1899 - Líf ríkisstjórnarinnar í lausu lofti

Ég sé fram á þýðingarmikla umræðu og sennilega atkvæðagreiðslu í þinginu á morgun miðvikudag. Um hvað hún verður nákvæmlega veit ég ekki. Líf ríkisstjórnarinnar og stjórnarskrármálið allt verður hugsanlega undir í þessari atkvæðagreiðslu.

Svo virðist sem ágreiningur sé mikill í Samfylkingunni og e.t.v. fleiri flokkum. Sagt er að Ásta Ragnheiður forseti þingsins, Árni Páll Árnason formaður flokksins og Kristján Möller fyrrverandi samgönguráðherra séu andvíg stjórnarskármálinu og ætli að koma í veg fyrir að það verði samþykkt.

Miðvikudagurinn í þessari viku verður semsagt spennandi. Allavega verður sjónvarpsútsendingin frá þingfundinum þá meira spennandi en venjulega. Sá einhversstaðar að kosningarnar verði 27. apríl. Ekki nenni ég að halda mig á háa C-inu þangað til. Einhverjir gera það samt og ég vorkenni frambjóðendum og þingmönnum það ekkert. Árni Páll ætlar að funda með einhverjum háttsettum fjórflokksmönnum í dag (þriðjudag) og búast má við að sá fundur skipti máli fyrir pólitíska framtíð hans.

Kannski skiptir hann líka máli fyrir fleiri, en ekki fyrir mig eða nokkuð marga sem ég þekki. Undir engum kringumstæðum mun ég kjósa þetta hyski í komandi kosningum. Þvert um geð er mér einnig að kjósa ekki.

Ætli ég taki mig ekki bara til og kjósi Pírataflokkinn hennar Birgittu. Þar eru stefnumálin nokkuð á hreinu. Ný stjórnarskrá, breytingar á höfundalögum, opin stjórnsýsla, þjóðaratkvæðagreiðslur og óhamið Internet. Veit ekkert hvort þar er einhver ESB afstaða og ætla ekki að spyrja. Hagsmunasamtök heimilanna kannast ég ekkert við og hef aldrei heyrt nefnd á nafn.

IMG 2706Ekki er hægt að fara upp tröppur á reiðhjólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú þykir mér týra.  Sæmundur farinn að tala eins og sjálfstæðismaður í Grafarvogi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.3.2013 kl. 10:10

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þó ég segi "hyski" er ekki þar með sagt að ég sé eins og Sjálfstæðismaður í Grafarvogi. Er það annars skammaryrði? Og hvar eru broskallarnir. Sé þá ekki. :)

Sæmundur Bjarnason, 5.3.2013 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband