóðamálum virðumst við þó vera að nálgast það ástand sem ríkti á kaldastríðsárunum.
Hér heima er lekamálið og hugsanleg afsögn Hönnu Birnu innríkisráðherra mál málanna. Ég hef ýmist spáð því að hún muni fyrir rest segja af sér eða að hún muni ekki gera það. Ég ætla ekki að spá núna. Pólitísk einbeiting hefur verið slík á þessu máli að öll önnur hafa fallið í skuggann. Veit t.d. nokkur hvernig vesalings túristunum líður þessa stundina í veskinu sínu? Eða hvar snjóhengjan margumtalaða er stödd? Hvað um lánaleiðréttinguna?
Nixon flæktist úr einu víginu í annað í Watergate-málinu forðum daga og að mörgu leyti gerir Hanna Birna það líka. Annars er samlíking með Nixon og Hönnu Birnu jafnfráleit og það væri að líkja DV við Washington Post. Aðstæður allar eru mjög ólíkar og tímarnir allt aðrir. Að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skuli tjá sig um þetta mál er mjög athyglisvert. Núverandi formaður getur það illa. Best að bíða bara og sjá til, hugsar hann áreiðanlega. Annars lítur út fyrir að SDG sé í mjög ítarlegu sumarfríi því það hefur ekki heyrst stuna né hósti frá honum í langan tíma.
Krukkur á Akranesi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur, bandamenn frömdu meiri glæpi á þjóðverjum en þjóðverjar á gyðingum, eftir síðari heimsstyrjöld. Heimurinn, og þá helst Evrópa hefur sektarkennd sem gerir það að verkum að þeir leifa kananum allt. Allt frá því að skera eyrum af börnum í vietnam, og hengja um hálsin á sér. TIl þess að saurga fanga í Abu Grahib fangelsinu í Írak.
En vestur Evrópa eru einungis 300 miljónir mann, og með Bandaríkjunum eru minna en 10% af heiminum.
Svo, nú máttu velja ... hverja vilt þú að verði "heimsveldi" og koma til með að beita Evrópu hernaðarlegu valdi í framtíðinni. Kínverjar, eða Rússar ... akkúrat núna, áttu þetta val. Bandaríkin líða undir lok, sem einráða heimsveldi ... svo hverjir vilt þú að taki við, Gengis Kahn, eða Ívan grimmi.
Bjarne Örn Hansen 9.8.2014 kl. 16:04
NEI, Bjarne Örn, íllvirki nasista gegn gyðingum voru slík, að þau þola engan samanburð. Þar voru dimensjónir sem höfðu hingað til verið óhugsanlegar.
"The Banality of Evil", Hannah Arendt.
http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=pfn-G_AjvlQ
Haukur Kristinsson 9.8.2014 kl. 16:20
Illvirki bandamanna voru annarrar tegundar en nasista gegn gyðingum. Loftárásir þeirra á Dresden, Atomsperengjurnar á Hiroshima og Nagasaki, ásamt þeim þjóðverjum sem fórust eftir stríðið voru ekki gasklefamorð á sama hátt og nasistar tóku Gyðinga kerfisbundið af lífi.
Ca. 55 milljónir manna týndu lífi í seinni heimsstyrjöldinni og Gyðingar þeir sem nasistar tóku af lífi í styrjöldinni (ekki eftir hana eins og þú Bjarne Örn segir) segja Gyðingar sjálfir að hafi verið um 6 milljónir.
Við getum endalaust rætt um Bandaríkin en það þarf ekki þessvegna að lofsyngja háttsemi þjóðverja í styrjöldinni.
Sæmundur Bjarnason, 9.8.2014 kl. 17:25
Ég hef svosem enga trú á því að USA verði þúsund ára ríki. Og ef ég ætti að velja á milli þess að Rússar eða Kínverjar tækju við af þeim mundi ég fremur velja Rússana einfaldlega vegna þess að ég held að þeir séu líkari okkur. Samt styð ég allsekki það sem Pútín er að gera í Ukraínu.
Sæmundur Bjarnason, 9.8.2014 kl. 17:33
Það er alvöru raunverulegt þjóðarmorð í gangi núna, á fólki sem hefur engin Hamas samtök, enga yfirlýsingu um að eyða öðru ríki eins og Palestínumenn, enga yfirlýsingu um þjóðarmorð eins og Hamas, heldur saklausu fólki sem hefur lifað í friði við alla nágranna sína í þúsundir ára, Yazidi fólkið, óskylt venjulegum aröbum þó Saddam hafi neitt þau að skrifa undir annað. Þau eru nú þúsundum saman upp á fjalli, vatnslaus og matarlaus, og á meðan fjarviðrast þú yfir fólki sem vill vernda eigið líf og barna sinna fyrir hryðjuverkamönnum. Þér er alveg sama um þjóðarmorð, alvöru þjóðarmorð og heldur þau séu eitthvað að gaspra um.
Þjóðarmorð á Yazidi: https://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
Sannleikurinn um Hamas og Palestínu: https://www.youtube.com/watch?v=uH1CS9PGI4Q
Gyðingar eru af öllum heimsins kynþáttum, þar á meðal nokkur þúsund trúskiptingar sem voru Palestínuarabar, fjöldi etnískra Kínverja og Indverja og Ísraelsríki flutti inn flugfarma af hundruðum þúsunda manns frá svörtustu Afríku sem allt þykja 100% gyðingar. Ísrael er mest fjölkynþátta og fjölþjóðlega ríki Miðausturlanda og þar búa líka fjölda flóttamanna af kyni manna sem ekki fá að lifa við frið annars staðar, svo sem Yazidi og Drúzar og er það fólk almennt meiri zíonistar en neinir gyðingar, því þetta er eina svæðið í heiminum þar sem það fær að búa við full réttindi. Ísrael er ennþá fjölþjóðlegra en jafnvel Bandaríkin eða Bretland og væri sannkölluð martröð í augum allra nazista. Kynþáttahyggjan er dáin og bráðum deyja út fordómafullir gamlir kallar líka.
