1924 - Gerir vonandi ekki mikið af sér fram að kosningum

Dálítið er ég hræddur um að örvænting grípi Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn nú á næstu dögum (Hafa nefnilega haldið sig vera aðalflokka landsins.) Engin sérstök ástæða er til að halda að skoðanakannanir séu ómark. Tíðinda gæti því verið að vænta. Báðir flokkarnir eru nánast í frjálsu falli.

Framsóknarflokkurinn má vel við una og gerir það eflaust. Vinstri-grænir hafa alltaf verið smáflokkur og munu líklega verða það áfram. Þeim hefnist áreiðanlega fyrir að svíkja sín helstu stefnumál. Hvort pínulitlu framboðin fái mann eða menn á þing er aðalspurning yfirvofandi kosninga.

Það er með öðrum orðum útlit fyrir að fjórflokkurinn (og varadekkið - BF) haldi áfram að stjórna landinu eins og hingað til. Litlu máli skiptir hvað flokkarnir kallast. Spillingunni og einkavinavæðingunni verður haldið áfram. Hrossakaupin og kjördæmapotið verða áfram talin til dyggða. Stjórnarskrármálið er endanlega úr sögunni. Útgerðarmenn eiga enn fiskinn í sjónum og ríkisstjórnin er greinilega minnihlutastjórn sem semur um að það eitt að fá að tóra í nokkra daga í víðbót. Já, þetta er ógeðslegt.

Þó illa hafi verið stjórnað er ekki hægt að neita því að lífskjörin hafa batnað talsvert á undanförnum áratugum. Eða allt frá heimsstyrjöldinni síðari. Hugsanlega er það ekki nema að litlu leyti okkur sjálfum að þakka. Lengst af höfum við verið undir verndarvæng annarra.

Æ, ég er orðinn leiður á pólitík. Ekki held ég að sjónvarpsútsendingin frá umræðum á alþingi geri neinum gagn. Þó væri eflaust slæmt að missa hana. Þingmenn þreytast aldrei á að fullyrða að þeir séu ekki nærri eins vitlausir og útsendingin gefur til kynna. Starf þeirra sé að mestu unnið í kyrrþei. Ja, svei. Kannski rífast þeir minna á nefndarfunum en samt eru þeir á flestan hátt misheppnaðir og óhæfir. Leiðinlegt að horfa uppá æðstu stofnun þjóðarinnar lúta svona lágt.

En áfram munu Íslendingar láta smána sig og sætta sig við þessi úrhrök. Þræla munu þeir í þágu þeirra ríku og láta láta hirða af sér afrakstur vinnunnar. Ekkert getur hróflað við ofurvaldi peninganna. Bankarnir munu búa þá til með ýmsum ráðum og eftir sínum þörfum og gera það sem þeim sýnist við þá.

IMG 2908Slys.


mbl.is Fundum Alþingis frestað í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gerðist einu sinni íi Afríkuríki að efnt var til kosninga. Það sem um var að velja var hvort þáverandi einræðisherra sæti áfram að völdum eða konan hans. FÁIR mættu og mótmæltu þar með þessum fáránlegu kosningum. Fjöldi þeirra sem ekki mættu var talinn styrkur stjórnarandstöðunnar.
Þeir sem sitja heima þegar fáránleikinn er auðsær eru atkvæði hér sem og og í Afríku.Atkvæði sem segja sögu.

Kolli 28.3.2013 kl. 15:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, mér finnst ekki hægt að heimfæra þessa sögu uppá það sem gerðist hér. Mér finnst líka að þú hefðir átt að setja nafn þitt undir þessa skoðun. Kannski hefur þetta bara farið óvart hingað, en með því að klikka á 16 mínúturnar gat ég vel séð hvaðan þetta kom.

Sæmundur Bjarnason, 28.3.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband