2191 - Introvert - Extrovert

Bókin „Introvert: The Power of Introverts in a World that Can´t stop talking“ eftir Susan Cain virðist svo sannarlega vera þess virði að lesa hana. Sálfræði og heimspeki er ekki bara innantómt bull um sjálfsagða hluti, heldur getur þar hæglega verið um mikilsverðan sannleika að ræða um falda eða niðurþaggaða hluti. Verst er að Susan Cain skuli vera lögfræðingur. En hún hefur greinilega kynnt sér ýmislegt fleira. Hún ræðir mikið um innhverfuna í okkar extrovert þjóðfélagi. Allt sem ekki er hávaði og auglýsingamennska er bara bull og vitleysa virðast sumir í okkar „Dale Carnegie-vædda“ heimi halda. Það er hressandi að heyra þó ekki sé nema eina rödd sem heldur fram því gagnstæða.

Ensku (eða alþjóðlegu) orðin extrovert og introvert finnst mér best að þýða með orðunum úthverfur og innhverfur. Þó er alls ekki hægt að segja að það sé góð þýðing. Sérstaklega er extrovert þýðingin vafasöm.  Það er þó enginn vafi að úthverfu einkennin eru meira metin í samfélagi okkar. Hægt er að skipta öllum (eða næstum öllum) mönnum og fyrirbrigðum í úthverfu eða innhverfu. Auðvitað blandast þetta á ýmsan hátt öðrum einkennum en oft eru þessi einkenni einmitt mest áberandi.

Þessi bók hefur lengi verið metsölubók, en ég veit ekki betur en það sé nýlega sem Amazon Kindle fire býður uppá hana. Ég er að vísu ekki búinn að lesa nema kynningu á henni. Hún er auðvitað ókeypis eins og annað sem Amazon vill selja. Sjálf bókin kostar yfir fimm dollara og ég veit ekki hvort ég er tilbúinn í slíkan spandans. Fyrst var hún gefin út árið 2012 að ég held.

Já, það er svolítið farið að skyggja um lágnættið. Samt er ég ekki sammála Simma um þetta með lág-eitthvað. Mér finnst hann frekar vera að senda „establissmentinu“ innan flokksins tóninn. Þjóðernisflokkur er þetta og þjóðernisflokkur skal það vera. Alþjóðahyggja er rusl. Þetta finnst mér hann vera að segja.

Hefðbundinn er eitthvert versta skammaryrði sem ég þekki. Ég vil allsekki vera hefðbundinn. Reyni allt sem ég get til að forðast það. Kannski er það einmitt hefðbundið. Þá er nú illt í efni. Jafnvel ekki hægt að varast það. Um sumt er ég afar hefðbundinn samt. T.d. er ég núna að hugsa um að hlusta á hádegisfréttirnar.

Er alveg búinn að steingleyma af hverju ég fór að nota Chrome-vafrann á sínum tíma. Undanfarið hef ég verið í stökustu vandræðum með Internetsambandið, en er ekki frá því að það hafi stórlagast eftir að ég fór að nota Explorerinn aftur.

Og þá bíðum við bara eftir bónustölunni. Hún skrapp víst á klósettið.

IMG 0704Kerra á glapstigum.

IMG 0705Elflaugaskotpallur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The Power of Introverts in a World that Can´t stop talking“ eftir Susan Cain.

Komin á listann yfir bækur sem ég vil panta frá amazon.com, Bretlandi, þegar ég verð kominn til Sviss í haust. Takk fyrir Sæmundur.

Slíkar pantanir eru komnar eftir ca. 10 daga, og núll aukakostnaður. Ég fæ pakkann sendan heim á mitt heimilsfang. Hef prófað að panta héðan frá Íslandi, en of mikill aukakostnaður, allskonar gjöld.

Haukur Kristinsson 13.7.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég hugsa að þetta sé nokkuð góð bók, Haukur. Sérstaklega fyrir þá sem eru innhverfir. Þeir fá eiginlega heilmikla uppreisn æru þarna.

Sæmundur Bjarnason, 13.7.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband