19.6.2013 | 00:28
1987 - Hedonismi
Auðvitað var linkurinn í frásögnina af nauðlendingu Ómars Ragnarssonar bara settur til að fleiri læsu spekina. Man ekki einu sinni hvað ég skrifaði um Ómar. Vonandi hafa það ekki verið neinar blammeringar.
Snowden-málið getur vel orðið pólitískt hitamál hér á landi. Á þó ekki von á að íslensk stjórnvöld gefi neitt eftir þar. Allsekki er hægt að segja að það mál sé sambærilegt við mál Bobby Fischers, eins og sumir vilja vera láta. Sagt er að Snowden sjálfur hafi haldið því fram að hrein fífldirfska hefði verið fyrir hann að fara beint hingað. Fyrri stjórnvöld eru ekki með sem fallegasta sögu varðandi hælisleitendur og engin ástæða er til að álíta þau núverandi betri að því leyti. Þrýstingur frá Bandaríkjastjórn kæmi til með að hafa þar mun meiri áhrif en tæknileg aðriði.
Datt inn í áhugaverðan þátt í útvarpinu um neysluhyggju. Vantaði þó bæði upphafið og endann. Á sínum tíma las ég Playboy nokkuð mikið. Hugh Hefner er talsverður heimspekingur. Hann hélt fram svonefndum hedonisma sem kalla mætti nautnahyggju á íslensku. Þá stjórnast allar gerðir mannsins af ánægjunni einni saman. Nútíminn finnst mér einkennast af einhverju samblandi af neysluhyggju (consumerism) og nautnahyggju (hedonism). Consumerisminn er drifinn áfram af hjólum atvinnulífsins þar sem alltaf er framleitt meira og meira og þess gætt að hlutirnir endist ekki of lengi. Hagfræðin getur ekki án hagvaxtar verið. Hedonisminn er síðan yfir, undir og allt um kring.
Um þetta má margt segja og margar bækur hafa verið skrifaðar um þessi mál. Stjórnmál, vísindaleg mál, trúmál og jafnvel yfirnáttúruleg mál finnst mér alltaf á endanum koma að því hvort fólk sé fífl. Það er til lítils að bollaleggja um alla skapaða hluti ef hroki af einhverju tagi fylgir því. Ismar allir verða hjóm eitt hjá skilningi þeim sem hver og ein mannvera ræður yfir. Heimur hennar er hún sjálf. Sá skilningur sem fram kemur í því kann að vera takmarkaður á einhverju sviði, en það eykur aðeins fjölbreytnina. Markmið lífsins er ekki að tjá sig. Hvorki í orðum né á annan hátt.
Orðhengillinn er uppáhaldshópurinn minn á fésbókinni. Þar er ég jafnan eins og grár köttur. Í kvöld var þar einhver umræða um hnakka í ýmsum merkingum. Þá gerði ég þessa vísu:
Með skinku-hnakkinn skvísan beið
og skutlaðist á bakið.
Úr því varð þó engin reið
og allt fór bara í lakið.
Hana má vel skilja á svolítið dónalegan hátt, en það er þó ekki nauðsynlegt.
Íslensk fjölmiðlun er dálítið fábreytt og leiðinleg. T.d. virðast fjölmiðlar ætíð þurfa að spyrja Sigurð Líndal um öll lögfræðileg málefni, sem á fjörur þeirra rekur. Á sama hátt eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðjón Friðriksson í miklu uppáhaldi hjá fjölmiðlungum sem sagnfræðingar. Hvor á sínu sviði samt. Gömul hús í Reykjavík og saga þeirra er sérsvið Guðjóns Friðrikssonar. Auðvitað er þetta allt svolítil einföldun hjá mér og ekki byggt á neinni könnun.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nú skil ég loks skrif þín. Innblástur þinn og brjóstabirtan er komin af miðopnu í Playboy.
En líkar áherslur er hjá okkur í síðustu bloggum, þó ég hafi ekki sökkt mér í lestur á Playboy. Ég var meira fyrir myndmálið ef þú skilur hvað ég á við.
Þessi hagfræðikenning þín held ég að sé alveg rétt enda kominn yfir fimmtugt.
sjá:http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1303214/ um Guðna Th. Jóhannesson
og þetta: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1303145/ um flóttamenn sem sækja stíft til Íslands.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2013 kl. 05:43
Takkóli.
Sæmundur Bjarnason, 19.6.2013 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.