28.4.2013 | 15:23
1951 - Úrslitin liggja fyrir
Allir eru að rembast við að vera normal. Er ekki bara betra að vera ónormal? Ætti ég ekki að prófa það? Hvernig ætti ég þá að byrja? Allir eru talsvert ónormal í dag. (Skrifað í gær) Enda er ónormalt að vera að kjósa um fjórflokkinn. Hann stjórnar hvort eð er öllu. Kannski fjalla kosningarnar mest um það hverjum á að hygla og hverjum ekki. Þeir sem óþekkir eru við AðalFlokkana þarf að setja einhvers staðar á bás þar sem þeir valda litlum skaða. Þannig finnst mér hugsunin vera. En hverjir eru óþægastir? Það kemur í ljós í kosningunum í dag. Óþekktin er að aukast. Það sýnir fjöldi framboða. Allir vilja vera óþekkir við fjórflokkinn. En ég held að nægilega margir kjósi hann samt. Ef hætta er á að menn fari að yfirgefa hann í stórum stíl verður að setja undir þann leka.
Hvað er mold? Ánamaðkaskítur? Einu sinni var reynt að telja mér trú um það. En ég efast. Alveg eins og Atli Harðarson heimspekingur hefur kennt mér þá efast ég um næstum allt. Auðvitað er til lítils að efast um einhvern tittlingaskít. Nær er að efast um eitthvað stórvægilegt. T.d. um eigin tilveru. Já, en ég geri það einmitt. Alveg fram í fingurgóma.
Ort í Fossvoginum.
Skokkarar hér skokka um
með skynsemina í bandi.
Halda í taum á hundunum,
sem hala þá að landi.
Virkjaði í gærmorgun adblock-ið á Chrome-vafranum mínum og tókst að blokkera alveg út bloggið mitt og gat hvorki lesið það né skrifað nýtt. Komst framúr þessu fyrst með því að nota annan vafra og svo tókst mér að ógilda blokkunina. Það sem þetta kennir mér er að fara varlega í að fikta mikið í tölvunni.
Var að skoða nýja netútgáfu af VGA-planets leiknum. Hver veit nema ég fari að spila hann aftur. Man að hér áður og fyrr þegar ekki var einu sinni búið að finna upp vafrana þá spilaði ég VGA-planets nokkuð mikið. Blöskraði undir það síðasta hve mikið verk var fólgið í hverjum leik. Nú er þetta orðið miklu einfaldara sýnist mér.
Nú eru kosningarnar næstum búnar. Verið að rembast við að telja atkvæðin. Er að vona að Píratar nái inn á þingið þó síðustu tölur bendi ekki til þess. Eitt af því merkilegasta við úrslit þessara þingkosninga er að fullljóst er nú að fólk kærir sig lítið um miklar breytingar á stjórnarskránni. A.m.k. er það ekki framarlega í forgangsröðinni hjá flestum. Þó er ekki annað að sjá en mikill meirihluti sé fyrir sumum ákvæðum nýju stjórnarskrárinnar. Annað afar merkilegt í sambandi við þessar kosningar er að allir (nema helst aumingja Samfylkingin) hafa í þessum kosningum unnið stórsigur. Ekki síst hafa litlu flokkarnir unnið stórsigur í þeim. Kannski einkum í því að koma saman framboðslistum. En sigur samt.
Úrslitin liggja fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.