29.8.2013 | 16:13
2035 - JBH
Það hefur verið kvartað við mig um það að erfitt sé að finna Moggabloggið á mbl.is. Satt er það að meira var það áberandi áður fyrr. Kannski maður ætti bara að temja sér að linka í vinsæla frétt í hvert sinn sem maður setur upp blogg. Ég bara nenni því ekki. Læt duga að auglýsa það á fésbókinni. Einu sinni reyndi ég það og skrifaði gjarnan einhverja klásúlu um frétt sem ég fann á mbl.is áður en ég sendi bloggið frá mér en svo hætti ég því. Mér finnst að ég eigi einn að ráða því hvað ég skrifa um á blogginu mínu.
Finnst að ekki þurfi að refsa JBH enn og aftur fyrir eitthvað sem hann setti á blað fyrir löngu síðan. Sjálfsagt var það óviðeigandi en hver hefur svosem tandurhreinar hugsanir? Ef hann hefði hinsvegar gert eitthvað meira en setja hugsanir sínar á blað þá hefði það verið annað mál. Já, en hann gerði einmitt meira. Hann sendi þessi skrif sín saklausu barni. Eru þessi saklausu börn ekki sífellt að stelast til að skoða það á netinu sem þau ættu ekki að skoða? Heilagleiki Háskólans er ekki slíkur að hann eigi að hafa lögregluvald og Hildur Lilliendal ekki heldur. JBH er mjög breiskur maður og viðurkennir það sjálfur. Getum við ekki látið þar við sitja? Mér finnst líka óþarfi að starta hundeltingu núna á öllum lifandi fangavörðum við útrýmingarbúðir nasista í stríðinu. Nær hefði verið að gera það fyrr.
Finnst ekki sniðugt að þurfa að horfa á Braga Kristjónsson í hverri viku hreinsa horinn vandlega úr nefinu á sér og stinga honum svo í vasann eftir að hafa vafið klút utan um hann. Annars er hann margfróður og hefur gaman af að stríða Agli, sem á það alveg skilið. Hinsvegar er bókin sem Hrafn frændi hans tók saman um hann nýlega alveg hundleiðinleg. Gafst upp á henni um daginn og nennti ómögulega að lesa hana alla.
Kjarninn bregst ekki. Fjölbreyttur og vel skrifaður. Þetta er eitthvað fyrir mig. Maður á víst von á einhverju svona á hverjum fimmtudegi í vetur. Ég hlakka til. Ég hljóp nú bara yfir efnið í nýjasta eintakinu svona í fyrstu atrennu. Á eftir að lesa þetta næstum allt miklu betur. Myndirnar og skýringarmyndirnar bæta heilmiklu við og auglýsingarnar er fljótlegt að leiða hjá sér. Sé framá að næstu fimmtudagar fara einkum í það að lesa Kjarnann og svo að ná í ávexti og þessháttar hjá Sullenberger. Það er ágæt hugmynd hjá honum að hafa afslátt á vissum vörum á vissum dögum. Satt að segja fer ég flesta fimmtudaga í Kost.
Hvernig er það annars, eru engar undirskriftasafnanir í gangi núna? Mér finnst svo gaman að skrifa undir og svo langt síðan að ég gerði það síðast að mér finnst vanta eitthvað þannig. Minnir að ég hafi síðast skrifað undir áskorun um að hætta að hygla LÍÚ sérstaklega. Það er svo spennandi að fylgjast með því hvernig gengur og svo eru túlkanir manna eftirá oft bráðskemmtilegar. Eiginlega ættu undirskriftasafnanir alltaf að vera í gangi. Ef þær væru nógu margar ættu allir að geta fundið undirskriftasöfnun við sitt hæfi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Safnana ei sakna kann
þó að Sæma græti
Ég þjáist ekki eins og hann
af undirskriftablæti
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2013 kl. 21:09
Fín vísa. Þó hefði ég raðað orðunum öðruvísi í annarri ljóðlínu.
Sæmundur Bjarnason, 29.8.2013 kl. 21:26
Safnana ei sakna kann
Sæma þó að græti,
þjáist ekki eins og hann
af undirskriftablæti.
Haukur Kristinsson 30.8.2013 kl. 14:07
Góður pistill Sæmundur, bara fjári góður!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2013 kl. 20:56
Takk Axel.
Sæmundur Bjarnason, 31.8.2013 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.