1985 - 17. júní

Stundum er sagt að yndi bloggara sé að vera stórorðir og að vera „virkur í athugasemdum“ sé skammaryrði. Ekki vil ég fallast á að slíkt sé undantekningalaust. Ég er enginn sérstakur andstæðingur (andskoti) Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Er samt nokkuð viss um að ein ástæðan fyrir því að hann er með lögheimili einhversstaðar fyrir norðan er sú að þannig getur hann fengið styrk til að halda heimili hér á höfuðborgarsvæðinu. Var ekki umtalað á sínum tíma að lögheimili Árna Matthíassonar væri einhversstaðar fyrir austan fjall? Sjálfsagt hefur það verið af álíka ástæðu. Aðrir gera svipaða hluti, ef þeir hafa aðstöðu til. Ég mundi líka gera það.

Moggabloggsvinsældir eru greinilega nokkrum tilviljunum háðar. Mikilvægt er samt greinilega að linka í mbl.is frétt og hafa fyrirsögnina krassandi. En hvort fréttin verður síðan lesin af mörgum, lifir lengi eða er um mál sem fólk hefur áhuga á, er síðan mörgum breytum háð. Ég sé þetta vel á mínu eigin bloggi. Ef ég linka ekkert eða skrifa jafnvel ekkert þann daginn eru gestir oft vel undir hundraðinu. Ef mér tekst hins vegar vel upp og linka í heita frétt get ég búist við að gestir verði á annað þúsund. Svona er lífið. Ég blogga aðallega fyrir sjálfan mig og fáeina trygga lesendur.

Aðalfréttin í dag verður áreiðanlega um einhver þjóðhátíðar-hátíðahöld. Svo ég get óhræddur linkað í eitthvað þess háttar. Gallinn (raddað) er bara sá að áhuginn á slíkum lestri er kannski ekki mikill. Er samt að hugsa um að prófa.

Það er erfitt (finnst mér) að lesa miklar langlokur. Sumum finnst þó að þeir þurfi að skrifa sem allra mest (t.d. mér) Þessvegna hef ég reynt að venja mig á að skrifa ekki alltof mikið. Það geri ég nú samt en reyni að skrifa ekki alltof mikið um hvert efni fyrir sig. Þetta er mín aðalregla auk yfirlesturs. Svo getur vel verið að ég hafi einhvern ákveðinn rabbstíl sem þessir fáeinu tryggu lesendur mínir kunna vel við.

Ef forsetakosningar væru á morgun er ég ekkert viss um að ÓRG mundi sigra. Svona getur gæfan verið fallvölt. Eftir því sem ráða mátti af sjónvarpsfréttum um daginn er líklegast að þau hjónin skilji. Óli segir þó áreiðanlega ekki af sér, enda ástæðulaust með öllu, þó hann reyni greinilega að kúga Dorrit eins og hann getur. 

Nú er ég farinn að nota eina skeið af sykri í kaffið mitt í stað tveggja áður. Mér er sagt að það sé mjög áhrifaríkt megrunarráð. Næst á dagskrá er að hreyfa sig meira og borða minna, en það getur dregist eitthvað. Um að gera að fara ekki of geyst í hlutina, segja næringarráðgjafar mínir. Og svo getur það verið dálítið erfitt.

IMG 3311Ógnvekjandi krabbi. Sem betur fer dauður.


mbl.is Hátíðardagskrá á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband