1981 - Af hverju sumarþing?

Búast má við að ekkert verði samþykkt á þessu nýbyrjaða sumarþingi, sem ekki hefði alveg eins getað beðið til haustsins.

Varðandi samningaviðræðurnar við ESB er komin upp dálítið einkennileg staða. Ef Nei-sinnar drífa ekki í því að slíta viðræðunum formlega, þ.e.a.s. klára þær (eða klára þær ekki) og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna, er hætt við því að Nei-ið þeirra verði í lausu lofti allt þetta kjörtímabil og kannski gæti aðstaðan og afstaða þjóðarinnar verið orðin önnur þegar því lýkur án þess að ríkisstjórnin eða þeir sem að henni standa ætli sér það.

Hugsanlegt er að það sé hálfgert ómark að segjast bara vera á móti inngöngu. Annars var svo lítið á þetta mál minnst í kosningabaráttunni, að ekki er hægt að segja að kosið hafi verið um það. Já, það er að mörgu að hyggja.

Mér leiðist svo margt, en reyni samt eins og ég get að vera jákvæður. Heldur marklaust er að kommenta bara á fréttir dagsins. Komment á blogginu eru aðeins meira virði finnst mér en fésbókarleg veggjaskrif. Samt er ágætt að eiga þar samskipti við þá sem það vilja og í raun ómetanlegt.

Get því miður ekki fallist á annað en að Illugi Gunnarsson tali gegn eigin sannfæringu þegar hann segist vilja að sú breyting verði gerð að alþingi kjósi stjórn Ríkisútvarpsins. Það er nýbúið að breyta þessu og ástæðulaust að vera með læti til að breyta því aftur til fyrra horfs. Stjórnarandstöðunni er trúandi til að grípa til málþófs strax útaf þessu máli. Það er hefð fyrir því að rífast hatrammlega um svona mál þó þau skipti ekki neinu meginmáli.

Það er alveg svaðalegt þetta með Svaðastaðakynið. Verst að ég man bara ekkert hvað það var.

Nú er ég að hugsa um að fara í alvarlega lífsstílsbreytingu og hætta að sitja svona mikið við tölvuræksnið. Búinn að breyta ýmsu öðru en tími samt ekki að minnka matarskammtinn mikið, því ég er svo góður við sjálfan mig.

Öfunda þá sem aldrei efast um að næstum allt sem þeir gera sé það allra réttasta og besta. Reyndar þurfa ráðherrar á því að halda að halda (sér saman) að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér. Yfirráðherrar ekki síst.

Þó ég sé analfabeti í öllu sem snertir söng og tónlist, hefði ég örugglega gaman af að fylgjast með einvígi milli Indversku prinsessunnar og geltandi frosksins. (Sjáið bara bloggið hjá Jens Guð ef þið efist eitthvað um að svona megi taka til orða.) Já, ég er að tala um Leoncine og Bubba Morthens.

IMG 3241Hér var hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband