15.11.2013 | 15:44
2074 - Króatía 3 Ísland 0
Það virðist vera orðinn vani á hinu háa alþingi að á eftir hálftíma hálfvitanna komi einhver annar hálftími. Sennilega hálftími treikvartvitanna. Venjan er að kalla þetta sérstaka umræðu en það blekkir engan. Þetta er bara framlenging á hinu venjulega karpi.
Í dag, föstudaginn fimmtánda nóvember 2013, eiga Íslendingar að leika mikilvægan knattspyrnuleik við Króata. Auðvitað er langlíklegast að þeir skíttapi þeim leik. Allra hluta vegna er langbest að spá einhverju slíku. Einhverntíma hefði ég haft heilmikinn áhuga á þessum leik. Svo er samt ekki núna. Mér er eiginlega alveg sama um hvernig fer. Það er hart að þurfa að viðurkenna þetta, en svona er það nú.
Einu sinni var ég þeirrar skoðunar að Íslendingar ynnu alla þá landsleiki sem ég færi á. Þetta gekk ágætlega lengi vel. Ég sá þá vinna Bandaríkjamenn, Norðmenn, Austur-Þjóðverja og jafnvel fleiri. Svo töpuðu þeir náttúrulega fyrir Dönum eins og þeir eru vanir. Líklegast er líka að það verði ávani eða kækur hjá þeim úr þessu að tapa fyrir Króötum. Ólíklegt er samt að það verði 14:0. Tvö eða þrjú mörk í mínus er miklu líklegra. Læt þetta svo duga um fótboltann. Leiðist hann. Mun samt horfa á leikinn í sjónvarpinu ef að líkum lætur.
Það dugar ekki einu sinni að hallmæla Ragnheiði Elínu til að fá menn til að lesa þetta blogg. Það er eiginlega ekki annað eftir en að kalla menn kommúnista til að laða þá að þessu afburðabloggi. Einu sinni sagðist ég jafnvel sjálfur vera kommúnisti. Kannski er það rétt. Hugsanlega er ég eini kommúnistinn sem blogga á Moggablogginu. Ekki væri það dónalegt. Og eiginlega bara mátulegt á Davíð frænda.
Ég er samt kominn á áttræðisaldur. Fyrir nokkru síðan var ég orðinn svo aumur fyrir aldurs sakir að ég gat ekki einu sinni farið í buxurnar mínar án þess að styðja mig. Svo fór ég í sjúkraþjálfun og þá lagaðist þetta. Nú get ég semsagt komist skammlaust í buxurnar. Hvort eitthvað annað lagaðist veit ég ekki. Ég ætlaði a.m.k. varla að komast niður fjölmargar tröppur einhvers staðar nálægt Kufstein í Austurríki um daginn. Lappirnar á mér eru semsagt hálfbilaðar ennþá. Ekki er fótboltanum samt um að kenna.
Ég er á móti hringtorgum. Leiðist þau. Þegar farið er útúr þeim er ekki vitað í hvaða átt vegurinn liggur sem maður velur. Svipað er að segja um mislægu gatnamótin. Lykkjurnar geta legið hvert sem er.
Nú er Carlsen kominn með forystuna í einvíginu við Anand. Vann fimmtu skákina.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég verð að segja alveg eins og er, ég er miklu spenntari fyrir viðureign þessa norska undramanns og Anands en þessum blessuðum landsleik, sem enginn heldur vatni yfir. Auðvitað tapar íslenska landsliðið, vonum bara að það verði ekki stórt tap. Það er afrek per se að hafa komist þetta langt hjá strákunum. Held að það sé ekki nein skynsemi að krefja þá um vinning yfir þessum stórstjörnum Króatanna.
Ellismellur 15.11.2013 kl. 17:27
Öllu ljúga nú Framsóknarmenn upp á sig. Jafnvel að vera kommúnistar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.11.2013 kl. 17:55
Ég hugsa að ég hafi oftar kosið kommana en framsóknarmennina. Það er bara stundum svo erfitt að finna þá. (Kommana altsvo)
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2013 kl. 21:23
Kæruleysi er lífs í gildi en það er ekki sama hvernig farið er með .
Að kjósa ófrelsi er annað hvort lífsleiði eða heimska.
Flestar tegundir jarðar velja sjálfstæði, en ekki maurar og býflugur og mögulega fleiri tegundir sem ég man ekki eftir nema ef væru menn .
Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2013 kl. 22:52
Miklir menn erum við Hrólfur minn. A.m.k. ekki maurar eða býflugur. Í mesta lagi gætum við með tímanum farið að líkjast Kínverjum.
Stjórnmálaskoðanir eru ekki lífið sjálft. Frekar að sambandið við alla hina maurana sé það.
Sæmundur Bjarnason, 16.11.2013 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.