2034 - Sumar á Sýrlandi

Nú eru Bandaríkjamenn að undirbúa enn eina innrásina. Mér líst illa á það. Er ekki arabiska vorið allt runnið undan rifjum Kanans og aðallega til að draga athyglina frá framferði Ísraela? Segi bara sona. Eflaust eru einhverjir sem hugsa svona. Óljós hugtök eins og heimspressan og alþjóðasamfélagið eru mikið notuð þessa dagana.

„Það skiptir engu máli hver beitir efnavopnum“, segir utanríkisráðherra. Þessu á maður víst að trúa. Ég fer að hallast að því að ráðherrann sé helvítis asni. Verst að það getur skipt mig og þig máli hver er utanríkisráðherra. Einkum ef hann heitir Gunnar Bragi Sveinsson. Einu sinni man ég eftir að hann kvartaði yfir því að blaðamenn spyrðu sig sjaldan að einhverju þó hann væri þingflokksformaður framsóknarflokksins. Kannski er skýringuna þarna að finna. Ekki veit ég samt af hverju þeirri dúsu var troðið uppí hann að gera hann að þingflokksformanni. Það hefnir sín greinilega núna.

Einu sinni sá ég (alveg óvart) videómynd af heimspressunni eins og hún lagði sig. Þá voru fréttahaukar samankomnir með Sony-camerur í þéttum hnapp einhversstaðar á Balkanskaganum og einn sneri sér við og tók ógleymanlega mynd af þeim sem voru að hamast við að taka myndir af venjulegu fólki sem skyndilega hafði orðið að flóttamönnum. Nei, það er ekki hlæjandi að þessu. Það er lítill hópur manna sem leggur sig í stöðuga hættu og æðir fram og aftur um heiminn. Nú er þeir allir á Sýrlandi, enda er sumar þar.

Allir bíða í ofvæni eftir hretinu fyrir norðan. Ætli það komi nokkuð. Hver verður þá skammaður? Var þetta ekki allt Veðurstofunni að kenna í fyrra? Lambagreyin sem ekki drepast í væntanlegu hreti verða svo étin um jólin.

Að loknu þessu kjörtímabili (eða fyrr) mun einhverskonar vinstri stjórn að líkindum taka við. Sú stjórn mun sennilega (a.m.k. hugsanlega) taka að nýju upp viðræður við ESB og halda þeim áfram þar til samningur næst. Sá samningur verður hugsanlega samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fari svo verður engum einum hægt að þakka jafnmikið inngönguna og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, einfaldlega vegna þess að hann þorir ekki að nota meirihlutann á alþingi til að samþykkja viðræðuslit. Eða er hann kannski ekki viss um að sá meirihluti sé fyrir hendi. Þetta var stjórnmálapæling dagsins.

IMG 3652Grastó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, það er þyngra en tárum taki að þurfa að sitja uppi með framsóknarmenn af öllu því óhæfa fólki sem er til í landinu í ríkisstjórn. Vona sannarlega að þjóðin læri af þessu og kjósi fólk eins og GBS og VH aldrei, aldrei oftar á þing.

Annars veltir maður fyrir sér hverskonar hreðjatök vopnaframleiðendur og olíusalar hafa á stjórnmálamönnum í vesturheimi. Allt miðast við að fara á ystu nöf með heimsfriðinn svo gróðinn af hergagnaframleiðslu og olíusölu verði sem allra mestur. Maður þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda hvernig fer ef þeir fá sitt fram og loftárásir verði gerðar á Sýrland. Hvað gera Íranar og hvað gera Rússar? Og ekki síst; hvað gera Ísraelsmenn, sem virðast vera gersamlega sambandslausir við alla skynsemi?

Ellismellur 28.8.2013 kl. 21:59

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, maður veit svosem ekki hvort heimsmálin eða landsmálin eru í verri hnút. Svona hefur þetta alltaf verið, en einhvernvegin bjargast þetta.

Sæmundur Bjarnason, 29.8.2013 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband