2181 - Sumarfrí

Tvö heitustu málin um þessar mundir virðast vera múslimamoskan við Miklubraut og aðildin að ESB. Þar sem ég er að óathuguðu máli fremur hlynntur báðum málunum er mér víst sæmst að þegja. Óþarfi er að margir gaspri samtímis um þessi mál og þeir sem hæst hafa hljóta að hafa mikil áhrif eða a.m.k. halda það. Hvorugt á við um mig svo ég reyni að halda mig við annað. Af nógu er að taka.

Ég er svosem ekki mikið fyrir að fara á málverkasýningar, en samt getur verið að ég endi á einni eða tveimur slíkum fljótlega. Önnur þeirra er haldin í Hörpunni og hin í vitanum á Akranesi. Þó konan mín eigi verk á þeim báðum (öll á annarri) er það ekki eina ástæðan fyrir að ég minnist á þetta. Sumarið er komið og engin ástæða til þess að sitja við tölvuna og lesa mismunandi gáfuleg blogg. Upplagt að fara út og hreyfa sig eitthvað. Fésbókinni má líka alveg gefa frí í svona góðu veðri.

Istv á fésbók hefur loksins komist eitthvað áfram með kynningu á sér. Allavega var það núna rétt áðan sem ég varð var við að þau séu til. Auðvitað er alveg sjálfsagt að reyna að gera grín að mönnum og málefnum. Mest finnst mér samt til um að þau eru, að því er virðist, alveg ópólitísk í hugmyndum sínum. Svolítið eins og Baggalútur sem er bestur í textaskilaboðum. Nú má ég til með að líta á hann. Gott ef það eru ekki nokkrir dagar síðan ég fór þangað síðast. Æ, hver andskotinn, þeir eru í sumarfríi. Kannski ég fari bara í eitthvað svoleiðis líka.

IMG 0637Borgarspítalinn.

IMG 0639Við Hafnarfjarðarveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband