2096 - Share if you agree

Í mannkynssögutímunum hjá séra Helga Sveinssyni lćrđum viđ í gamla daga ađ Cato hinn gamli (sem líklega var annađhvort Rómverji eđa Forn-Grikki) hafi jafnan endađ allar sínar rćđur á setningunni: „Auk ţess legg ég til ađ Karţagó verđi lögđ í eyđi“. Ţetta er eitt af ţví fáa sem ég man úr mannkynssögutímunum í fornöld. Ekki veit ég hvort honum varđ ađ ţessari ósk sinni.

Stefán Pálsson, sem útnefndi sig sjálfur ofurbloggara númer eitt á sínum tíma, var mikill andstćđingur Moggabloggsins, ţegar ţađ reis upp í öllu sínu veldi, og ákvađ af bloggarayfirburđum sínum ađ hallmćla ţví í hverjum einasta bloggpistli. Ţessu hélt hann áfram lengi vel og ađ lokum lýsti hann ţví yfir ađ Moggabloggiđ vćri dautt og ţessvegna gćti hann hćtt ţessu. Ef sýslumannsnefnan á Selfossi fćri allt í einu ađ svara bréfum sem til hans eru send ţá mundi sennilega fara líkt fyrir mér og Stefáni Pálssyni.

Ţó ég sé hvorki ađ líkja mér viđ Cato eđa Stefán ţá er ég nefnilega í rauninni dottinn í sama pyttinn. Ég get illa bloggađ nema minnast á Ásgautsstađamáliđ og ţví geri ég ţađ hérmeđ. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps og seinna meir Bćjarstjórn Árborgar hafa nýtt og selt sem byggingarland hluta af jörđinni Ásgautsstađir án ţess ađ hafa til ţess nokkurt leyfi. Ţetta hefur gerst međ vilja og ađstođ allra yfirvalda á svćđinu. Ţannig er reyndar alltaf reynt ađ hafa ţá undir sem ekki vilja ţýđast međ góđu embćttismenn á Íslandi. Lćt ég svo lokiđ ţessum kafla bloggsins.

Share if you agree. Ef mađur sérar semsagt ekki hvađa vitleysu sem er ţá er mađur ekki sammála ruglinu. Mér finnst öruggara ađ haga sér ţannig. Ţá getur mađur jafnvel sleppt ţví ađ lesa ţessi skilti (ađallega á ensku) sem eru vađandi um allt. Á mađur líka ađ séra nítugasta og fjórđa skiltiđ sem mađur fćr og er alveg eins og hin 93? Ţetta var fésbókarspakmćli dagsins. Og hvar enda öll ţessi sér?

Ég ćtla mér ekkert ađ fjalla um kjör íţróttamanns ársins, en get ţó ekki látiđ hjá líđa ađ benda á ađ ţessi árlegi atburđur lýsir íţróttafréttamönnum fjölmiđlanna, sem standa fyrir ţessum atburđi, betur en íţróttamönnunum sjálfum. Ţessvegna er ţví haldiđ áfram.

Ef bornar eru saman núverandi ríkisstjórn og sú síđasta verđur samanburđurinn ţeirri núverandi hagstćđur ađ ţví leyti ađ betur er stjórnađ og stjórnarandstađan er ekki eins ófyrirleitin og deilurnar milli ríkisstjórnarflokkanna eins hatrammar og áđur. Ţetta kann ţó allt ađ breytast. Stuđningur almennings viđ ţá núverandi er alls ekki eins mikill og sumir vilja vera láta. Stjórarandstađan er bara ekki nćrri eins skipulögđ og svćsin og sú fyrrverandi var.

