2007 - Anita

Mjög margir þeirra sem greiða atkvæði í kosningum hafa allsekki sérstakan áhuga á stjórnmálum. Það er samt engin ástæða til að kalla þá fávita eða eitthvað þaðan af verra. Þátttaka þeirra í kosningum er alltaf til góðs. Engin leið er að setja einhver skilyrði um þátttöku í þeim og hiklaust má gera ráð fyrir að stjórnmálaflokkarnir uppskeri í  samræmi við það sem þeir hafa sáð til.

Um þau mál sem stjórnmálamenn geta alls ekki náð neinni samstöðu um má hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. Stjórnvöld og stjórnmálamenn geta að sjálfsögðu haft margskonar áhrif á þær. Bæði hve algengar þær verði og úrslit þeirra. Mikilvægustu áköll hins almenna kjósanda um þessar mundir eru að þær verði algengari en verið hefur og að hrifsa völd um tilvist þeirra úr höndum eins manns með valdasýki.

Já, ég kaus Pírata í síðustu kosningum og sé ekkert eftir því. Í kosningabaráttunni hreifst ég mest af málflutningi Smára McCarthy og Birgitta Jónsdóttir hefur sýnt það í störfum sínum á alþingi að hún lætur ekki segja sér fyrir verkum. Er einfaldlega þingmaður af þeirri tegund sem hægt er að gera ráð fyrir að breyti í samræmi við sannfæringu sína en ekki annarra. Áhersla þeirra Pírata á mál sem snerta mannréttindi, upplýsinga og tjáningarfrelsi ásamt tölvusamskiptum hverskonar eru svo einskonar aukaplús fyrir mig.

Hugsanlega gæti náðst samstaða meðal þingmanna um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna. Forsetinn gæti varla neitað að undirrita slík lög. Samt gæti hann reynt. Þjóðin gæti þó sem best gert hann afturreka með það. Stundum dreymir mig satt að segja um atburðarás af þessu tagi eða svipuðu. En látum nú stjórnmálin liggja milli hluta. Þau eru hvort eð er í einskonar dái til hausts.

Anita Hinriksdóttir hefur alla burði til að verða millivegahlaupari á heimsmælikvarða. Yfirburðir hennar á heimsmeistaramóti unglinga í Úkraínu voru ótrúlegir. Hlaupastíll hennar er vissulega sérkennilegur og átakamikill, en eins og Ómar Ragnarsson segir gæti verið mjög varasamt að ætla að hrófla við honum. Annars veit hún sennilega sjálf miklu meira um hlaupastíl og þess háttar en ég. Vel mætti kalla mig hina dæmigerðu íslensku sófakartöflu, þó sennilega séu setur mínar við tölvuna meiri en yfir sjónvarpinu. A.m.k. hefur áhugi minn á íþróttum farið hraðminnkandi að undanförnu. Afrekskona sem Anita gæti þó breytt því.

Síðasta ríkisstjórn (Jóhönnu Sigurðardóttur) var áróðurslega séð mjög misheppnuð. Núverandi stjórn er sennilega áróðurslega séð fremur vel heppnuð, en efast má um stefnu hennar að öllu öðru leyti. Sjá, ég á afar erfitt með að segja skilið við þá örmu tík sem pólitíkin er. En nú er ég hættur.

IMG 3442Wanted by Interpolar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband