10.12.2013 | 12:01
2088 - Ásgautsstaðir
Það var síðastliðið sumar sem um það var rætt að gera Ásgautsstaðamálið opinbert. Ekki svo að skilja að ekki hafi verið rætt um það fyrr. Aldrei hefur samt orðið neitt úr því að opinberlega væri um málið fjallað. Bloggið mitt er í þeim skilningi opinbert að þónokkuð margir eru vanir að lesa það. Jafnvel væri hægt að kalla það fjölmiðil af einhverju tagi, ef löngun væri til.
Eftir talsverðar rökræður var mér falið að kanna hvort fjölmiðlar hefðu e.t.v. áhuga á málinu. Meðal annars sendi ég fyrrverandi vinnufélaga mínum bréf um þetta. Svarið frá honum var á þá leið að þó helstu fjölmiðlar hefðu hugsanlega ekki áhuga á þessu væri tvímælalaust rétt að gera það opinbert. Þetta var í júlí í sumar. Af ýmsum ástæðum varð ekki úr neinum framkvæmdum þá. Ég tók samt saman helstu staðreyndir málisins í örstuttu máli.
Konan mín og systkini hennar eru erfingjar að níunda hluta jarðarinnar Ásgautsstaðir við Stokkseyri. Lögfræðingur í Reykjavík hefur verið með mál í gangi í mörg ár útaf misnotkun sveitarfélagsins Árborgar (og áður Stokkseyrar) á jörðinni. Fulltrúar sveitarfélagsins virðast leggja áherslu á að tefja þetta mál eftir megni. Það er ekki útaf vantrausti á lögfræðingnum sem ég birti þetta. Þarna er um sakamál að ræða sem á sér langa sögu og tengist húsbyggingum á Stokkseyri, sýslumannsembættinu á Selfossi og Bæjarstjórn Árborgar. Um er að ræða óheimila notkun lands, ólöglegar byggingar, skjalafals og hugsanlega ýmislegt annað.
Lögfræðingurinn hefur kært þetta mál til sérstaks saksóknara en mér skilst að hann telji þetta vera einkamál. Ég tel hinsvegar að skjalafals opinbers embættismanns geti ekki verið það.
Þau systkinin vilja gjarnan fá að vita hvers vegna sýslumaðurinn á Selfossi svarar ekki bréfum sem til hans eru sannanlega send. Þarna á ég við bréf sem lögfræðingur meginhluta erfingjanna að jörðinni hefur sent honum. Svo virðist sem málið sé strand hjá sýslumanni núna og hafi verið það alllengi.
Álit mitt á lesendum þessa bloggs er mikið og ein af helstu ástæðum þess að ég skrifa um málið hér og nú er sú að ég vil gjarnan fá ráðleggingar um æskilegt framhald þess.
Allar þær fullyrðingar sem fram koma í þessari bloggfærslu er hægt að færa fullkomnar sönnur á með ljósritum og staðfestum afritum úr embættisbókum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sem erfingjar hljóta þau að geta krafist skipta á jörðinni. Eða eru einhverjar kvaðir sem hindra það? Ef ekki er eining um hvernig skipta skuli búi þá ber sýslumanni að skipa skiptaráðanda..
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 13:49
Sæll Sæmundur - sem jafnan og fyrri !
Það er þér - til hinnar mestu sæmdar að hefja máls á þessu óhreina máli sem legið hefir í þagnargildi áratugunum saman.
Svo vill til - að ég og systkini mín 11 núlifandi eigum þarna hlut að máli einnig að því leytinu til að hvorki sveitarfélögin Stokkseyrarhreppur að og með árinu 1998 og hin svokallaða Árborg í dag - né Árnessýsla hafa nokkurn tíma boðið okkur skaðabætur af neinu tagi fyrir skjalafalsanir sínar - svo einnig komi fram og ég vil ítreka að stimplar Stokkseyrarhrepps og Árnessýslu voru á lofti hafðir án nokkurrar minnstu vitundar móður minnar Jónínu Aldísar (d.7. Desember 1999)og í fullkomnum blóra við hana og okkur erfingja hennar.
Móðurafi minn - Þórður Árnason (1890 - 1933) á Hólmi í Stokkseyrarhreppi var einn stofnenda Ásgautsstaða félagsins / voru þau 4 sytkinin - móðir mín auk annarra þriggja en svo bar við / og liggur raunar í landi enn að flest þeirra 3ja hunzuðu ávallt lögmæta aðkomu móður minnar að þessum Ásgautsstaða erfðum og gera sum afkomenda þeirra það enn þann dag - í dag.
Ég styð eindregið - alla þá málafylgju sem kona þín og fjöl skylda viljið fram hafa til áframhalds réttlætis úrlausnar þessarra mála Sæmundur og er netfang mitt : ohh1@isl.is svo og Gsm: sími minn 618 5748 kysir þú að hafa nánar samband við mig þessu skelfilega máli til framvindu.
2009 - 2010 fóru fram erfðaskipti á hlut Þórðar Árnasonar en spurning er / hvort ekki þurfi að endurupptaka þau í ljósi margfaldra skjalafalsana hinna opinberu aðila síðuhafi góður ?
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason 10.12.2013 kl. 14:02
Jóhannes, mér skilst að löfræðingur þeirra systkina hafi sagt að fyrst þyrfti að fá botn í fölsunarmálið, áður en rétt væri að krefjast skipta. Bætur fyrir ólöglega nýtingu landsins hefur Árborg ekki viljað semja um.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2013 kl. 15:00
Sæmundur, þið verðið að fá ykkur grimmari lögfræðing. Í svona málum þarf að stefna mönnum sem ekki vilja semja fyrir dóm. Það er það eina sem virkar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 15:15
Óskar Helgi, ég býst við að Þór Benediktsson hafi samband við þig fljótlega eða þá kona mín Áslaug systir hans. Ég þekki málið alls ekki út í hörgul.
Þakka þér samt fyrir góðar undirtektir.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2013 kl. 15:29
Jóhannes, þetta með lögfræðinginn er í stöðugri athugun að ég held.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2013 kl. 15:30
Gakktu bara fyrst úr skugga um að lögfæðingur sem þú hyggst ráða hafi engin tengsl við gagnaðilann. hvorki hann sjálfan eða lögfræðinginn eða embættið sem um ræðir. Sýslumannsembætti Ólafs Helga í þessu tilviki. Lögfræðingar eru nefnilega flestir tengdir kunningja, vina eða hagsmunaböndum og þar eru dómarar ekki undanskildir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.