8.12.2013 | 20:17
2087 - Pólitík og lögregluofbeldi
Gera má ráð fyrir að fyrst um sinn a.m.k. muni Framsóknarflokkurinn græða á því að formanni hans skuli hafa tekist að koma með tillögur til lausnar skuldavanda heimilanna enda sýna skoðanakannanir það. Að vísu er upphæðin hjá flestum lægri en búist var við. Tekist hefur þó að gera málið allt fremur illskiljanlegt. Kannski núllast ávinningur flokksins út vegna hissings svokallaðs utanríkisráðherra útaf stöðvun IPA-styrkjanna. Sú uppákoma er sennilega neikvæð fyrir flokkinn.
Samkvæmt skoðanakönnunum sveiflast fylgi flokkanna nokkuð hratt upp og niður. Mér finnst niðurlæging Sjálfstæðisflokksins miklu merkilegri tíðindi en (tímabundin) upphefð Framsóknarflokksins. Tilraunin með Samfylkinguna mistókst einfaldlega og á vinstri vængnum stefnir í svipað ástand og fyrr.
Ef núverandi stjórnarflokkar svíkja þjóðina um allar þjóðaratkvæðagreiðslur á kjörtímabilinu getur það orðið þeim dýrkeypt. Það er svo margt sem breyst hefur undanfarin ár að menn (eða allmargir þeirra a.m.k.) vilja endilega þjóðaratkvæðagreiðslur. Kannski er alveg sama hvað spurt verður um í slíkri atkvæðagreiðslu.
Hluti af því Bandaríkjadekri sem einkennt hefur hægri menn hér á Íslandi undanfarna áratugi er atlaga þeirra að ríkisútvarpinu. Samt er ástæða til að minnka þá báknmyndun sem þar hefur átt sér stað að undanförnu. Menningarlega eigum við mun meiri samleið með Evrópu en Bandaríkjunum. Allt er þetta mál þó afar vandmeðfarið og sú herferð sem nú er í gangi til að tryggja óbreyttan rekstur ríkisútvarpsins hefur á sér talsverðan pólitískan svip.
Tveir sérsveitarmenn skotnir í aðgerðunum í Hraunbæ. Þetta er fyrirsögn úr DV. Almennt hefur orðalagið að vera skotinn í allt aðra merkingu en að verða fyrir skoti. Þetta hefðu fyrirsagnameistarar blaðsins átt að athuga. Hægt hefði verið að orða þetta á margvíslegan annan hátt, ef metnaður hefði verið fyrir hendi. Fyrirsagnir þurfa að vera þannig samdar að erfitt sé að snúa útúr þeim.
Það fer ekkert á milli mála að þau tvö tilfelli lögregluofbeldis sem mest eru milli tannanna á fólki þessa dagana eru atvikin á Laugavegi í sumar og það í Hraunbæ fyrir skemmstu. Ég fer ekki ofan af því að í báðum þeim tilfellum var sýnd of mikil harðneskja. Lögreglan veit það sjálf og einnig að í mörgum (eða flestum) þeim tilfellum þar sem einstaklíngar eru óánægðir með aðgerðir hennar er um bráðnauðsynlegan hlut að ræða.
Óhlýðni gegn valdstjórninni er ekki merkingarlaus frasi heldur er ekki hægt að neita því að flest það sem til framfara heyrir í mannréttindamálum og öðrum skyldum efnum hér á landi hefur til orðið vegna þeirrar óhlýðni. Um leið eru þær valdheimildir sem lögreglan þó hefur lífsnauðsynlegar og tilvera hennar sjálft límið í þjóðskipulaginu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.