18.6.2013 | 09:04
1986 - Engum er Ómar líkur
Þetta með Austurvöllinn og mætingu þar er einskonar atkvæðagreiðsla. Man að ég sótti þónokkra laugardagsfundi hjá Herði Torfasyni þar í miklum kuldum undir lok ársins 2008. Alltaf fjölgaði á fundunum þeim og undir lokin komust ekki næstum því allir fyrir á Austurvellinum sjálfum. Þannig er búsáhaldabyltingin í mínum huga. Fór þó aldrei á Austurvöll til þess eins að skapa hávaða og óttaðist aldrei að uppúr myndi sjóða.
Ýmislegt má að þjóðhátíðarræðu forsætisráðherrans finna. T.d. var Ísland allsekki stéttlaust á þjóðveldisöld. Mér fannst hann þó gefa það í skyn og einnig það að yfirgang og ósanngirni hefðum við aldrei getað sætt okkur við. Lágum við Íslendingar ekki hundflatir fyrir Dönum í margar aldir? Eru þá allar frásagnirnar um maðkaða mjölið og einokunarverslunina tómur hugarburður?
Orðabók andskotans, sá ég einhverntíma og finnst flestar orðabækur vera það að mörgu leyti. Þær nota ég samt, bæði stafrænar og prentaðar. Ég kann næstum ekkert í öðrum tungumálum, er slakur í orðmyndunarfræði, en sæmilegur í íslensku. Oft er hægt að nota orðabækur til að skera úr um atriði og hjálpa til við að finna réttu orðin. Þekki greinamerkjareglur alltof lítið, en er allgóður í stafsetningu. Oftrú á reglur, fræðinga og bækur fælir fólk mjög frá rituðu máli, sem er skaði. Tónlist og allskonar hljóð ásamt myndum bæði kyrrum og ókyrrum eru að koma í staðinn fyrir það á ótal mörgum sviðum. Enn er þó kunnátta í því lykill að ótalmörgu. Einangrun í uppeldinu þekkist ekki lengur og hið ritaða mál er á undanhaldi eftir að hafa verið yfirgnæfandi hér á Íslendi alla síðustu öld. Erlendis víða miklu lengur.
Ég er ekki tilbúinn að leggja mikilvægastu atvinnugrein landsins í rúst af því að einhverjir spekingar geti reiknað út auknar tekjur fyrir ríkissjóð til skamms tíma.
Segir Brynjar Níelsson nýútskrifaður þingmaður á Eyjubloggi sínu. Mér finnst þetta nú ekki mikil speki. Hann er samt tilbúinn til að leggja ýmislegt annað í rúst þar sem aðrir spekingar reikna á mun hæpnari forsendum. Jæja, ég ætla helst ekki að tala um pólitík, langskólanám bætir greinilega ekki hugsun fólks.
Ómar Ragnarsson lenti í flugóhappi í gær. (17. júní) Hann bloggar sjálfur um það og ég hef svosem engu við það að bæta. Segi bara: Engum er Ómar líkur. Eftirfarandi úrklippa er úr DV.
Ómar hefur áratuga reynslu af flugi og hefur marga fjöruna sopið í þeim efnum. En hefur hann lent í samskonar hremmingum áður? Já, já. En þetta hefur ekki komið fyrir mig í 26 ár.
Lenti í íslenskum hálendisrudda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Meðallítftími gjaldmiðla er 27 ár, áður en þeir hrynja. Ómar náði 26 árum án þess að lenda í því að hvolfa flugvél. Samkvæmt þessu er það ágætur árangur.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2013 kl. 20:47
Skil þig ekki alveg, en það gerir ekkert til.
Sæmundur Bjarnason, 19.6.2013 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.