23.10.2013 | 22:35
2062 - Byrjaður að bakka
Það getur vel verið að bloggin mín líkist safni af athugasemdum. Við því er ekkert að gera. Svona hugsa ég bara. Mér finnst ekki hægt að senda blogg-greinarnar mínar jafnóðum á netið. Stundum breyti ég þeim í ljósi umhugsunar. Það er alveg nóg að blogga svona einu sinni á dag í mesta lagi. Það væri að æra óstöðugan að gera það oftar. Svo er ég á móti fésbókinni og nenni ekki að flytja mig. Það að mér er ekki úthýst hér stafar ekki af því að ég sé sáttur við allt sem á Moggablogginu birtist. Öðru nær. Sumir sem hér blogga fara óskaplega í taugarnar á mér.
Get varla ímyndað mér að margir lesi athugasemd númer 120 við einhverja pólitíska frétt í DV eða Vísi. Samt trúi ég alveg að einhverjir af þeim sem bloggið mitt sjá samkvæmt Moggabloggstölum lesi það með athygli. Er ég svona innbilskur eða eru athugasemdagaurarnir (og gaururnar) það kannski? Er eitthvað skárra að bloggast svona villt og galið eins og ég geri en að athugasemdast út í það óendanlega?
Í pólitískum fréttum hjá mér er það helst að Sigmundur Davíð er fyrirfram farinn að kenna stjórnarandstöðunni um að geta ekki framkvæmt kosningaloforð sín og byrjaður að reyna að bakka útúr þeim. Eygló Harðardóttir sem var ágætur þingmaður er ómöguleg sem ráðherra. SDG notar hana til að finna upp afsakanir fyrir sig. Hefur hún engan sjáfstæðan vilja eftir að hún varð ráðherra? Hún stóð sig þó ágætlega sem stjórnarandstöðuþingmaður. Bjarni Ben. er sá eini sem græðir á núverandi ástandi. Hugsanlega bæði beint og óbeint. Með beinum gróða á ég við Gálgahraunsmálið. Hanna Birna á að finna upp afsakanirnar fyrir hann. Tekst það samt ekki nógu vel.
Sigmundur Davíð er háll sem áll. Á auðvelt með að tala fjölmiðlamenn í kaf. Kannski bera þeir bara svona mikla virðingu fyrir embættinu sem hann gegnir. Um daginn mannaði samt einhver sig upp í að spyrja hann hvar hann hefði verið, þegar hann hvarf í viku. Auðvitað svaraði Sigmundur því ekkert heldur fór bara að tala um eitthvað allt annað og fréttamannsauminginn þorði ekki að endurtaka spurninguna. Svona er þetta bara. Fjölmiðlarnir spegla aðallega sýn stjórnvalda. Pöpullinn er lítils virði. Þó byggist allt á honum. Kastljósið sinnir bara einu eða tveimur málum á dag fimm daga vikunnar. Annað er ekki til. Frétta- og blaðamenn fást aðallega við að þýða fréttir úr erlendum fjölmiðlum og fækkar þar að auki stöðugt. Framhaldsfréttirnar úr Lansanum í sjónvarpinu eru alltaf að lengjast. Bráðum er búið að sannfæra alla um að allt sé á vonarvöl þar.
Hugsanlega á Gálgahraunsmálið eftir að vinda eitthvað uppá sig. Þó er það ekki líklegt. Allir aðilar standa nú frammi fyrir gerðum hlut og búið er að spilla hrauninu. Svo virðist sem ekki einu sinni hraunavinir tali lengur um að í hrauninu séu hugsanlega fornminjar en því var þó lengi vel haldið fram. Samt sem áður er það greinilegt að vegagerðin hefur farið fram með miklum og líklega óþörfum ofstopa í þessu máli. Verið gæti líka að bæjarstjórn Garðabæjar gjaldi afstöðu sinnar að einhverju leyti í næstu sveitarstjórnarkosningum.
![]() |
Vísað aftur af vinnusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.