14.11.2013 | 10:06
2073 - Örvhendi
Örvhendi er merkilegur sjúkdómur, ef sjúkdóm skyldi kalla. Margskonar hjátrú tengist örvhendi. Margir trúa því að örvhent fólk sé gáfaðra en annað. Ekki dettur mér í hug að viðurkenna slíkt, enda er ég ekki örvhentur. Sagt er að um það bil tíundi hver einstaklingur sé örvhentur. Örvhendi getur þó verið mismunandi mikil. Skilgreiningu vantar. T.d. eru sumir örvhentir á sumt en ekki annað. Engin leið er að greina þarna á milli. Vitaskuld tengist þetta eitthvað heilastarfsemi, ekki síst vegna þess að vitað er að hvað hreyfingu varðar stjórnar hægra heilhvelið vinstri hluta líkamans og öfugt. Málstöðvar eru sagðar vinstra megin í flestum, hvað sem það þýðir nú.
Líklega er örvhendi ekki ættgeng. Er semsagt ekki í genunum. Ekki er þetta vegna einhvers ávana. Hvernig í ósköpunum stendur þá á þessu?
Á ensku er þeir kallaðir southpaw sem eru örvhentir. Best væri að þýða það með suðurkrumla eða einhverju þessháttar. Mér skilst að paw þýði loppa, krumla, fótur eða eitthvað þess háttar. Af hverju það er frekar kennt við suður en norður hef ég enga hugmynd.
Óumdeilt er að flest er fremur sniðið að þörfum rétthentra og örvhentir þurfa oft að glíma við vandamál sem aðrir þekkja ekki. Heilastarfsemi þeirra er á margan hátt frábrugðin þeirri sem er hjá rétthentum einstaklingum. Auðvitað stafar það oftast af því að skipuleggja þarf þá starfsemi öðruvísu og fátt eða ekkert bendir til þess að örvhentir einstaklingar skari framúr í listum eða þ.h. Þó er u.þ.b. 10 - 15% munur á tekjum örvhentra og rétthentra og er sá munur hinum örvhentu í hag. Þetta hefur ekki tekist að skýra.
Sumir halda því fram að örvhendi sé að aukast. Sé það rétt er ekki vitað af hverju það er. Óneitanlega er þetta efni sem áhugavert væri að rannsaka. Rannsóknir þær sem gerðar hafa verið á þessu efni hingað til, eru fremur fátæklegar.
Margt er einkennilegt í sambandi við íþróttir og örvhendi. Áhöldin sem notuð eru virðast þar geta haft áhrif. Í íþróttum sem menn snertast mikið er ekki um það að ræða að hlutfall örvhentra sé hærra en eðlilegt er, en ef svo er ekki virðist fjarlægð milli iðkenda geta haft áhrif í þá átt að gera hlutfall örvhentra hærra en almennt er. T.d. eru mjög margir örvhentir í skylmingum.
Alþjóðadagur örvhentra er 13. ágúst.
Satt að segja finnst mér boðskapur Ragnheiðar Elínar hálf ógeðslegur. Hún virðist vera tilbúin til að selja orku á tombóluverði og gefa mikinn afslátt af henni. Sennilega er hún að skipa forstjóra Landsvirkjunar að láta ekki svona. Mér finnst að hann eigi frekar að segja af sér en hlýða svona vitleysu.
Þegar við komum til Munchen var ákveðið að starta Októberfest strax, þó September væri.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hef stúderað þetta til margra ára. Fyrst og fremst vegna þess að ég vinn við að kenna skrautskrift. Líka vegna þess að afasonur minn er örvhentur.
Það skiptir miklu í skrautskrift hvort að skrautskrifarar eru rétthentir eða örvhentir. Hlutfall örvhentra er mismunandi eftir þjóðum.
Það eru til rosalega margar kenningar um dæmið en tiltölulega fáar alvöru rannsóknir. Ein sú sem þykir marktækust er bresk. Hún skilgreinir um 10% örvehenta. Ég hef lesið aðrar rannsóknir sem benda til 6%. En látum það liggja á milli hluta.
Það er líka til grátt svæði þar sem einstaklingar eru það sem kallast jafnhentir. Í því samhengi bendi ég á frænda minn, trommusnillinginn Pétur Östlund. Á milli þess að vera jafnhentur og örvhentur er grátt svæði. Sumir eru rétthentir til vissra hluta (til að mynda að skrifa með hægri hönd) en beita vinstri hönd til annarra verka. Fram til þessa hefur um of verið lagt út frá því með hvorri hendi viðkomandi skrifar.
Við sem erum verulega upptekin af tónlist uppgötvum snemma að þeir sem ná afburðar árangri á sviði lista eru örvhentir. Hlutfallið er miklu hærra en hlutfall örvhentra í samfélaginu. Dæmi: Helmingur Bítlanna var örvhentur (Paul og Ringó). Við getum auðveldlega stillt fram öflugum lista örvhentra sem háu hlutfalli af þeim sem hafa skarað framúr í músík. Allt frá Jimi Hendrix til Kurt Cobain.
Það hefur verið rannsakað og niðurstaða fengin í því að sá hluti heilans sem hefur að gera með sköpun er stærri í örvhentum en öðrum. Talið er að það tengist því að ótal mörg verkfæri séu hönnuð fyrir rétthenta en örvhentir þurfi að finna nýja nálgun. Fyrir bragðið þroskist sköpunargleði örvhentra hraðar og meira en rétthentra.
Eftir að hafa kennt sennilega um 30 þúsund manns skrautskrift á 33 árum votta ég að þegar upp er staðið séu örvhentir að meðaltali bestu skrautskrifararnir.
Jens Guð, 15.11.2013 kl. 01:16
Takk fyrir þetta.
Mér þykir þú hafa stúderað þetta mikið. Reyndar er það ekkert skrýtið en aftur á móti er undarlegt hve fáar alvörurannsóknir á þessu fyrirbrigði eru. Ég skrifað þetta nú bara af því að mér datt það svona í hug. Pældi ekki mikið í þessu.
Ef ég ætti að mæla sérstaklega á móti því sem þú segir mundi ég sennilega byrja á að mótmæla því að mismunur milli þjóða sé mikill. Mælingaraðferðirnar kunna að vera mjög misjafnar og túlkun svolítið erfið.
Einnig gæti ég bent á að þetta með listirnar sé ekki alveg öruggt. Músík er ekki allt. Einnig má efast um að skrautskrift sé merkilegasta atvinnugreinin.
Annars hugsa ég að þú hafir velt þessu mun meira fyrir þér en ég og vitir sennilega meira um þetta. Gætir jafnvel sjálfur verið örvhentur.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2013 kl. 02:31
Ekki má gleyma þætti kaþólksrar trúar í sambandi við örvhendi. Kirkjan barðist við örvehndi og það svo, að örvhentum börnum var refsað. Algent var til skamms tíma að nota öryggisnælu og festa vistri ermi barn fyrir aftan bak. Líka var gert í því að berja vinstri hönd barnsins með reglustiku. Stúlka, sem ég þekkti, varð fyrir þessu og sagði þettt mjög algengt. Líka var örvhentum börnum hótað miklum sálarháska ef þau létu ekki af örvhentninni.
geirmanusson 15.11.2013 kl. 08:54
Já, áður fyrr var barist mikið á móti þessu. Held samt ekki að hægt sé að kenna kaþólikkum um það eingöngu.
Þessvegna segi ég líka í grein minni að ekki geti þetta verið ávani því þetta leiddi vitanlega til þess að allir vildu frekar vera rétthentir. Málið styður það og margt fleira.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2013 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.