7.10.2013 | 15:35
2052 - Hommastríđ
Mér er sama hvađ öđrum finnst, mér finnst ţađ lélegt hjá dr. Gunna ađ láta peninga sem alls ekki eru í hendi hafa ţau áhrif á sig ađ sparka í Gylfa Ćgisson á ţann hátt sem hann gerir međ ţví ađ fá annan til ađ syngja lag sem hann ćtlađi ađ láta Gylfa syngja og var búinn ađ láta taka upp. Ég er samt alls ekki sammála Gylfa um nćrri allt sem hann hefur látiđ frá sér fara um Gleđigönguna svokölluđu. Ég hef aldrei fariđ í hana og veit ekkert hvernig hún er. Málfrelsi trompar samt allt finnst mér. Ţöggun er ţetta a.m.k.
Einnig er ţađ nokkuđ gott hjá Vantrú og snertir málfrelsi líka, ađ gefa út Spegilseintakiđ sem bannađ var vegna guđlasts og setja á vefinn hjá sér. Las ţađ eintak á sínum tíma og var sammála flestu sem ţar var ađ finna.
Já, ég er fremur duglegur ađ blogga. Ađ fésbókast og láta ljós mitt skína ţar er ég ekki nćrri eins duglegur viđ. Ţó ég sé farinn ađ gamlast nokkuđ á ţađ ágćtlega viđ mig ađ setja hugrenningar mína á blađ og breyta ţví svo í blogg. Persónuleg eru ţau yfirleitt ekki. Ég hef samt gaman af ţví ađ sýnast miklu gáfađri en ég er. Og ég lýg ţví ekki ađ grunnurinn ađ blogginu mínu er löng ćfing í ţví ađ tala viđ sjálfan mig. Hvort ađrir hafa heyrt ţađ veit ég ekkert um. Ţar ađ auki er ég sćmilega góđur í stafsetningu og ţá er ekki ađ sökum ađ spyrja. Ţessir hćfileikar (ef hćfileika skyldi kalla) henta ágćtlega í bloggvesen. Ţessvegna er ég ađ ţessu. Svo er ekki mikiđ annađ sem ég get orđiđ gert.
Lćkin á fésbókinni hjá mér fara eftir ýmsu. Ţađ fer t.d. eftir ţví hver hefur sent síđurnar upp eđa til mín. Einnig eftir efni ţeirra. Hvernig skapi ég er í viđ lesturinn og sömuleiđis og ekki síst eru ţađ algjörar tilviljanir sem ţví ráđa. Yfirleitt er ég fremur spar á lćkin. Greinilega eru menn samt missparir á ţau. Í heild held ég ađ lćkin skipti engu sérstöku máli. Heldur ekki upplýsingarnar sem stundum má sjá (held ađ ţađ sé ađallega í hópum) um hve margir hafi séđ viđkomandi síđu. Ţađ getur sem best veriđ vegna algjörrar tilviljunar sem menn lenda á síđunni. Líka hvort ţeir lesa ţađ sem ţar stendur.
En skipta ţá heimsókirnar á bloggiđ einhverju máli? Eiginlega ekki. Ţađ er vel hćgt ađ hafa áhrif á ţćr međ ýmsum ráđum . Ţađ eru eiginlega bara ţau blogg sem ţú heimsćkir reglulega ţar sem heimsóknir ţínar skipta einhverju máli. Svo geta ástćđurnar fyrir ţví ađ ţú heimsćkir bloggiđ oft veriđ af ýmsu tagi. Ţú getur veriđ ákaflega sammála ţví sem ţar er sagt eđa ósammála. Kannski er ţađ bara svona vel skrifađ. Ástćđurnar geta semsagt veriđ fjölmargar.
Kannski skiptir bara máli hvađ ţú skrifar. Mér leiđast málalengingar, en kannski er ég meistari í slíku sjálfur. Stundum finnst mér ţađ sem ég skrifa vera einskis virđi, en stundum vera afskaplega vel sagt. Fyrirfram get ég ómögulega fundiđ út hvort er líklegra.
Nú er ég aftur ađ fá áhuga á skáldsögum. Sú sem ég er ađ lesa ţessa dagana heitir: The pillars of the earth og er eftir Ken Follett. Ţetta er gömul metsölubók ađ ég held og gerist ađ mestu á Englandi á 12. öld. Auk ţess ađ láta ýmislegt gerast í ţessari bók er höfundurinn m.a. ađ frćđa lesendur um ţennan tíma og ţetta svćđi. Ađallega fjallar bókin um dómkirkjusmíđi og ţ.h. Sennilega finnst mér ţetta efni svona áhugavert vegna ţess ađ ég las á unga aldri myndskreytta bók um Ívar hlújárn eftir Walter Scott sem gerist á svipuđum stađ og tíma. Ţessa bók (Pillars of the earth) fann ég í kyndlinum mínum og hef enga hugmynd um hvernig hún komst ţangađ.
Inngang ađ bloggi sem er á slóđinni forréttindafeminismi.com las ég áđan og er sammála sumu sem ţar er sagt. Ákaflega andsnúinn ýmsu öđru sem ţar stendur. Feminisminn er mér ekkert sérstakt áhugamál og varđandi ţau mál er ég oft mjög sammála Evu Hauksdóttur. Setti ţessa slóđ samt í bookmark hjá mér og e.t.v. les ég meira eftir Sigurđ ţennan seinna meir. Mér finnst hann samt full-langdreginn. Sá um daginn ţáttinn um barnsránsmáliđ sem ástralska sjónvarpiđ gerđi og vissulega var hann áhrifamikill og vel gerđur en sem innlegg í kynjaumrćđuna held ég ađ hann sé ekki mikils virđi.
Athugasemdir
Sćmundur, ég sé ađ ég verđ ađ fara ađ lesa bloggin ţín! "Pillars of the Earth" hef ég ekki lesiđ, en séđ ţáttaröđina, hún var ágćt. Ívar Hlújárn var hins vegar frábćr!
Dr. Gunni og Gylfi: Ég er algjörlega sammála ţér, málfrelsi er mikilvćgara en flest annađ. Gylfi má alveg hafa sínar skođanir, sjálfur er ég samkynhneigđur en tel ţađ ekkert kappsmál ađ trođa samkynhneigđi í andlitiđ á öđru fólki. Ţađ má vel vera ađ Gylfi hafi eitthvađ til síns máls, en Dr. Gunni rćđur auđvitađ sjálfur hvađ hann gerir.
Fésbókarlík finnst mér betra nýyrđi en feisbúkklćk. Manni líkar kannski viđ eitthvađ og gefur ţví lík. En daginn eftir er ţađ allt dautt.
Brynjólfur Ţorvarđsson, 7.10.2013 kl. 20:33
Takk Brynjólfur. Ég hef lesiđ (ađ hluta a.m.k.)tvćr bćkur eftir Richard Dawkins og ţćr höfđu mikil áhrif á mig. Önnur heitir "The selfish gene" og hin "The god delusion".
Ég kaus píratana í síđustu kosningum mest vegna áherslu ţeirra á málfrelsi og mannréttindi. Finnst Birgitta Jónsdóttir vera einhver besti ţingmađurinn og ţekkti vel mömmu hennar.
Sćmundur Bjarnason, 7.10.2013 kl. 21:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.