28.3.2013 | 05:28
1924 - Gerir vonandi ekki mikið af sér fram að kosningum
Dálítið er ég hræddur um að örvænting grípi Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn nú á næstu dögum (Hafa nefnilega haldið sig vera aðalflokka landsins.) Engin sérstök ástæða er til að halda að skoðanakannanir séu ómark. Tíðinda gæti því verið að vænta. Báðir flokkarnir eru nánast í frjálsu falli.
Framsóknarflokkurinn má vel við una og gerir það eflaust. Vinstri-grænir hafa alltaf verið smáflokkur og munu líklega verða það áfram. Þeim hefnist áreiðanlega fyrir að svíkja sín helstu stefnumál. Hvort pínulitlu framboðin fái mann eða menn á þing er aðalspurning yfirvofandi kosninga.
Það er með öðrum orðum útlit fyrir að fjórflokkurinn (og varadekkið - BF) haldi áfram að stjórna landinu eins og hingað til. Litlu máli skiptir hvað flokkarnir kallast. Spillingunni og einkavinavæðingunni verður haldið áfram. Hrossakaupin og kjördæmapotið verða áfram talin til dyggða. Stjórnarskrármálið er endanlega úr sögunni. Útgerðarmenn eiga enn fiskinn í sjónum og ríkisstjórnin er greinilega minnihlutastjórn sem semur um að það eitt að fá að tóra í nokkra daga í víðbót. Já, þetta er ógeðslegt.
Þó illa hafi verið stjórnað er ekki hægt að neita því að lífskjörin hafa batnað talsvert á undanförnum áratugum. Eða allt frá heimsstyrjöldinni síðari. Hugsanlega er það ekki nema að litlu leyti okkur sjálfum að þakka. Lengst af höfum við verið undir verndarvæng annarra.
Æ, ég er orðinn leiður á pólitík. Ekki held ég að sjónvarpsútsendingin frá umræðum á alþingi geri neinum gagn. Þó væri eflaust slæmt að missa hana. Þingmenn þreytast aldrei á að fullyrða að þeir séu ekki nærri eins vitlausir og útsendingin gefur til kynna. Starf þeirra sé að mestu unnið í kyrrþei. Ja, svei. Kannski rífast þeir minna á nefndarfunum en samt eru þeir á flestan hátt misheppnaðir og óhæfir. Leiðinlegt að horfa uppá æðstu stofnun þjóðarinnar lúta svona lágt.
En áfram munu Íslendingar láta smána sig og sætta sig við þessi úrhrök. Þræla munu þeir í þágu þeirra ríku og láta láta hirða af sér afrakstur vinnunnar. Ekkert getur hróflað við ofurvaldi peninganna. Bankarnir munu búa þá til með ýmsum ráðum og eftir sínum þörfum og gera það sem þeim sýnist við þá.
Fundum Alþingis frestað í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það gerðist einu sinni íi Afríkuríki að efnt var til kosninga. Það sem um var að velja var hvort þáverandi einræðisherra sæti áfram að völdum eða konan hans. FÁIR mættu og mótmæltu þar með þessum fáránlegu kosningum. Fjöldi þeirra sem ekki mættu var talinn styrkur stjórnarandstöðunnar.
Þeir sem sitja heima þegar fáránleikinn er auðsær eru atkvæði hér sem og og í Afríku.Atkvæði sem segja sögu.
Kolli 28.3.2013 kl. 15:21
Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, mér finnst ekki hægt að heimfæra þessa sögu uppá það sem gerðist hér. Mér finnst líka að þú hefðir átt að setja nafn þitt undir þessa skoðun. Kannski hefur þetta bara farið óvart hingað, en með því að klikka á 16 mínúturnar gat ég vel séð hvaðan þetta kom.
Sæmundur Bjarnason, 28.3.2013 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.