1.8.2013 | 00:21
2021 - Ástæður Vesturferða
Það sem mér finnst vera aðalatriðið varðandi limrur er að stuttrímið sé rammandi og frumlegt. Endarímið helst líka. Samanborið við ferskeytlurnar held ég að lítið hafi verið samið af limrum og þessvegna séu svona margir að reyna sig við þær. Auðvitað er það mikið lýti á þeim ef ljóðstafirnir eru á maa og faa eins og danskurinn mundi segja.
Öfugur þríliður á hvolfi týndist í Hreppunum í gær. Finnandi vinsamlega skili honum ekki.
Örleikrit í einum þætti. (Samið eftir að horft var á ógleymanlega frétt á Stöð 2.)
A: Vá, hann flöskuskeit.
B: Nei, hann brenndi af.
A: Nú, eins gott að hann var þarna í fjörunni.
B: Hann var ekkert þar.
A: Hvar þá?
B: Á skipinu, náttúrulega.
Auðvitað skiptir máli hvernig litið er á söguna. Aðeins með því að kynna sér hana er hægt að öðlast nokkurn skilning á samtímanum. Deila hefur risið milli ESB-sinna og andstæðinga aðildar um ástæður fyrir Vesturferðum Íslendinga seint á nítjándu öldinni. Gunnar Smári Egilsson skrifaði grein í fréttablaðið eða fréttatímann og segja má að hún hafi verið upphafið. Páll Vilhjálmsson, Egill Helgason og Ómar Ragnarsson hafa síðan lagt orð í belg. Vel getur líka verið að ég hafi misst af einhverjum þáttakendum í þessari deilu.
Páll Vilhjálmsson er fulltrúi Evrópu-andstæðinga í deilunni. Hann heldur því fram að ómilt veðurfar og uppskerubrestur hafi verið aðalástæða Vesturferðanna. Íslendingar hafi alltaf verið, eins og Sigmundur forsætis segir, sjálfstæðir, samhentir og án stéttaskiptingar. Ómar Ragnarsson og fleiri halda því fram að mikil stéttaskipting hafi verið hér á landi og fátæklingar örsnauðir og hjálparvana hafi beinlínis flúið landið þegar tækifæri bauðst.
Það vill svo til að ég veit að Ómar & Co. hafa rétt fyrir sér í þessu. Nær alla tuttugustu öldina var reynt að halda því að fólki að næstum allt sem aflaga fór á umliðnum öldum væri Dönum að kenna. Sannleikurinn var þó sá að Íslendingar voru Íslendingum verstir. Stéttaskipting var gífurleg hér og fátækt mikil. Afi minn bjó við mikið hungur í uppvexti sínum og náði aldrei fullum vexti, var innan við 150 sentimetrar á hæð og öll hans systkini.
Margt hefur breyst hér eftir blessað stríðið. Segja má að lífskjör séu allgóð, þó er það svo að stéttaskipting er enn mikil, en mestan part falin. Sumir eiga nóga peninga, aðrir enga. Margir halda að þeir eigi fullt af peningum en það eru bara skuldir. Hrunið sem varð hér árið 2008 hefur skerpt línurnar að nýju. Margir vantreysta þeirri ríkisstjórn sem nýlega hefur tekið völd hér og telja að hún muni draga taum þeirra ríku og þeirra sem halda að þeir séu ríkir eða a.m.k. bjargálna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sammála þér eins og oft áður. Stéttaskipting hefur oftast verið og er enn gríðarleg hér á landi. Sögufölsun er nánast viðtekin hvað varðar þessi mál öll. Ég held að enn í dag sé fullt af fólki sem trúir þeim viðbjóði, sem fólst í Íslandssögu Jónasar frá Hriflu, sem til skamms tíma var kennd sem sagnfræði og vísindi. Ég held að margur maðurinn þyrfti að skoða skrif Jónasar í Skinfaxa á árunum milli stríða til að átta sig á fársjúkum huga þessa manns og fasiskum hugmyndum hans. Enn í dag er heill stjórnmálaflokkur rekinn á grundvelli hugmynda hans. Hefur okkur virkilega ekkert miðað í menntun og þroska?
Ellismellur 1.8.2013 kl. 08:19
Þjóðfélög byggjast á stéttaskiptingu. Það þarf ekkert að rífast um það.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2013 kl. 13:56
Og Ísland er ekkert stéttlausara en önnur lönd. Hún er bara öðruvísi.
Sæmundur Bjarnason, 1.8.2013 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.