1977 - Ekki hægt að linka í neitt

Nei, ég er svosem ekkert hættur að blogga. Þið losnið ekki svo auðveldlega við mig. Hef bara haft svolítið öðrum hnöppum að hneppa undanfarna daga.

Á föstudaginn fór ég alla  leið norður á Akureyri í jarðarför. En ræðum ekki meira um það. Á laugardaginn var svo ættarmót og svo kom dóttir tengdadóttur minnar frá Bandaríkjunum á föstudagsmorguninn með tvo litla krakka, og þó þau sé alls ekki hér þá hefur þetta ásamt ýmsu öðru orðið til þess að ég hef lítið bloggað.

Í framhaldi af ættarmótinu fór ég svo að hugsa um ýmislegt í því sambandi. Eiga t.d. ættarmót jarðarfarir, fésbók og gamli sveitasíminn eitthvað sameiginlegt? Og ef svo er, þá hvað?

Markmiðið margra er að klikka, klikka og klikka sem allra mest. Já, ég er að tala um músaklikk. Kannski eru klikkin samt að verða úrelt og markmiðið að pota sem allra mest, hraðast og nákvæmast í skjáinn sjálfan. Veit ekki hvað kemur næst. Tölvan í gleraugunum, talað við tölvuna eða kannski eitthvað annað. Ef ekki er hægt að klikka með því, pota í það, sparka í það, hrópa á það eða æpa, þá er það eiginlega ómark og að engu hafandi. Bækur eru t.d. upphaflega gerðar til að lesa lesa þær. Bráðum nennir enginn að ómaka sig við þannig vitleysu. Pikk á leturborð getur kannski gengið í einhvern tíma, en skriftarkennslu í skólum veður hætt. Einhverjir kunna kannski í framtíðinni að skrifa með höndunum, en það verður álíka sjaldgæft handverk og nú er að hlaða streng.

Are you a robot? Á eftir má svo fylgja reitur sem augljóslega á að merkja í. Þetta mætti prófa að hafa á eftir t.d.blogg-greinum til að koma í veg fyrir að tölvurnar fari að tala hver við aðra í athugasemdakerfum og skilji okkur mannfólkið útundan og geri okkur óþörf. Kannski þarf eitthvað flóknara á eftir svo mannfólkið skilji hvað átt er við. Tölvurnar gera það örugglega.

Þó ljótt sé að henda mat og varasamt að borða bara til að þurfa ekki að henda honum er ekki þar með sagt að megrunarkúrar séu auðveldir. Ef svo væri mundu flestir borða eins og hestar en vera samt þvengmjóir. Megrunarkúrar byggjast á því að borða lítið. Flestir borða samt alltof mikið og það er langt frá því að vera auðvelt að hætta því. Ekki er þess lagt að bíða að tölvur stjórni öllu sem við innbyrðum. Þjáfarar og næringarráðgjafar verða að mestu óþarfir. Læknar jafnvel líka. Svonalagað verður auðvitað bara í boði fyrir þá ríku. Þannig er það alltaf. En við erum það sem betur fer. Þeir sem fátækir eru og vitlausir geta bara étið það sem úti frýs.

Nú er eitthvað umliðið frá láti Hemma Gunn og því óhætt fyrir mig að minnast á hann. Þegar ég vann uppá Stöð 2 tókum við báðir þátt í nokkrum hraðskákmótum. Þá fannst mér það dálítið hart aðgöngu að hann skyldi vera betri í skák en ég. A.m.k. vann ég hann aldrei. Mér fannst að hann hefði svo margt annað fram yfir mig að hann þyrfti ekki á því að halda.

IMG 3208Slanga. Þó ekki eiturslanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband