2178 - Söngur eða skrækir

Fréttir eru ekkert annað en kostnaður. Þetta segir Eiríkur Jónsson. Og á við sjónvarpsfréttir. Gott ef hann var ekki að tala eitthvað um Rakel Þorbergsdóttur þar og ég held endilega að hann hafi haft þetta eftir einhverjum öðrum. Rétt er það. Að fólk skuli nú á tímum borga góða peninga fyrir fréttir er tímaskekkja mikil. Allt þetta er hægt að fá ókeypis á netinu. Auðvitað var Eiríkur bara að auglýsa sjálfan sig. Hjá honum eru fréttirnar (ómerkilegar stundum) ókeypis. Auglýsingarnar samt áreiðanlega ekki, en hann hefur fréttanef og þekkir marga.

Þeir sem blogga, skrifa í blöð eða fésbókast alvarlega,  pólitískt séð,  á kosningadegi halda líklega að þeir hafi áhrif. Best að passa sig á því að setja þetta ekki upp fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn.

Fór í gönguferð í morgun (kosningadag ) í súldinni hér í Kópavogi og hlustaði á fuglasönginn. Annars er þetta bölvaðir skrækir, en fólk má kalla það fuglasöng fyrir mér. Mér finnst hávaðinn í kringum þessar kosningar líka hundleiðinlegur. Allir eru að gera það gott. Best á maður sjálfur. Að vera Íslendingur er ómetanlegt.

Var að enda við að lesa grein eftir Hörpu Hreinsdóttur um áunninn athyglisbrest. Sú grein var fróðleg mjög. Reyni sjálfur að hafa bloggin mín sem allra styst til að þeir sem þennan sjúkdóm hafa lesi þau kannski. Samt hef ég allar götur frá því að einhver sagði í mín eyru að Sigrún systir hefði „stuvsýki“ haft á mér vara gagnvart svona heimatilbúnum sjúkdómsgreiningum. Ég segi „lesi kannski“ því vel getur verið að þessi veiki sé að mestu ímynduð. Er ekki alltaf verið að tala um að ungdómurinn sé ómögulegur? Það minnir mig endilega. Sú tölvutækni sem tíðkaðist um 1960 (og sumt af kennslunni líka) kemur krökkunum ekki að neinu haldi þegar þau verða fullorðin. Sú tilfinning að breytingar gerist með sívaxandi hraða er kannski ímyndun líka. Vonandi. Stundum finnst mér það.

Nú er kosningadagurinn sjálfur liðinn og sunnudagurinn tekinn við. Pólitískum hugleiðingum get ég þó ekki alveg sleppt. Úrslit kosninganna þykja mér benda til þess að fjórflokkurinn lifi enn góðu lífi. Stjórnarflokkarnir tapa ekki eins miklu fylgi og margir héldu. Kannski er stjórnin bara sæmileg eftir allt saman. Stefnu framsóknar á ég þó erfitt með að sætta mig við og sjálfstæðisflokkurinn er e.t.v. að klofna.

IMG 0600Grafið fyrir grunni.

Svona geymir lúpínan rigningardropana.IMG 0604


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband