2179 - Að kosningum loknum

Segja má að þrennt hafi orðið framsóknarflokknum til bjargar í Reykjavík. Rasista-spilið, flugvöllurinn og Guðni Ágústsson. Ég fellst alveg á það með Ómari Ragnarssyni að sá flokkur hafi átt umræðuna fyrir kosningarnar og þess vegna unnið þann sigur sem hann óneitanlega vann.

Í alþingiskosningunum fyrir ári vann framsóknarflokkurinn þann sigur sem þar vannst vegna hins sama. Loforð Sigmundar Davíðs um leiðréttingu forsendubrests var það sem allir þurftu að tala um síðustu dagana fyrir kosningar. Tímasetningar og umræðuefni voru afar hagstæð flokknum þá. Sama var uppi á teningnum núna.

Menn velta því áreiðanlega fyrir sér hverju Simmi finnur uppá fyrir næstu kosningar. Framsóknarflokkurinn (og hann) virðast umfram allt hugsa um atkvæði. Smáatriði eins og málefni skipta engu máli. Atkvæðin eru allt.

Annars eru svo mikil læti útaf moskumálinu þessa dagana að ég þori ekki að minnast mikið á það eða kosningaúrslitin að öðru leyti, samt hef ég sterkar skoðanir á þeim málum öllum saman.

Eiginlega er ég með hálfgerða ritstíflu. Gerði ekki ráð fyrir að ég gæti fengið slíkt. Svo er óvenjumikið að gera hjá mér útaf mörgu o.s.frv. Reyni a.m.k. að afsaka skrifelsisleysið með því.

Þar að auki hef ég reynt að fylgjast með fésbókinni. Það er erfitt. Á margan hátt er ég þó farinn að sjá og skilja hverning fólk getur orðið svona hugfangið af henni og týnt sjálfu sér þar.

IMG 0606Fossvogur.

IMG 0607Hvað er hér á seyði? Er þetta einhver gildra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband