2118 - Kranablađamennska fréttabarna

Vissulega er ţađ rétt ađ Internetiđ hefur breytt mjög hinu hefđbundna hlutverki blađamanna í íslensku ţjóđfélagi. Ţađ er samt óţarflega mikiđ á ţá ráđist. Ţađ getur enginn skrifađ eđa talađ íslenskt mál á ţann hátt ađ öllum líki. Eiđur Guđnason er duglegur viđ ađ tína upp helstu ambögurnar sem verđa til hjá ţeim sem í vinsćla fjölmiđla skrifa eđa tala. Sjálfur skrifar hann ágćtt mál, en er samt á sinn hátt fulltrúi gamla tímans. Verst er ađ ţeir sem helst ţyrftu á leiđbeiningum hans ađ halda lesa skrif hans síst allra.

Í vaxandi mćli er fólk ađ yfirgefa fjölmiđlana sem hér hafa ráđiđ lögum og lofum í marga áratugi. Flokksblöđin týndu tölunni og eru nú međ öllu horfin. Mogginn heldur ţá áfram ađ koma út og sumt er ţar ágćtlega vandađ. Fréttir á mbl.is eru yfirleitt fjarskalega illa skrifađar en eftirlit međ fréttastofunni ađ öđru leyti nokkuđ gott. Stjórnmálaskrifin eru sér kapítuli og margt er mjög undarlegt viđ blađiđ. Annars er ég ekki áskrifandi og ćtti ekki ađ fullyrđa mikiđ um efni ţess. Fréttablađiđ sé ég nćr aldrei. Ef ég fć ţá hugmynd ađ eitthvađ merkilegt sé í ţví, kíki ég kannski í ţađ á netinu. Vefritin les ég stundum. Blogg Egils Helgasonar á Eyjunni er ţađ eina sem ég les nokkuđ reglulega. Kíki oft á kjarnann.is og dv.is og visir.is svona stöku sinnum. Fésbókina skođa ég a.m.k. einu sinni á dag eđa oftar, en hangi ekki ţar heilu dagana eins og mér virđist ađ sumir geri. Bćđi Mogginn og DV reyna enn ađ selja sig á netinu, en ţađ gengur ekki. Nćgilega vönduđ skrif um allt mögulegt er hćgt ađ fá ókeypis hvar sem er á netinu. Bćkur, tónlist og sjónvarpsefni allskonar er á góđri leiđ međ ađ verđa ađgengilegt öllum án endurgjalds svo ţessi viđleitni er vonlaus.

Um daginn kom forstjóri Brims í viđtal í sjónvarpi allra landsmanna og skýrđi frá ţví grátklökkur ađ ekki vćri rekstrargrundvöllur fyrir frystitogara og hann neyddist til ađ segja 30 til 40 manns upp störfum. Bíddu viđ. Er ekki eitthvađ gruggugt viđ ţetta? Er ţetta ekki sami mađurinn og fékk eftirgefnar skuldir og svo er ţví haldiđ fram ađ útgerđin grćđi. Jafnvel einhverjar skýrslur til sem sýna ţađ. Fer tap og gróđi semsagt bara eftir einhverjum hentugleikum? Kannski er ofuređlilegt ađ menn láti svona. A.m.k. alvanalegt.

Margir velta fyrir sér hve lengi gjaldeyrishöftin haldist. Ţegar ţau voru sett var fullyrt á ţau yrđu viđ lýđi í hćsta lagi í 3 mánuđi. Einhverjir trúđu ţessu. Ţeir eru jafnvel til sem trúa ţví ađ gjaldeyrishöftin hverfi á nćstunni. Ekki er ţađ líklegt. Sennilegast er ađ ţau verđi viđ lýđi a.m.k. ţangađ til Ísland gengur í ESB. Eđa fram ađ nćsta hruni. Enginn veit hvernig Íslensk efnahagsmál ţróast nćstu árin. Margir vilja samt endilega spá um ţađ og ţykjast vera miklir spámenn. Sumt sem sagt er um ţau er fremur ógáfulegt. Sumu er samt hćgt ađ trúa međ góđum vilja. Sá vilji fer ađallega eftir stjórnmálaskođunum og sveiflast daglega til.

Margir spá ţví ađ veđurfar í heiminum fari kólnandi, enda svotil sólblettalaust međ öllu. Samhengiđ ţarna á milli og svo hnatthlýnunarinnar af mannavöldum er frćđimönnum ekki ađ fullu ljóst svo engin furđa er ţó leikmenn eins og ég hugsi fyrst og fremst um veđur dagsins. Já, ég fór austur í Hveragerđi á mánudaginn var og lenti í skafrenningi og fjúki á Hellisheiđinni og víđar eins og búast mátti viđ. Á heimleiđinni vonađist ég til ađ komast niđur úr snjófjúkinu fyrst í Hveradalabrekkunum, svo í Draugabrekkunni, en ţađ var ekki fyrr en í Lögbergsbrekkunni sem ţví lauk og rigning tók viđ.

Auk ţess legg ég til ađ bćjarstjórn Árborgar semji viđ eigendur Ásgautsstađajarđarinnar og hćtti ţví arđráni sem stađiđ hefur í marga áratugi. Jafnframt ađ fréttamenn kynni sér ţetta mál, ef ţeir hafa ekkert ţarfara ađ gera, t.d. međ ţví ađ hafa samband viđ lögfrćđing ţann sem hluti erfingja jarđarinnar hefur á sínum snćrum. Hann nćr ţó engum árangri vegna samtryggingar valdamanna á svćđinu. Lögfrćđingurinn heitir Sigurđur Sigurjónsson og er sonur fyrrverandi lögreglustjóra hér í Reykjavík. Skrifstofu hafđi hann í Kringlunni síđast ţegar ég vissi.

IMG 5890Vađiđ út í sjóinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Reyndar er talsvert af blettum á sólinni núna enda sólin stödd í sólblettahámarki í ár. Tíđni sólbetta nćr hámarki á ellefu ára fresti ađ međaltali en svo hverfa ţeir nćr alveg á milli uppsveiflna. Ţađ sem spekingar eru hinsvegar ađ tala um er ađ ţetta sólblettahámark er međ veikasta móti sem gćti bent til ţess ađ nćsta hámark verđi enn veikara og sólblettir fáséđir um langt árabil. Um leiđ gćtu norđurljósin orđiđ mun sjaldgćfari en nú ţannig ađ kannski fer hver ađ verđa síđastur ađ njóta ţeirra. Áhrifin á veđurfar er svo önnur saga, óráđin og umdeild. En hvernig sem fer ţá mun áfram skafa á Hellisheiđinni á veturna.

Hér má međal annars fylgjast međ sólblettum: http://spaceweather.com/

Emil Hannes Valgeirsson, 10.2.2014 kl. 23:37

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk fyrir ţetta Emil Hannes. Ég er nú enginn sólblettasérfrćđingur og hef meiri áhyggjur af skafrenningi á Hellisheiđi en ţeim. Ţetta er allt áreiđanlega rétt hjá ţér. Mér er alveg sama um Norđurljósin. Varđandi Hellisheiđina má segja ađ ég hafi á mánudaginn í hinni vikunni ruglađ saman veđurhćđ og úrkomu. Skafrenningur er ekki til skađa á vel byggđum vegi. Snjókoma getur aftur á móti veriđ ţađ. Kannski er ég međ nćsta blogg í huga ţegar ég skrifa ţetta ţví ţađ er nefnilega nćstum tilbúiđ hjá mér.

Sćmundur Bjarnason, 11.2.2014 kl. 11:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband