4.3.2013 | 23:05
1898 - Árni Páll
Fyrir allmörgum áratugum síðan heyrði ég fyrst af merkilegri tillögu varðandi alþingiskosningar. Hún var sú að kjósendur fengju það kostaboð að geta (í stað fjórflokksins) fengið að kjósa auða stóla á alþingi. Sjálfkrafa væru þeir að móti öllu. Ekki man ég útfærsluna nákvæmlega, en hugmynd er þetta.
Einhvernveginn þarf að losna undan ofurvaldi þeirra afla sem ráða í flokkunum. Búið er að ganga þannig frá málum að smáflokkar eiga svotil enga möguleika til neins. Þeir sem óánægðir eru með fjórflokkinn sameinast aldrei. Þessvegna var óhætt að stöðva og eyðileggja kvótafrumvarpið (með aðstoð Steingríms) og nú er Árni Páll notaður til að eyðileggja tilraunina með nýja stjórnarskrá. Að mörgu leyti er þetta leiftur liðinna tíma. Er Árni Páll ekki bara að máta sig við Davíð og Halldór?
Ef annað bregst er alltaf hægt að etja saman landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Það læknar víst flest mein og aldrei verður fullkominn jöfnuður þar frekar en annarsstaðar.
Vel er hugsanlegt að næstu dagar verði spennandi fyrir þá sem stjórnmálaáhuga hafa. Ríkisstjórnin gæti fallið og allt mögulegt gerst. Árni Páll er greinilega að taka mikla áhættu með leifturárás sinni á hina flokkana. Hugsanlega telur hann sig hafa engu að tapa og kannski er það rétt hjá honum.
Jónas segist miða við 140 slög. Ég geri þó heldur betur. Málsgreinarnar eru fleiri og stundum dálítill fita á þeim. Þeim mun styttri sem þær eru því betra.
RUV virðist hafa ákveðið að taka orðaleppinn fasbók uppá sína arma. Sennilega er þetta of seint hjá þeim. Í munni unga fólksins heitir fyrirbrigði þetta facebook (borið fram feisbúkk). Þeir sem endilega vilja þýða nafnið kalla það flestir fésbók. Sennilega fer líkt fyrir þessu orði og alnetinu alræmda. Kannski er þýðingarsóttin þýðingarlaus.
Það er dýrt að draga andann og eftir nýjustu fréttum að dæma er líka dýrt að hætta því. Sagt er að það kosti margar milljónir að drepast. Vitanlega á ég við útfararkostnað o.þ.h. Verður maður ekki að hugsa um það líka? Og svo eru læknarnir svotil ekkert farnir að græða á mér ennþá.
Að hlusta á þriggja ára afastelpuna mína söngla fyrir munni sér illskiljanlegan texta sem hún býr til jafnóðum og er auðvitað tómt bull, færir mér heim sanninn um að íslenskan er ekki það viðkvæma og brothætta blóm sem margir vilja meina. Hún þolir alveg að henni sé misþyrmt og farið með hana eins og hverja aðra útlensku. Réttritun er bara handverk. Ef fólk talar skiljanlega íslensku eru því allir vegir færir.
Að senda steypu upp í loftið 2.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.