1930 - Ný fuglaflensa o.fl.

Ekki er nóg með að Norður-Kórea ógni heimsfriðnum með kjarorkuvopnum, heldur berast nú frá Kína upplýsingar um nýja og skæða fuglaflensu sem breiðst gæti út með ógnarhraða. Best er sennilega fyrir hinn óbreytta Vesturlandabúa að hlusta lítið á alla þessa austrænu heimsendaspádóma.

Hingað til hefur verið samræmi á milli þeirra talna sem birtast á vinsældalista  Moggabloggsins og þess súlurits sem er við hliðina á því á stjórnborðinu. Nú er það fyrir bí. Þannig hefur það verið í nokkra daga. (Já, ég er alltaf að kíkja á vinsældirnar.) Ekki er einu sinni svo (virðist mér) að súluritið sé alltaf hærra eða alltaf lægra heldur virðist það geta verið allavega. Mér dettur í hug að ef einhver sem leiðrétt getur þetta og þessar línur sér, þá væri rétt að athuga það. Er annars nokkuð sama. Það hafa fyrr komið undarlegar tölur þarna. Samt treystir maður þessu og lætur það hafa áhrif á sig.

Þegar talað er um fjórflokkinn er venjulega átt við Framsókn, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Vinstri græna. Skil vel það fólk sem velur Framsókn helst af þessum fjórum flokkum. Margir vinstri menn (og auðvitað hægri menn ekki síður) álíta að þeir flokkar sem verið hafa í ríkisstjórn undanfarin fjögur ár eigi ekki skilið að fá fylgi sitt endurnýjað. Ef velja skal á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks (þ.e. ef fólk vill alls ekki yfirgefa fjórflokkinn, sem er auðvitað skiljanleg vanafesta) er ekkert einkennilegt við það að Framsóknarflokkurinn verði fremur fyrir valinu.

Einn er sá Moggabloggsmaður sem skrifar af miklu viti um pólitík (finnst mér) og það er Ómar Ragnarsson. http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/ og ég hvet alla sem hingað flækjast til að kynna sér bloggið hans. Sérstaklega finnst mér það skemmtilegt sem hann segir um „Ófeig“. Ekki er ég hissa þó hann sé efstur á vinsældalista Moggabloggsins. (400 listanum). Veit samt ekki hvað hann kemur til með að kjósa. Líklega Samfylkinguna þó.

Góðir hlutir gerast hægt.Vitundarvakning sú sem Inernetið er að valda um allan heim verður með tímanum áhrifameiri en nokkur bylting hefur nokkru sinni verið. Ég hika oft ekki við að skipta fólki í hægri og vinstri enda er það á margan hátt eðlileg skipting. Á meðan andstæðingar frjálsra upplýsinga um næstum allt mögulegt fela sig á bak við stór fjölþjóðafyrirtæki og lyfjarisa hvers konar, mun allur sá fjöldi netverja sem umfram allt vill opna og skilvirka stjórnsýslu grafa undan þeim þröngsýnu í fjórflokkum hvers lands sem flestu eða öllu stjórna í raun. Í fyrstunni hefur það kannski ekki mikil áhrif á stjórnmálin, en mikill fjöldi af ungu fólki fylgir þessari stefnu og mun ekki gefast upp og þeirra baráttumál sigra auðvitað að lokum. Kjósið píratana.

Ekki hvarflar að mér að kjósa neinn af fjórflokkunum. Kjósa mun ég þó og gæta þess að ógilda ekki atkvæði mitt.

Að flugfarþegar verði rukkaðir eftir þyngd er sennilega það sem koma skal. Lengi hefur tíðkast að láta hvern flugfarþega hafa með sér vissa þyngd af farangri og rukka jafnt fyrir það sem framyfir er. Að einhverju marki er hægt að nota þetta um fólk líka þó viðkvæmara geti það orðið. Margar aðferðir væri hægt að nota og gæta þarf þess að móðga fólk ekki með þessu. Ósanngjarn getur munur á þyngd orðið þar sem miklu getur munað á kostnaði flugfélagsins eftir þyngd og umfangi farþeganna. Fullkomnum jöfnuði er þó líklega ekki hægt að ná í þessu efni.

IMG 2922Tré á verði.


mbl.is Finna þarf sökudólginn fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband