10.3.2014 | 14:45
2134 - Engimýri
Einhversstaðar (væntanlega á netinu) rakst ég á eftirfarandi auglýsingu:
Á Engimýri eru 8 tveggja manna herbergi.
6 herbergi eru með uppábúnum rúmum, vask, sjónvarpi, fataskáp og skrifborði.
2 herbergi eru að auki með sturtu og salerni.
Eru rúmin á Engimýri virkilega uppábúin? Í mínu ungdæmi þýddi það að vera í sparifötunum sínum og eins fínn/fín og nokkur tök voru á. Var eingöngu notað um fólk. Kannski breytist bara íslenskan. Hvað veit ég? Miðlínuna í auglýsingunni hefði ég samt haft einhvernvegin svona: 6 herbergi eru með rúmum og öllum sængurfötum, vaski, sjónvarpi, fataskápi og skrifborði. Semsagt 3 villur í örstuttum og einföldum texta. Hefði kannski gengið í ómerkilegu bloggi, en í vandaðri auglýsingu finnst mér þetta heldur mikið. Í gamla daga klæddi fólk sig meira að segja uppá þegar það fór að láta taka mynd af sér. Engum held ég að dytti það í hug núna. Sumir eru líka alltaf í sparifötunum sínum.
Íslenskt mál er mér alltaf hugleikið. Þó augljóslega sé ekki til siðs lengur að nota orð eins og að mævængja, að stígstappa og að akneytast er merking þeirra mér afar ljós því mamma notaði þau talsvert. Einnig notaði hún oft orð eins og blómsturpottur og kvittering þó til séu á íslensku styttri og þægilegri orð sem þýða nákvæmlega það sama.
Athugasemdirnar við síðasta blogg mitt eru lengri en bloggið sjálft. Það finnst mér ókostur. Eiginlega ætti að reyna að hafa athugasemdir sem stystar og alls ekki að nota copy+paste. Eða allavega sem minnst. (Ég geri það víst sjálfur.) Gaman er samt út af fyrir sig að fá athugasemdir og ef þær eru kurteislega orðaðar ætti að vera sjálfsagt að svara þeim.
Minnir endilega að ég hafi séð á fésbókinni um daginn einhvern vera að hafa orð á því hve íslenska krónan væri lítil orðin miðað við þá dönsku. Svar við þessu var að viðkomandi hafi verið í Færeyjum nýlega og notað jöfnum höndum færeyska og danska seðla, svo færeyska krónan væri ekki svo lítil og hvernig þeir hefðu farið að þessu. Danir vildu ekki að sögn sjá færeysku krónurnar.
Datt undireins í hug skýring á þessu. Danski Seðlabankinn hefur ugglaust gefið þessa seðla út og látið sér í léttu rúmi liggja hvaða áletrun væri á þeim. Auðvitað vita ekki allir Danir af þessu og búast jafnvel við að um falsaða peninga sé að ræða. Man eftir að þegar ég var að byrja að safna frímerkjum hélt ég að stimpilmerki væru frímerki. Stimpilmerki voru gjarnan á víxlum sem var algengasta lánsformið þátildags. Samanber útvarpsleikritið fræga sem hét Víxlar með afföllum.
Sko mig. Mér hefur tekist að skrifa heilt blogg (Hmmmm) án þess að minnast á stjórnmál. Enda eru þau orðið svo vitlaus að ekki er orðum á þau eyðandi. Samt gengur ríkisstjórnin með viðræðuslitum við ESB freklega á bak orða sinna.
Auk þess ætlaði ég að minnast á Ásgautsstaði, en man bara ekkert hvað ég hafði í huga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Má segja umbúin rúm? En væntanlega er átt við alltaf sé skipt um rúmföt eftir hvern gest og búið um rúm að morgni.... Annars á þetta að vera sjálfsagt mál og óþarfi að taka fram sérstaklega.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2014 kl. 15:18
Það er afskaplega algengt nú til dags að rugla saman hugtökum. T.d. þessu; uppbúin rúm og uppábúin kona. Nú veltir fólk sér upp úr þessu og hinu í stað þess að velta einhverju fyrir sér. Að velta einhverjum upp úr einhverju (tjöru og fiðri t.d. sem ætti fyrir löngu að vera búið að gera við SDG) er allt annað.
Ellismellur 10.3.2014 kl. 15:49
Takk Jóhannes og Ellismellur. Mér finnst tillaga Sigurðar Hreiðars um uppbúin rúm alveg ágæt. Annars þarf eiginlega að umskrifa eins og mig minnir að ég hafi gert.
Ellismellur, ég var einmitt að horfa á sjónvarpsútsendingu frá alþingi. Þar er allt upp í loft og fundur núna sem ég held að ekkert komi útúr. Þingforseti er orðinn ansi taugatrekktur. Simmi fer illa með hann. Bjarni Ben. étur sennilega allt ofan í sig.
Sæmundur Bjarnason, 10.3.2014 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.