7.3.2013 | 13:43
1901 - Stjórnarskráin
Sennilega er Gumma Steingrímsblađran sprungin. Líklega hefđi ţeim veriđ nćr ađ setja Jón Gnarr ofar á listann. Breytingin frá borgarmálefnum yfir í landsmálin tekst samt ekki nćrri alltaf. Um ţađ getur Ingibjörg Sólrún eflaust vitnađ. Eina ályktunin sem ég dreg af síđustu atburđum er ađ styđja ekki fjórflokkinn undir neinum kringumstćđum og ţó Guđmundur Steingrímsson og Róbert Marshall vilji kalla sig menn bjartrar framtíđar hugsa ég um ţá á mjög svipađan hátt.
Verulegur hiti virđist vera ađ fćrast í stjórnmálin núna á lokasprettinum og er ţađ ađ vonum. Mér finnst tillöguna um vantraust á ríkisstjórnina skorta allan tilgang. Tilvera hennar ein (ekki hugsanleg samţykkt) virđist eiga ađ hrćđa fólk frá ţví ađ fresta afgreiđslu stjórnarskárinnar. Verđi stjórnarskráin samţykkt í heilu lagi núna, eins og margir virđast vilja, setur ţađ mikla pressu á nćsta ţing um ađ gera ţađ einnig. Jafnvel er hugsanlegt ađ svo verđi ţó andstćđingar nýju stjórnarskrárinnar sigri í kosningunum.
Útlit er fyrir ađ ţingmennirnir ţurfi fljótlega ađ taka ákvörđun um hver örlög stjórnarskrármáliđ á ađ fá. Sú ákvörđun gćti haft áhrif á kosningarnar í vor. Annars er sá helsti lćrdómur sem virđist mega draga af skođanakönnunum ţeim sem birtar hafa veriđ undanfariđ ađ sveiflurnar séu stćrri en venjulega. Ţađ gćti bent til ţess ađ áhugi almennings á stjórnmálum hafi aukist međ Hruninu.
Veđriđ hefur leikiđ höfuđborgarbúa nokkuđ grátt undanfariđ. Eina huggun ţeirra er ađ ekki er líklegt ađ snjór og frost verđi viđvarandi úr ţessu. Voriđ kemur einhverntíma. Nú er klukkan rúmlega átta á fimmtudagsmorgni og nćstum orđiđ albjart. Svolítiđ rok virđist vera og fremur kalt en ţó alls ekki afleitt veđur.
Já, ţađ er međ ólíkindum hvađ ég er duglegur ađ blogga. Og ţađ án ţess ađ segja nokkuđ merkilegt. Eiginlega er ţetta bara rabb hjá mér. Sjálfum finnst mér ţó ađ ég hafi skođanir á flestu. Ađrir eru bara ekki sammála mér. Hef líka dálitla andsyggđ á ţví ađ menn taki stćrra uppí sig en ástćđa er til. Ţeir sem virkir eru í athugasemdum gera ţađ ţó oft. Sjálfur er ég ekki mjög virkur í athugasemdum en forđast ţćr samt ekki međ öllu. Athugasemdir viđ bloggiđ mitt eru yfirleitt fremur fáar núorđiđ. Veit ekki hvort ég á ađ gleđjast eđa hryggjast yfir ţví. Allmargir virđast ţó lesa ţađ ef trúa má Moggabloggstölunum.
Man vel eftir ţví ţegar ég kynntist tölvum og tölvuleikjum fyrst. Ţađ hefur veriđ fyrir 1978. Kynntist ţeim ţó betur eftir 1980. Ţađ fyrsta af slíku tagi sem ég man eftir var einskonar borđtennisleikur sem leikinn var á sérstakri leikjatölvu. Eftir 1980 komu síđan Space Invaders og Pacman. Man vel eftir ćvintýraleiknum Pirate Cove. Man síđan vel eftir Wolfenstein, Tetris, Doom, Donkey Kong og mörgum fleiri. Umfjöllun og jafnvel afrit af öllum ţessum leikjum og mörgum öđrum er á Internetinu. Hef bara ekki skođađ ţađ.
Sennilega er erfitt ađ komast lengra í öfga-hćgrinu en Jón Valur Jensson gerir. Svona fer hann ađ ţví komast hjá athugasemdum:
Nafnlausar athss. ókunnra verđa fjarlćgđar af ţessum vef, einnig dónalegar eđa óheflađar persónuárásir, guđlast, landráđatillögur og árásir á lífsrétt ófćddra. Athss. fjalli um mál vefsíđu. Áskil mér rétt t.a. gera hlé á umrćđum frá miđnćtti.
Eflaust hafa einhverjir veriđ ađ bögga hann, en ţađ er vel hćgt ađ losna viđ hrekkjalóma međ öđrum hćtti en ţessum. Einu sinni var ég bloggvinur Jóns ţessa og hann hefur svosem skrifađ í athugasemdadálkinn hjá mér. Margt fleira er einkennilegt á Moggabloggsvef hans og ég hvet ţá sem hafa áhuga á honum til ađ kíkja ţangađ.
Leiđ milli Dalbrekku og Auđbrekku.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.