4.10.2013 | 09:44
2050 - Tölvur o.þ.h.
Stórtíðinda má vænta af pólitíska sviðinu. Þó ekki alveg strax (sem er víst búið að endurskilgreina). Óánægjan með fjárlagafrumvarpið virðist jafnvel almennari en venjulega. Mikilla tíðinda er þó varla að vænta fyrir Jól úr þessu.
Menn hafa rætt talsvert um það á fésbókinni hvort réttara sé að segja norður eða vestur á Patreksfjörð. Um þetta má margt segja, en málvenjan ræður, finnst mér og íbúar á staðnum, sem sjaldnast eru í vafa. Eins er það með forsetningar á undan staðarnöfnum. Sú hugmynd að þetta (áttatilvísanir eftir staðsetningu) sé hugsað útfrá landsfjórðungunum fornu er afar líkleg. Erfiðara er að finna reglu varðandi forsetningarnar. Og hvaðan er dregið landsuður og útnorður? Hef heyrt að þá sé miðað við Noreg. (Það sé semsagt landið í þessu tilfelli) Þaðan komu flestir landnámsmennirnir að því að sagt er, svo það er sennilegt. Þá er landsuður = suðaustur, útsuður =suðvestur, landnorður = norðaustur og útnorður = norðvestur. Bara hugmynd.
Ergelsi og pirringur útaf því að aðrir hugsi ekki eins og maður sjálfur hvað tölvur varðar er oftast óþarfur. Sem betur fer er það svo að svipaðri eða alveg eins endastöð er hægt að ná á mismundandi hátt hvað það snertir einsog flest annað. Oftast er hægt að fara fleiri en eina leið að sama marki og þó þær séu kannski misfljótlegar er óþarfi að fordæma þá sem fara lengstu leiðina. Hún er stundum einfaldari og hentar betur þeim hugsunarhætti sem notandinn er vanur. Þetta á ekkert síður við um aðra tækni en tölvur og getur oft skýrt augljósan mun kynslóða.
Helga Arnardóttir á Stöð 2 og María Sigrún Hilmarsdóttir á RUV eru bestu fréttalesararnir um þessar mundir. Mér finnst Logi Bergmann Eiðsson ofmetinn sem slíkur og Edda Andrésdóttir vera búinn að vera of lengi í djobbinu. María Sigrún hefur heilmikla útgeislun og lyftir þeim fréttum verulega sem hún les. Annars er þetta ekki eitthvað sem vert er að fjalla mikið um. Íslenskir fjölmiðlar eru vandræðabörn. Samanburður við útlönd verður þeim alltaf óhagstæður, sama hvað Sigmundur Davíð segir.
Svo þeir sem ég hef svikið að undanförnu og bíða með öndina í hálsinum eftir því að ég bloggi (sem eru víst fáir) þá er ég að hugsa um að senda þetta sem fyrst á Moggabloggið, enda er ég leikinn í því. Kommur og þessháttar mega þeir setja þar sem þeir vilja, sem það vilja. Ekki kann ég það.
Allt í ólestri. Samt verður þetta að húsi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Held að það sé margt til í þessu varðandi áttatáknanir. Það er eins og orðtakið "að fara utan". Út var vestur í Noregi og þeir sem voru að fara til Íslands fóru því út, "Út vil ek", sagði Snorri, þá var hann í Noregi og vildi heim. Eins fara menn enn þann dag í dag "utan" þegar þeir fara til Evrópu frá Íslandi og reyndar hvert sem þeir eru að fara. Annars táknar "út" eða "úteftir" mjög mismunandi áttir eftir því hvar maður er á landinu. Norðanlands táknar það yfirleitt norður, en snúi t.d. firðir mót austri, táknar það oft austur. Hef fregnað af því bæði á Austfjörðum og eins á Ströndum.
En að fjárlögunum. Önnur eins og jafn fáránleg örlagavitleysa og kreddubundið kjaftæði hefur held ég aldrei verið lagt fram á þingi. Því miður virðist það hafa verið þannig, að fjöldi fólks, sem er orðið örvæntingarfullt af fjárhagsáhyggjum hafi í fljótræði kosið þessa fáráða á þing í vor vegna þess að þau trúðu því að þeir myndu skera þau niður úr þeirri fjárhagslegu stöðu, sem það var komið í vegna gengisbindingar og annarrar verðtrygginga fjárskuldbindinga. Nú nagar þetta fólk handarbökin og við reyndar öll, því þetta bitnar á allri þjóðinni. Það eru því miður engin töfralyf eða galdralausnir við fjárhagsvanda þjóðarinnar. Því er nú verr og miður. Eina lausnin, sem til er, er innganga í Evrópusambandið og upptaka nýs og stöðugs gjaldmiðils. Fólk þarf líka að fara að læra að hagsmunum alþýðufólks er best borgið með ríkisstjórn, sem starfar eftir sósíaldemókratískum megingildum. Lukkuriddarar skoðanasystkina Teboðshreyfingarinnar munu aldrei bjarga neinu fyrir almenning. Enda einskorðast allt þeirra starf við að tryggja að handhafar nýtingarréttar íslenskra auðlinda, sem eru jú ekki einu sinni búsettir á landinu, fái sitt.
Ellismellur 4.10.2013 kl. 10:08
Mjög sammála þér um þetta, Ellismellur. Innst og fremst getur líka í huga fólks haft gjörsamlega andstæðar merkingar. Forsetningarnar "í og á" á undan staðarnöfnum t.d. kauptúna eru merkilegt rannsóknarefni. Ómögulegt að finna nokkra reglu, finnst mér.
Sæmundur Bjarnason, 7.10.2013 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.