T.d. fer stuđningur viđ Evrópusambandiđ vaxandi og á áreiđanlega eftir ađ valda núverandi ríkisstjórn vandrćđum, einkum vegna ţess ađ hún treysti sér ekki til ađ taka ţađ mál föstum tökum frá upphafi. Sambandiđ viđ nágrannaţjóđirnar skiptir okkur Íslendinga miklu máli. Ţađ á núverandi ríkisstjórn eftir ađ finna áţreifanlega. Samvinna og allskyns blokkamyndun er einfaldlega krafa dagsins í utanríkismálum. Ađ láta utanríkisráđherra, sem margir vantreysta, ráđa ţví hvernig rćtt er um svo mikilvćgt mál sem ESB-ađild er ekki viđ hćfi. Ţjóđaratkvćđagreiđsla um ţađ mál er ţjóđarnauđsyn. En um hvađ á ađ spyrja? Ef bara er spurt um hvort halda skuli viđrćđunum áfram er kannski veriđ ađ segja, ef ţađ verđur samţykkt,  ađ hvađ sem er verđi samţykkt ađ lokum. Ekki er ţađ nógu gott. Ef framsókn hefur einhver áhrif haft í ESB-málinu ţá hefur hún gert ţađ mun flóknara en ţađ ţó var.

Stjórnarskrármáliđ sem fyrrverandi ríkisstjórn virtist hafa talsverđan áhuga fyrir er sennilega dautt og grafiđ. Áfram verđur samt haldiđ viđ ýmsar ţćfingar ţar og reynt ađ láta líta svo út ađ hugur fylgi máli. Ekki er annađ ađ sjá en gamla stjórnarskráin haldi ţó áfram gildi sínu. E.t.v. međ smálagfćringum.

Jólasnjórinn mćtti alveg fara ađ missa sig. Veđurfarslega eru mestar líkur á asahláku á nćstunni ţó vissulega sé veđriđ hiđ mesta ólíkindatól. Frost og fannkoma er samt orđin alveg nóg hér á Reykjavíkursvćđinu ţó ađrir landsmenn megi mín vegna hafa snjó svolítiđ lengur.

Ekkert stendur óhaggađ ađ eilífu. Ekki einu sinni eilífđin sjálf. Gott ef hún er ekki sífellt ađ styttast. Hvađ gerđist t.d. fyrir Miklahvell? Bara hugmynd sem vel mćtti velta fyrir sér innanum allar ármótasprengingarnar.

Í dag er Ţorláksmessa gamlársdags. Ţ.e.a.s. ađfangadagur hans. Hann er svo aftur á móti ađfangadagur nýjársdags. Flókiđ? Ekki finnst mér ţađ, en svona verđa krakkar ađ lćra ţetta. Svo er ekki einu sinni hćgt ađ halda ţví fram ađ ţetta sé fróđleikur sem er einhvers virđi. Sennilega á ekki ađ ryksuga ţá ţó ég hafi neyđst til ţess vegna eindreginna óska ţar um. Ryksugan lćtur nefnilega eins og ţađ sé brjálađur geitungur ţar innanborđs. Jćja, látum ţađ vera.

IMG 5435Sýning í ráđhúsinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilađi

Sćll, og gleđilegt ár.

Sýslumađurinn á Selfossi gerđi ţađ af skömmum sínum sem sýslumađur á Ísafirđi, ađ ţinglýsa hluta af jörđ fyrir vestan sem einkaeign eins ađila án vitneskju annarra eigenda jarđarinnar. Ţegar máliđ svo komst upp hafđi jörđin flutzt úr umdćmi hans yfir til sýslumannsins á Hólmavík. Stórmenniđ á Ísafirđi notađi sér ţađ til ţess ađ vísa málinu frá sér, yfir til Hólmavíkur; og eftir ađ báđir sýslumennirnir voru búnir ađ vísa ţví hvor á annan ţurfti ađ ráđa lögfrćđing til ţess ađ leysa úr málinu og fá ţinglýsinguna afmáđa. Mađurinn er skađvaldur.

Billi bilađi, 31.12.2013 kl. 14:14

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ţekki sýslumanninn ekki neitt. Held ađ hann sé ekkert meiri skađvaldur en ađrir embćttismenn. Ţađ getur ţó veriđ tóm vitleysa hjá mér.

Sćmundur Bjarnason, 1.1.2014 kl. 15:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband