24.5.2014 | 13:21
2174 - Kosningar
Já, mér datt það í hug. Ekki var ég fyrr búinn að setja síðasta bloggið mitt upp á Moggabloggið sjálft en ég sá frétt um það að Menntaskólinn Hraðbraut væri kominn af stað aftur og það undir stjórn sama manns. Hafi menn efast um að núverandi ríkisstjórn væri önnum kafin við að efna í næsta Hrun, þá þarf þess ekki lengur. Með Menntaskólanum Hraðbraut var á ýmsan hátt toppnum náð í einkavinavæðingunni og undirbúningi síðasta Hruns. Um þetta er óþarfi fyrir mig að fjölyrða. Nóg er að lesa mbl.is greinina. Að vísu segir í henni að menntamálaráðherra hafi ekki viljað styrkja framtakið alveg strax, en sé hlynntur því samt. Peningarnir koma eflaust fljótlega og þá frá ríkinu. Óþarfi að efast um slíkt.
Sennilega er helsti gallinn við þessa bloggsótt mína hvað ég blogga óreglulega. Ég var að líta á bloggið mitt áðan og sá að ég hef, eftir dagatalinu að dæma, bloggað flesta daga í maí, en þó ekki alla og aldrei á laugardögum. Kannski ég prófi það.
Er fólk fífl? Það finnst mér vera pólitískasta spurning sem ég veit um. Hroki er það sem setur allt á annan endann. Það að vera sannfærður um að sín eigin skoðun hljóti að vera sú eina rétta er það sem fer verst með friðinn, jafnvel heimsfriðinn. Að vera alltaf tilbúinn til að semja um allt mögulegt er líka stórhættulegt. Þó held ég að það fyrra sé verra. En það er bara mín skoðun. Hroka má nefna mörgum nöfnum. Allir eru uppfullir af einhverskonar hroka. Ég þykist til dæmis vera snjallari en margir aðrir við að koma hugsunum mínum í orð í rituðu máli. Auðvitað er það hroki. Undanlátssemi getur líka verið hættuleg. Ef maður álítur ekki sjálfur að maður sé betri en aðrir, af hverju ættu aðrir þá að gera það? Í þessu hætti ég mér ekki lengra að sinni.
Nú þykir mér vera óhætt að gera ráð fyrir að skoðanakannanir sýni nokkuð vel líkleg úrslit í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku. Greinilegt er að ríkisstjórnarflokkarnir gjalda talsvert afhroð. Hvort það er einsog við mátti búast verður eflaust rifist um. Samfylkingin minnkar í heildina talsvert einnig. Einu flokkarnir sem virðast ætla að græða verulega eru Píratar og Björt Framtíð. Í heildina finnst mér að vinstri sjónarmið vinni talsvert á. Það sem er mest spennandi varðandi kosningarnar í heild finnst mér vera hvort kjörsókn aukist eða minnki. Undanfarið hefur hún farið minnkandi en mér finnst stjórnmálaáhugi almennings samt fara vaxandi.
Sjálfur geri ég ráð fyrir að kjósa Pírata einsog í alþingiskosningunum í fyrra. Þar hefur langloka Margrétar Tryggvadóttur um Píratana hér í Kópavogi ekki úrslitaáhrif. Nýir flokkar lenda ævinlega í einhverjum hremmingum. Ekki er að sjá að Dögun sé neinsstaðar að gera það gott.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.