Awake 9.8.2014 kl. 17:43
Ykkur Íslendingunum er auðvitað alveg sama um Yazidi fólkið. Arabar mega drepa aðra araba í bílförum án þess þið skiptið ykkur af því. Ekkert mannslíf grátið þið heilaþvegnu kommagerpin nema Kani eða bandamaður hans hafi stútað því. Afþví þið viljið tjá hatur á Ameríku og gyðingum, og sjálfshatur sem Vesturlandabúar. Það er hatrið sem þið viljið tjá og brennur ykkur í brjósti, en ekki kærleikur. Ef það væri minnsti kærleikur í ykkur hefðuð þið komið Yazidi fólki og Drúzum til hjálpar í þeim fjölda þjóðarmorða sem hafa drunið á þeim. Það mynduð þið aldrei gera. Það passar ekki við Che Guevara bolinn og er ekki í tísku og höfðar ekki til dauðahvatar ykkar.
Awake 9.8.2014 kl. 17:45
Biðst afsökunar á að hafa verið heitt í hamsi. Með von og virðingu um að hinni aldalöngu, ljótu og fúnu byrgði sem gyðingahatrið er, með öllum þeim bölvunum sem því fylgja fyrir þann sem er haldinn því og alla niðja hans, og brýst fram á ýmsan hátt í ýmsum gerfum, sjúkdómum og fleiru, þá vona ég að þið farið að skilja að hatur drepur, líka þann sem leyfir sér að rækta það í hjarta sínu og hans eigið fólk. Hatur er sem eitur fyrir líkamann og býr til sjúkdóma. Ég trúi því einn daginn verði leyfar þessarar þjóðar að góðu fólki og hér fæðist ný og öðruvísi þjóð með betra hjartalag. Vonandi verðið þið og ykkar DNA þar á meðal.
Hlustið, ef þið þorið: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP28681
Awake 9.8.2014 kl. 17:48
Awake hefur margt til síns máls. Þess virði að lesa - og hugsa.
Kolbrún Hilmars, 9.8.2014 kl. 18:31
Ofsafengin skrif eins og hjá þessum Awake eiga ekkert erindi á heimasíðu Sæmundar Bjarnasonar.
Síðan og skrif höfundar eru of vönduð.
Haukur Kristinsson 9.8.2014 kl. 18:59
Mér finnst Awake ekki misnota athugasemdakerfið. En hann fer nokkuð nærri því. Tvennt er mjög til fyrirmyndar hjá honum. Hann biðst afsökunar og hann límir ekki bara eitthvað sem aðrir hafa skrifað.
Sæmundur Bjarnason, 9.8.2014 kl. 20:09
Kolbrún og Haukur. Takk, kærlega.
Sæmundur Bjarnason, 9.8.2014 kl. 20:11
Sæmundur,
Þessi inngangur þinn um hvernig þetta var í gamla daga er í besta falli hjal smábarns um alvarleg málefni
Þú kallar ekki lífsbaráttu manna á steinöld "þjóðarmorð". Sömuleiðis kallar þú ekki varnarstríð mann þjóðarmorð.
Er það ekki einmitt þetta sem hefur gert undanfarnar aldir að þeim blóðugustu í sögunni, og virkileg þjóðarmorð verið framinn, þrátt fyrir að maðurinn hafi í raun aldrei á þeim tíma búið við verulegan skort.
Held að við mannfólkið þurfum að vanda okkur betur við að tala um samfélagið og söguna, trúnna og lífið.
.....
Haraldur G. 9.8.2014 kl. 20:28
Spiegel OnLine: Der Neandertaler Genozid fand nie statt.
http://www.spiegel.de/wissenschaft/natur/fruehmenschen-homo-sapiens-hat-neandertaler-nicht-ausgerottet-a-964455.html
Haukur Kristinsson 9.8.2014 kl. 20:52
Nei, haukur kristinsson ... þetta mál, er miklu viðarmeira en svo. Það má kanski segja, að með "hvarfi" hins raunvera þjóðverja hafi heimurinn batnað. Og þá rökræða það, að þrátt fyrir glæpi bandaríkjamanna, þá séu "netto" áhrif þeirra jákvæð. En, með þessu erum við afsaka glæpi. Réttlæta morðin. Og þegar þú ert byrjaður á því, ertu ekki hótinu skárri en nazistar, Ívan grimmi, eða Ghengis Kahn.
Bjarne Örn Hansen 10.8.2014 kl. 08:32
Mörður Árnason þingmaður nýtur þinghelgi og verður því ekki ákærður fyrir að laga minniblaðið aðeins til áður en hann sendi það áfram
Ekki frekar en séra Sigvaldi í skáldsögunni Manni og konu sem sá sig tilneyddan til að leiðrétta nokkrar stafsetningarvillur í sendibréfinu sem honum var trúað fyrir
Grímur 10.8.2014 kl. 08:47
Nú þykir mér týra á tíkarskottinu. Er ekki verið að draga skáldsögupersónu einsog séra Sigvalda inn í umræðuna hér. Annars er þessi svarhali þegar orðinn fulllangur.
Sæmundur Bjarnason, 10.8.2014 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.