1868 - Bankar og banksterar

Já, ég blogga á Moggablogginu. Hef samt aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn og mun áreiðanlega aldrei gera. Það mundi ég ekki gera þó hver einasti sjálfstæðismaður hefði frá fæðingu verið nákvæmlega sömu skoðunar og EFTA-dómstóllinn var um daginn. Hins vegar álpaðist ég einu sinni til að kjósa framsóknarflokkinn. Það var þegar ég var nýkominn af Samvinnuskólanum því mér fannst það eiginlega tilheyra. Síðan hef ég kosið aðra og mun halda því áfram. Fjórflokkurinn fær samt líklega alveg frið fyrir mér að þessu sinni.

Ríkisábyrgð á einkabönkum er algjörlega fráleit. Því hefur verið haldið fram (með talsverðum rétti) að þeir eigi að geta farið á hausinn eins og önnur fyrirtæki. Þannig er það samt ekki og hefur aldrei verið. Þá gætu þeir jafnvel ekki (nema með miklum harmkvælum) lánað út margfalt meira en samanlögðum innlánum nemur. Eigendur þeirra mundu jafnvel vanda sig ef þeir ættu á hættu að öll innlánin væru tekin út á stuttum tíma. Bankar ættu því að vera margfalt dýrari en þeir hafa verið hingað til. (A.m.k. hér á Íslandi.)

Fésbókin er ferlegur tímaþjófur ef bara er hugsað um það. Að setja myndirnar sínar (þær sem maður vill að aðrir/allir sjái) þangað eða á bloggið er samt mikil framför frá því sem áður var. Myndasýningar eru með öllu óþarfar. Þeir sem áhuga hafa skoða, en aðrir ekki. Maður þarf heldur ekki að stunda lestur á velktum og útkrotuðum síðum. Áður fyrr var reyndar hægt að henda mislukkuðum myndum/skrifum en nú er það ekki hægt. Allt er þetta geymt og kemur kannski í hausinn á manni eftir fimmtíu ár!! Reyndar verð ég sem betur fer dauður þá.

Setti „grefillinn sjálfur“ (eða kannski bara grefillinn) í leit á Moggablogginu og fékk fullt af linkum á stórskemmtileg blogg. (Nú er um að gera að hugsa sem minnst um Icesave) Flest voru þau eftir sjálfan mig og ég er alveg hissa á hvað ég hef verið fyndinn áður fyrr. Svo er líka hellingur af athugasemdum sem fylgir þeim og satt að segja eru þær stundum langskemmtilegastar. Munið þið ekki eftir Greflinum? Hann var alveg rosalega sniðugur. Kannski ég fari bara að leita að honum aftur. Annars finnst mér Bagglútur oft alveg meinfyndinn.

IMG 2452Bátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorgarferlið er alltaf erfitt. Að vera tapsár er líka slæmt. En gott ráð að eibeita sér að einhverjum gremlinum.

Karl Jónsson 31.1.2013 kl. 09:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég get bara ekkert gert að því.

Hvaða gremlinar eru þetta sem þú ert að tala um?

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2013 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband