2012 - Moska eða moska ekki

Hvað er það sem einkum hreyfir við mér á þessum mánudagsmorgni. Moskudeilan. Ég vil endilega mosku. Þó er ég viss um að ég mun aldrei koma þangað. Að vera á móti slíku er að loka sig inni í sínum eigin hugmyndaheimi. Hætta að þroskast. Það eina sem viðheldur lífinu er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, og helst oft á dag. Öll trúarbrögð eru gegnsýrð af alls konar vitleysu. Það skiptir í raun litlu máli hvaða dýr þú étur og hver ekki. Hvað þitt uppáhalds trúarrit segir að þú megir gera og hvað þú megir ekki gera. Öll túarrit eru óþörf. Það eina sem skiptir máli ert þú sjálfur og samspil þitt við annað fólk. Fremji menn illvirki er það ekki vegna trúarinnar heldur þrátt fyrir hana.

Á fésbók finnst mér yfirleitt best að gera sem minnst, því maður veit aldrei hvaða áhrif hlutirnir hafa. Súpervarkátt fólk ætti náttúrulega að varast að skrá sig á fésbók, en það er önnur saga. Sýnist samt að flestir, eða a.m.k. margir vilji gera sem mest þar. Það er í góðu lagi líka og minnkar traffíkina á blogginu. Fjasbókin og aðrir miðlar líkir henni eru af mörgum kallaðir samfélagslegir miðlar. Bloggið líklega líka, en það er samt takmarkaðra en fésbókin, twitter og forverar þeirra sem ég man ekki einu sinni nöfnin á. Bloggið, og Moggabloggið kannski sérstaklega, hentar vel fyrrverandi besservisserum eins og mér. Allir vilja vera á fésbók. Ekki bara fólk og fénaður, heldur allskyns fyrirbrigði og félagsskapur. Eiginlega er að verða svo troðið þar að maður kemst illa fyrir. Nauðsynlegt samt að fylgjast svolítið með. Ekki les maður nein dagblöð eða hlustar reglulega á útvarp. Sjónvarpsfréttir horfi ég þó nokkuð reglulega á.

6. júlí s.l. fékk ég eftirfarandi skilaboð á Moggabloggið mitt. Eflaust hafa margir fleiri fengið samskonar skilaboð því hann virðist hafa sent þetta á alla sína bloggvini þar, en þeir eru yfir 50.

Guðjón E. Hreinberg sendi þér skilaboð: Góðan dag kæri blogvinur Langar að gerast svo djarfur að deila með þér nýjustu færslu minni um mótmælasvelti mitt. http://gudjonelias.blog.is/blog/gudjonelias/entry/1305331/ Njóttu helgarinnar, veðrið er of gott ti lað vera inni við tölvuna ;)“

Auðvitað hrekkur maður svolítið við þegar maður fær skilaboð á blogginu sem þessi. Fannst samt að það væri svosem ekki mikið (jafnvel ekkert) sem ég gæti gert. Það er auðvitað leiðinlegt að sjá meðbróður sinn kveljast svona. Reyndi samt að fylgjast með Guðjóni næstu dagana en fáum dögum seinna virðist hann hafa hætt mómælasveltinu og á vefsetri hans (not.is) er vel hægt að fylgjast með honum og hvað hann tekur sér fyrir hendur.

Nú er klukkan farin talsvert að ganga átta (að morgni) svo það er sennilega best að drífa í því að senda þetta upp og gera næstu mynd tilbúna.

IMG 3507Runni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú reynir að slá um þig á ódýran hátt, án þess að hafa unnið neitt fyrir því, með innantómri pólítískri réttsýni og því að vera sammála hlutum sem næstum allir eru sammála um, um leið og þú lýsir yfir fyrirlitningu og fordómum á hendur öllum trúarbrögðum, sem er að lýsa yfir fyrirlitningu á 95% mannkyns sem trúir á einhvers konar æðri mátt og stundar einhvers konar siðvenjur tengdar þessari trú. Það getur enginn slegið þessar tvær, lélegu flugur í einu höggi. Þú verður að velja. Bloggfærsla þín er sambærileg við bloggfærslu sem hefði verið svona. "Auðvitað hef ég ekkert á móti hommum og ég styð Gay pride. Kynlíf er ömurlegt og kynmök af öllu tagi, gay or straight or bi, eru fyrir heimskt fólk, ekki yfirburðamenn eins og mig sem lifa einlífi." Svona gengur bara ekki. Hvernig væri að læra smá rökfræði? Þú ert með heila. Þú getur alveg notað hann. Æfingin skapar alla vega meistarann, svo þú gætir reynt að rifja upp hvað það er að hugsa. Vantar þig eitthvað til að hugsa um? Hvað með þetta? Finnst þér að samtökin 78 ættu að mótmæla orðum Imansins sem var rekin úr Félagi Múslima um það að samkynhneigðir stundi barnarán í stórum stíl? Ættu þau að kæra hann?  Gott fyrir lúnar heilasellur að glíma við. Eða bara fara eftir gömlu góðu spakmælunum að ef þú hefur ekkert að segja af viti er best að halda kjafti.

Sigurður J´ 22.7.2013 kl. 13:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður minn J (veit ekki hvar uppikomman er á lykaborðinu mínu). Þakka þér fyrir gott og ítarlegt blogg.

Trúmálin er kannski að pirra þig svolítið.

Hugsa að ég mundi svara þér ítarlegar ef ég hefði hugmynd um hver þú ert.

Um þessi barnarán í stórum stíl veit ég ekkert. Trúi stundum varlega því sem mér er sagt.

Þakka þér enn og aftur fyrir málefnalega athugasemd.

Sæmundur Bjarnason, 22.7.2013 kl. 15:00

3 identicon

Jafnan fínir pistlarnir þínir Sæmundur, takk takk.

Sandkassinn 22.7.2013 kl. 15:02

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Gunnar.

Ég les oft bloggið þitt og hef líka horft á myndirnar. Held að við höfum í eina tíð starfað í sama húsinu. Þá var ég næturvörður hjá Securitas og starfaði nær eingöngu hjá MS.

Sæmundur Bjarnason, 22.7.2013 kl. 15:15

5 identicon

Ég vann reyndar aldrei þar Sæmundur, tók einu sinni eina vakt hjá Securitas en fór svo í annað. Ég held samt að ég kannist við þig einhversstaðar frá, er bara ekki viss hvaðan:)

Sandkassinn 22.7.2013 kl. 15:22

6 identicon

Ég lýsi líka yfir fyrirlitningu á því sem 95% mannkyns trúir á samkvæmt Sigurði J, gef líka skít í spakmælið hans

DoctorE 23.7.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband