2182 - Framsóknarflokkurinn

Hingað til hafa þeir eflaust verið einhverjir sem hafa talið framsóknarflokkinn trúverðugan. Það gerði ég einu sinni. Í eitt einasta skipti kaus ég hann samt. Fannst hann einhvern vegin eiga það skilið fyrir að hafa komið Samvinnuskólanum, sem ég fór í á sínum tíma, á fót og verndað Samvinnuhreyfinguna í pólitískum ólgusjó fyrri tíðar. Nú hlýtur þessum nytsömu sakleysingjum að fækka mikið  fyrir tilverknað Sveinu borgarstjórnarfulltrúa.

Björt framtíð með Marshallinn og Guðmund Steingrímsson (Hermannssonar) í broddi fylkingar tekur kannski við hlutverki framsóknar með að vera opinn flokkur í báða enda. Slíkur flokkur er nauðsynlegur og framsókn er búin að segja af sér og komin langt útá hægri kant.

Af sérstöku tilefni skal það tekið fram að Ólafur Þór Hauksson er ekki faðir Sverris Ólafssonar. Sverrir Ólafsson, prófessor og (með)dómari  er hinsvegar eins og allir hljóta að vita bróðir Ólafs í Samskipum og sonur Ólafs Sverrissonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Systkini mín eru hinsvegar eins og allir hljóta að vita... nei annars, ég held að ég fari ekki nánar út í það. Þekkti Ólaf Sverrisson kaupfélagsstjóra ágætlega. Einu sinni sá ég hann samt saltvondan. Þá var hann búinn að bíða lengi í símanum eftir Friðjóni sparisjóðsstjóra og lagði á með svo miklum fyrirgangi að síminn næstum brotnaði. Yfirleitt var hann samt hvers mann hugljúfi og miklaðist aldrei útaf þeim völdum sem hann hafði.

Annars er ég víst kominn í sumarfrí og ætti ekki að vera að hamast við að skrifa. Get bara svo illa stillt mig. Einhverjir virðast líka vera svo langt leiddir að hafa áhuga á þessu rausi mínu.

IMG 0643Steinn.

IMG 0646Kaðalspotti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála - erfitt að stilla sig þegar framsóknarflokkurinn er í huga manns

Rafn Guðmundsson, 13.6.2014 kl. 01:00

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir athyglina.

Sæmundur Bjarnason, 14.6.2014 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband