2094 - Gleðileg jól

Ekki er hægt að búast við að yfirmannalýðurinn í Árborg (á Selfossi) vakni fyrir jól. Ég er samt ekkert hættur að minnast á Ásgautsstaði þó það nafn sé ekki lengur að finna í fyrirsögninni. Já, bæjarstjórn Árborgar og áður hreppsnefnd Stokkseyrar hafa áratugum saman þjófnýtt stóran hluta jarðarinnar Ásgautsstaða vitandi vits. Sennilega hefur þetta verið gert í þeirri trú að engir myndu gera athugasemdir við það háttalag. Það afsakar þó ekki gerðina á nokkurn hátt. Bæta ætti löglegum erfingjum jarðarinnar þessa notkun og hegna brotlegum fyrir skjalafals sem stundað hefur verið til að hylja slóðina. Reistar hafa verið byggingar með ólöglegum hætti á svæðinu. Við skjalafalsið er ekki annað að sjá en til hafi komið aðstoð sýslumannsembættisins. Þeir sem ábyrgð bera á þessu hafa þrjóskast við að svara til saka og lögfræðingur sá sem með þetta mál fer fyrir hönd löglegra erfingja hefur ekki náð neinum árangri.

Það er leiðinlegt að þurfa að vera með svona neikvæðni um jólin en framhjá því verður ekki komist. Þeim sem láta svo lítið að lesa þetta blogg mitt óska ég samt gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ekki er víst að ég bloggi mikið á þeim tíma sem eftir er til áramóta.

Það fer ekki á milli mála að skattbreytingar ríkisstjórnarinnar leiða til aukinnar misskiptingar í þjóðfélaginu. Undrandi er ég á hve margir eru tregir til að viðurkenna þetta. Hve mikil sú aukning verður er umdeilanlegt. Vel er líka hægt að vona að þessi aukning leiði til aukinnar velmegunar vegna þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast á auknum hraða. Þar er þó ekkert fast í hendi þó nýgerðir kjarasamningar bendi til þess að margir voni að svo verði.

Fararstjóri og bílstjóri.IMG 5365


mbl.is „Mér er gróflega misboðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband