1972 - ESB

Það er komin ný skilgreining á stjórnarandstöðu. Þeir sem eru kátir og hressir (eins og Simmi og Bjarni eftir að þeir fengu völdin) eru stuðningsmenn stjórnarinnar. En allir sem eru fúlir á móti eru andstæðingar hennar. Víxla má þessu að vild, þannig að allir sem láta í ljós neikvæðni eða gagnrýni séu andstæðingar nýju stjórnarinnar eða þannig. Kannski er þetta ekki alveg svona einfalt og verið getur að þeir verði ekki sjálfkrafa stuðningsmenn stjórnarinnar sem verður það á að brosa eða vera í góðu skapi.

Það er enginn friður fyrir þessari árans fésbók. Nú er hún komin vel á veg með að fylla pósthólfið mitt. Reyndar fer ég mun oftar á fésbókina en ég skoða póstinn. Þetta Internet-rugl allt saman er alveg að gera mig gráhærðan. Nú, er ég gráhærður fyrir? Jæja, það verður að hafa það.

Fáein orð um Evrópusambandsaðild. Agli Helgasyni varð það á að segja í bloggi sínu að það væri rugl að tala um að aðlögunarviðræður við Evrópusambandið stæðu yfir. Afleiðingin var mikið og langt athugasemdaskott. Ekki á ég von á neinu slíku hér enda er ég enginn Egill Helgason.

Mín skoðun er samt þessi: Allir dómstólar væru óþarfir ef lög væru jafn ótvíræð og nei-sinnar vilja halda fram að einhver klausa á ensku um aðildarviðræður sé. Þessa klásúlu er vissulega hægt að skilja á þann veg að um ekkert sé að semja. Þessvegna hafa nei-sinnar fundið upp orðið sem Egill Helgason minntist á og nota það óspart í áróðri sínum.

Það er að vísu alveg rétt hjá Atla Harðarsyni skólameistara á Akranesi í grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu að ef aðildarviðræðum yrði haldið áfram nógu lengi þá gæti sú staða einhverntíma komið upp að meirihluti þjóðarinnar yrði hlynntur aðild.

Þessvegna væri ekkert óeðlilegt við það að aukin pressa yrði sett á að hraða viðræðunum svo hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Auðvitað eru mestar líkur á að aðild yrði felld, bæði þar og á alþingi. Það mundi samt hreinsa talsvert andrúmsloftið ef slíkt yrði gert.  

Athyglisvert er að ekki er á neinn hátt tekið af skarið um Evrópusambandsviðræðurnar í nýbirtum stjórnarsáttmála. Miklu máli skiptir hvort viðræðunum er slitið eða þeim frestað.

IMG 3193Hús í byggingu.


mbl.is Lítil verðbólga og áfram samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband