1880 - Barnagirnd

Barnagirnd er ekki ný bóla. Man ekki betur en frá því sé sagt í Njálu að Þráinn Sigfússon frændi Gunnars á Hlíðarenda hafi í brúðkaupi þeirra Gunnars og Hallgerðar Langbrókar orðið mjög starsýnt á og beðið dóttur Hallgerðar (Þorgerðar Glúmsdóttur) sem hlýtur að hafa verið unglingur eða barn þá. (Man ekki aldurinn) Þórhildur skáldkona (kona Þráins) orti þá þessa ódauðlegu vísu:

Esa gapríplar góðir.
Gægur es þér í auga.

Margt var öðruvísi áður fyrr. -Allt hafði annan róm, áður í páfadóm- segir í einhverju heimsósómakvæði. Mér er t.d. minnisstætt að á flestum þeim stöðum þar sem Íslendingasögusafn (Guðna Jónssonar) var til staðar var greinilegt að Bósa saga og Herrauðs (ein af fornaldarsögum Norðurlanda) var mikið lesin. Það var auðvitað vegna þess að hún var svolítið blautleg og klámfengnar frásagnir alls ekki eins aðgengilegar og nú er. Áhugi hefur samt verið mikill á slíku efni og er líklega enn.

Í þessu sambandi má líka minna á að í Lokasennu eru þessi orð:

Hymis meyjar
höfðu þig að hlandtrogi
og í munn migu.

Þeir hafa aldeilis verið kinky í eldgamla daga.

Danir ákváðu að hætta öllum klámákærum og þess háttar um 1970 eða fyrr. Nú vill Ögmundur taka þetta upp hér á landi. Það er á margan hátt tímaskekkja. Þeir sem endilega vilja fá slíkt efni eiga að geta það. Það er svo allt annað mál að sjálfsagt getur verið að reyna að hlífa börnum og unglingum fyrir (við) slíku efni.

Þegar ljósmynd er tekin er það ekki ljósmyndarinn sem skiptir mestu máli. Myndefnið gerir það. Þetta skilja sumir ljósmyndarar ekki almennilega. Sama á sér stað þegar myndum er breytt. Margir eru ansi snoknir fyrir slíkum myndum. Aftur er það myndefnið, hversu ósennilegt sem það er gert, sem skiptir mestu máli. Hver gerði breytingarnar eða í hverslags forriti það var gert, skiptir miklu minna máli. Það er myndefnið sem segir söguna. Hvað málverk áhrærir er líka sögu að segja. Það er myndefnið sem ræður mestu. Auðvitað meðhöndla listamenn myndefnið á mismunandi hátt og það segir þeim sem á horfa mismunandi sögur. Ef abstrakt málverk segir Hriflu-Jónasi að það sé klessuverk þá er það bara sagan sem það segir honum.

Alveg það sama má segja um rituð verk. Það skiptir mestu máli hvað sagt er en ekki hver skrifar. Auðvitað er þetta margtuggin saga. Knattspyrnumenn tala um að fara í boltann en ekki manninn. Svo má líka heimfæra þetta á stjórnmálin. Það skiptir ekki mestu máli frá hvaða flokki hugmyndin kemur heldur hver hún er. Hver gerði hvað einhverntíma í fyrndinni skiptir ekki mestu máli. Í kosningum er það auðvitað framtíðin sem skiptir mestu máli og þá er ég loksins kominn að því sem ég ætlaði að skrifa um í þessum bloggpistli. Það er nefnilega stjórnarskráin, en nú er bloggið bara orðið svo langt að ég geymi það að skrifa um hana.

IMG 2540Rennilegur bátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég hélt að þú værir að skrifa um barnagrind, og svo ertu bara að mæla með klámi. Nú ertu kominn á lista Valkyrjusambands Íslands, grunaður og dæmdur af  rannsóknarrétti þeirra sem bestir eru í heimi hér og varðveita náttúruna og þess háttar.

FORNLEIFUR, 14.2.2013 kl. 19:03

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jón Geir ég kann ekki að meta þessar auglýsingar þínar. Útskýrðu frekar hvað þú meinar.

- - - - -

Eru fyrirsagnir ekki yfirleitt til að afvegaleiða? A.m.k. er ég alltaf að reyna að afvegaleiða þig, Villi minn.

- - - -

Strikin eru útum allt því ég er að skrifa þetta í "Crome" og hef ekki hugmynd um hvernig uppsetningin er.

Sæmundur Bjarnason, 15.2.2013 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband