1956 - Forsendubrestur

 

 

Myndina hérna fyrir ofan tók ég af netinu. Sjálfsagt er margfaldur höfundarréttur á þessari fínu mynd. Margt má segja um vísitölu neysluverðs. Jafnvel væri hægt að segja ýmislegt um forsendubrestinn sem þarna er minnst á. Líklega birtist þessi mynd upphaflega í Vef-Þjóðviljanum um daginn, en hún er nokkuð dæmigerð fyrir það sem ég hef oft kallað (a.m.k. með sjálfum mér) línuritslygi. Auðvitað er samt nákvæmara að kalla þetta súlurit og þau eru mjög vinsæl. Að sjálfsögðu er verið að leitast við að sýna vísitöluhækkunina sem varð 2008 í því ljósi að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega mikil. Munurinn á þeirri vísitöluhækkun og mörgum öðrum er einkum sá að laun hækkuðu ekki þá. Eiginlega finnst mér að segja megi að sé vitnað í tölur í stjórnmálaumræðu þá sé yfirleitt verið að ljúga. Hressilegasta lygin er oft línuritslygin.

Alveg er það merkilegt hvað það er fátt og lítið sem maður kemur í verk á hverjum degi. Kannski er það aldurinn sem veldur þessu.  Var að hugsa um að fara að spila VGA-planets á netinu en finnst það svo flókið og erfitt að ég er alveg að gefast upp á því. Get vel trúað að mörgum þyki skák flókin og erfið, en mér þykir það ekki. Finnst það ekkert sérstakt álag að tefla svona 40-60 bréfskákir samtímis, en þætti eflaust erfitt og vandasamt að spila 10 VGA-planets leiki samtímis. Þó er ekkert útilokað að sumt rifjist upp fyrir manni þegar maður kynnist leiknum betur. Margt mætti skrifa um VGA-skjái og EGA-skjái en ég nenni því ekki núna.

Kannski hefjast alvöru stjórnarmyndunarviðræður nú um helgina. Þó getur vel verið að stjórnarmyndun verði erfið að þessu sinni. Ekki held ég að Bessastaðabóndanum muni leiðast það. Getur verið oft í fréttunum og jafnvel heimsfréttunum og látið eins og hann stjórni öllu hér. Annars finnst mér menn hafa róast talsvert eftir að kosningarnar voru yfirstaðnar. Helst af öllu langar mig að hætta með öllu að skrifa um pólitísk málefni, en hvað á ég þá að skrifa um? Eitthvað hlýtur að falla til. 

Það er heldur engin ástæða að vera að blogga næstum á hverjum degi eins og ég geri. Það er bara svo erfitt að hætta þessum fjára. Ég er að mestu hættur að láta fréttir hafa mikil áhrif á mig. (Reyni það a.m.k.) Enda er algjör óþarfi að fara uppá háa C-ið oft á dag. Og neikvæðu fréttirnar eru stundum svo yfirþyrmandi að best er að loka á umhugsun um þær. Æ, skelfing er þetta að verða lélegt blogg hjá mér. Myndin sem ég stal af Vefþjóðviljanum er eiginlega besti hluti þess. Talað mál og ritað er alveg að verða úrelt. Myndmálið er það sem blívur. Ég er bara svo gamall (bæði í hettunni og annars staðar) að ég get ekki stillt mig um skrifelsið.

The Linux desktop is already the new normal http://www.infoworld.com/d/open-source-software/the-linux-desktop-already-the-new-normal-217818

Þetta er ágæt fyrirsögn en er þetta virkilega svona? Kannski Windows tölvur séu raunverulega á undanhaldi. Allt er breytingum undirorpið. En er Linux virkilega að taka yfir eða er hann bara biðleikur og í rauninni bara verið að bíða eftir að „Android-kerfið“ verði fullorðið?

IMG 3059Í heita pottinum.


mbl.is Bandaríkjaher Android-væddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu með slóð á VGA planets?

benni 4.5.2013 kl. 21:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

planets.nu

Sæmundur Bjarnason, 5.5.2013 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband