1986 - Engum er Ómar líkur

Þetta með Austurvöllinn og mætingu þar er einskonar atkvæðagreiðsla. Man að ég sótti þónokkra laugardagsfundi hjá Herði Torfasyni þar í miklum kuldum undir lok ársins 2008. Alltaf fjölgaði á fundunum þeim og undir lokin komust ekki næstum því allir fyrir á Austurvellinum sjálfum. Þannig er búsáhaldabyltingin í mínum huga. Fór þó aldrei á Austurvöll til þess eins að skapa hávaða og óttaðist aldrei að uppúr myndi sjóða.

Ýmislegt má að þjóðhátíðarræðu forsætisráðherrans finna. T.d. var Ísland allsekki stéttlaust á þjóðveldisöld. Mér fannst hann þó gefa það í skyn og einnig það að yfirgang og ósanngirni hefðum við aldrei getað sætt okkur við. Lágum við Íslendingar ekki hundflatir fyrir Dönum í margar aldir? Eru þá allar frásagnirnar um maðkaða mjölið og einokunarverslunina tómur hugarburður?

„Orðabók andskotans“, sá ég einhverntíma og finnst flestar orðabækur vera það að mörgu leyti. Þær nota ég samt, bæði stafrænar og prentaðar. Ég kann næstum ekkert í öðrum tungumálum, er slakur í orðmyndunarfræði, en sæmilegur í íslensku. Oft er hægt að nota orðabækur til að skera úr um atriði og hjálpa til við að finna réttu orðin. Þekki greinamerkjareglur alltof lítið, en er allgóður í stafsetningu. Oftrú á reglur, fræðinga og bækur fælir fólk mjög frá rituðu máli, sem er skaði. Tónlist og allskonar hljóð ásamt myndum bæði kyrrum og ókyrrum eru að koma í staðinn fyrir það á ótal mörgum sviðum. Enn er þó kunnátta í því lykill að ótalmörgu. Einangrun í uppeldinu þekkist ekki lengur og hið ritaða mál er á undanhaldi eftir að hafa verið yfirgnæfandi hér á Íslendi alla síðustu öld. Erlendis víða miklu lengur.

„Ég er ekki tilbúinn að leggja mikilvægastu atvinnugrein landsins í rúst af því að einhverjir spekingar geti reiknað út auknar tekjur fyrir ríkissjóð til skamms tíma.

Segir Brynjar Níelsson nýútskrifaður þingmaður á Eyjubloggi sínu. Mér finnst þetta nú ekki mikil speki. Hann er samt tilbúinn til að leggja ýmislegt annað í rúst þar sem aðrir spekingar reikna á mun hæpnari forsendum. Jæja, ég ætla helst ekki að tala um pólitík, langskólanám bætir greinilega ekki hugsun fólks.

Ómar Ragnarsson lenti í flugóhappi í gær. (17. júní) Hann bloggar sjálfur um það og ég hef svosem engu við það að bæta. Segi bara: Engum er Ómar líkur. Eftirfarandi úrklippa er úr DV.

„Ómar hefur áratuga reynslu af flugi og hefur marga fjöruna sopið í þeim efnum. En hefur hann lent í samskonar hremmingum áður? „Já, já. En þetta hefur ekki komið fyrir mig í 26 ár.“

IMG 3315Kaffitár.


mbl.is Lenti í íslenskum hálendisrudda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meðallítftími gjaldmiðla er 27 ár, áður en þeir hrynja. Ómar náði 26 árum án þess að lenda í því að hvolfa flugvél. Samkvæmt þessu er það ágætur árangur.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þig ekki alveg, en það gerir ekkert til.

Sæmundur Bjarnason, 19.6.2013 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband