13.2.2013 | 23:12
1880 - Barnagirnd
Barnagirnd er ekki ný bóla. Man ekki betur en frá því sé sagt í Njálu að Þráinn Sigfússon frændi Gunnars á Hlíðarenda hafi í brúðkaupi þeirra Gunnars og Hallgerðar Langbrókar orðið mjög starsýnt á og beðið dóttur Hallgerðar (Þorgerðar Glúmsdóttur) sem hlýtur að hafa verið unglingur eða barn þá. (Man ekki aldurinn) Þórhildur skáldkona (kona Þráins) orti þá þessa ódauðlegu vísu:
Esa gapríplar góðir.
Gægur es þér í auga.
Margt var öðruvísi áður fyrr. -Allt hafði annan róm, áður í páfadóm- segir í einhverju heimsósómakvæði. Mér er t.d. minnisstætt að á flestum þeim stöðum þar sem Íslendingasögusafn (Guðna Jónssonar) var til staðar var greinilegt að Bósa saga og Herrauðs (ein af fornaldarsögum Norðurlanda) var mikið lesin. Það var auðvitað vegna þess að hún var svolítið blautleg og klámfengnar frásagnir alls ekki eins aðgengilegar og nú er. Áhugi hefur samt verið mikill á slíku efni og er líklega enn.
Í þessu sambandi má líka minna á að í Lokasennu eru þessi orð:
Hymis meyjar
höfðu þig að hlandtrogi
og í munn migu.
Þeir hafa aldeilis verið kinky í eldgamla daga.
Danir ákváðu að hætta öllum klámákærum og þess háttar um 1970 eða fyrr. Nú vill Ögmundur taka þetta upp hér á landi. Það er á margan hátt tímaskekkja. Þeir sem endilega vilja fá slíkt efni eiga að geta það. Það er svo allt annað mál að sjálfsagt getur verið að reyna að hlífa börnum og unglingum fyrir (við) slíku efni.
Þegar ljósmynd er tekin er það ekki ljósmyndarinn sem skiptir mestu máli. Myndefnið gerir það. Þetta skilja sumir ljósmyndarar ekki almennilega. Sama á sér stað þegar myndum er breytt. Margir eru ansi snoknir fyrir slíkum myndum. Aftur er það myndefnið, hversu ósennilegt sem það er gert, sem skiptir mestu máli. Hver gerði breytingarnar eða í hverslags forriti það var gert, skiptir miklu minna máli. Það er myndefnið sem segir söguna. Hvað málverk áhrærir er líka sögu að segja. Það er myndefnið sem ræður mestu. Auðvitað meðhöndla listamenn myndefnið á mismunandi hátt og það segir þeim sem á horfa mismunandi sögur. Ef abstrakt málverk segir Hriflu-Jónasi að það sé klessuverk þá er það bara sagan sem það segir honum.
Alveg það sama má segja um rituð verk. Það skiptir mestu máli hvað sagt er en ekki hver skrifar. Auðvitað er þetta margtuggin saga. Knattspyrnumenn tala um að fara í boltann en ekki manninn. Svo má líka heimfæra þetta á stjórnmálin. Það skiptir ekki mestu máli frá hvaða flokki hugmyndin kemur heldur hver hún er. Hver gerði hvað einhverntíma í fyrndinni skiptir ekki mestu máli. Í kosningum er það auðvitað framtíðin sem skiptir mestu máli og þá er ég loksins kominn að því sem ég ætlaði að skrifa um í þessum bloggpistli. Það er nefnilega stjórnarskráin, en nú er bloggið bara orðið svo langt að ég geymi það að skrifa um hana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hélt að þú værir að skrifa um barnagrind, og svo ertu bara að mæla með klámi. Nú ertu kominn á lista Valkyrjusambands Íslands, grunaður og dæmdur af rannsóknarrétti þeirra sem bestir eru í heimi hér og varðveita náttúruna og þess háttar.
FORNLEIFUR, 14.2.2013 kl. 19:03
Jón Geir ég kann ekki að meta þessar auglýsingar þínar. Útskýrðu frekar hvað þú meinar.
- - - - -
Eru fyrirsagnir ekki yfirleitt til að afvegaleiða? A.m.k. er ég alltaf að reyna að afvegaleiða þig, Villi minn.
- - - -
Strikin eru útum allt því ég er að skrifa þetta í "Crome" og hef ekki hugmynd um hvernig uppsetningin er.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2013 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.