1938 - Stormsker

Ekki verður það af Sverri Stormsker skafið að orðhagur er hann.  http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/1292855/?fb=1 Hann bloggar bara alltof sjaldan. (Ég hinsvegar sennilega alltof oft – hvort ætli sé verra?) Eflaust nær þetta blogg hans talsverðum vinsældum. Ég rakst á upplýsingar um það á fésbókinni, en hlutirnir eiga það til að hverfa svo hratt þar að ég ákvað að setja link hérna. 

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins blogga líka að sjálfsögðu um nýjustu tíðindin úr þeim herbúðum: http://blog.pressan.is/karl/2013/04/12/borgarastyrjoldin/#.UWgsjevBYeY.facebook og það sá ég líka á fésbókinni.

Er hún að verða aðalvettvangurinn? Ég bara spyr. Moggabloggið er greinilega fallið í ónáð eftir að Davíð gerði sjálfan sig að ritstjóra Moggans – eða fékk réttu mennina til þess.  Kosningaskjálftinn er greinilega að magnast.

Ekki hafði ég rétt fyrir mér varðandi Bjarna Benediktsson, enda er það svosem ekki vaninn. Nú segi ég bara að þetta hafi verið tilraun Bjarna til að hertaka umræðuna frá Sigmundi Davíð hjá Framsókn. Annars stóð Bjarni sig svosem ágætlega í sjónvarpsyfirheyrslunni margfrægu. Samt er varla líklegt að þetta mál skipti sköpum í sambandi við úrslit kosninganna

Ég ætla að reyna að skrifa um eitthvað annað en kosningar ef ég mögulega get. Mér leiðist líka að þurfa alltaf að vera að leita að fréttum til að linka í á mbl.is svo ég er hættur því. Kannski geri ég það samt ef ég sé að ástæðu til þess.

Mér finnst ég þó blogga svo sjaldan um fréttir dagsins að mér finnst ekki líklegt að þetta með linkinn verði algengt,

Trölladyngja.IMG 2987


mbl.is Bjarni heldur áfram sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Trölladyngja er lengst til hægri, vinstra megin við hana er Grænadyngja. Hvorugt fjallið er dyngjulegt, hvað sem það nú er. Sú gærna er hvít og ekkert tröll í hinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2013 kl. 14:51

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

já, einmitt. Dyngja þarf reyndar ekki endilega að vera dyngja, er það? Fjallanöfn geta oft verið skemmtileg. Það fyndasta sem ég man eftir er "Stélbrattur".

Sæmundur Bjarnason, 14.4.2013 kl. 23:58

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, ég hef gengið yfir Stélbratt, lítið fell skammt frá Hveravöllum. Ekki nánda nærri eins fyndið eins og örnefnið gefur til kynna. Háaþúfa finnst mér líka dáldið spaugilegt örnefni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.4.2013 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband