2.5.2014 | 22:50
2162 - Strætó og ýmislegt fleira
Að hafa lítinn áhuga á boltaleikjum er mikil guðsblessun. Það er engin hætta á að áhugavert efni slæðist í sjónvarpið ef boltaleikir eru þar allt kvöldið. Mér virðist mestur áhugi hjá þeim sem þar ráða ríkjum (eða ríða rækjum) vera á bandarískum hasarmyndaflokkum en á þeim hef ég líka lítinn áhuga. Annars hef ég heldur lítinn áhuga á sjónvarpi yfirleitt, nema þá helst fréttum.
Las einhversstaðar að fargjaldið með strætó sé núna 350 krónur. Gott að vita það. Það er langt síðan ég hef ferðast með strætó. Enn eru vagnstjórarnir ekki búnir að læra að gefa til baka. Annars held ég að hægt sé að ferðast með strætó á Höfn í Hornafirði og á Egilsstaði. Þó ekki fyrir 350 krónur. Aðalmunurinn hjá Landleiðum og SVR í gamla daga var að vagnstjórarnir hjá Landleiðum gátu gefið til baka en ekki hjá SVR.
Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu kjörtímabili ef ríkisstjórnin fær nokkru ráðið um það. Man annars nokkur eftir nýju stjórnarskránni? Það er alveg hætt að tala um hana. Þingmannsvæflurnar eru uppteknar við annað. Fer öll orkan í að skipuleggja málþóf og þessháttar nauðsynjamál?
Ætla mætti að a.m.k. sumir fésbókarnotendur séu mjög ginnkeyptir fyrir allskonar happdrættum og þess háttar. Allskyns tilboðum rignir yfir mig, en ég nenni yfirleitt lítið að sinna slíku, enda eru sumir vinninganna þannig að ég mundi allsekki kæra mig um þá. Ég álít þetta oftast nær lítt dulbúnar auglýsingar og umber þetta með mikilli þolinmæði því fésbókin hefur þrátt fyrir allt fjölmarga kosti.
Steini Briem hefur gaman af að yrkja og fer fram í því. Er líka góður gúglari. Nennir samt ekki að hafa sitt eigið blogg. Man alltaf eftir að Gísli Ásgeirsson fældi hann frá mér, með því að gagnrýna kveðskap hans. Að flestu eða öllu leyti var kostur að hafa hann því athugasemdir hans voru eldskarpar oftast nær. Kannski fullmargar en nú eru þær næstum engar (þökk sé fésbókarræflinum) og Steini farinn að gera sér dælt við Ómar Ragnarsson. Engin furða því hann er ólíkt vinsælli en ég og vísurnar fá enn meiri dreifingu með því. Þetta var palladómur.
Nú þegar lesefni allt er orðið næstum ótakmarkað og ókeypis fer lestrarkunnáttu mjög aftur, eftir því sem fréttir herma. Undarlegur andskoti. Ég, sem hef lesið og lesið alla mína hunds og kattartíð, hef líklega ekki grætt nokkurn skapaðan hlut á því. Skrifin færa mér heldur ekki grænan túskilding. Að hugsa hægt og móta hugsunina jafnóðum í orð er nokkuð sem ég hef vanið mig á í ellinni.
Fékk í dag hið margumtalaða afmælisblað frá Landssambandi eldri borgara. Fyrtist ekki vitund við það, en ekki býst ég við að lesa það samstundis. Sumar greinarnar kunna samt að vera áhugaverðar. Blaðsíðurnar eru a.m.k. nokkuð margar og auglýsingar fáar sýnist mér.
Ásgautsstaðir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Alltaf jafn skemmtilegur Sæmundur. Kveðja.
Haukur Kristinsson 2.5.2014 kl. 23:35
Takk, Haukur.
Sæmundur Bjarnason, 2.5.2014 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.