1866 - Icesave

Ókey, ég viðurkenni að hafa haft rangt fyrir mér að mestu leyti í Icesave-málinu. Grunninn að því öllu tel ég vera neyðarlögin svokölluðu. Frá upphafi taldi ég þau ekki standast. Þau gerðu það og eru þar með orðin einhver snjöllusu lög sem Alþingi hefur samþykkt frá upphafi.

Úrslitin í Icesave-málinu auðvelda líklega margt í fjármálum landsins, styrkja kannski málstað okkar í makríl-deilunni og kunna að hafa einhver áhrif á hug fólks til ESB. Ekki er líklegt að áhrifin á ríkisstjórnina verði mikil, en vel kann að vera að áhrifin á kosningarnar í vor verði einhver.

Fyrst og fremst finnst mér þó ástæða til að gleðjast. Sá kostnaður í illindum og ýmsu öðru sem Icesave hefur valdið ætti að gleymast sem fyrst og gerir það sennilega.

Er afar ánægður með að Árni Johnsen og Tryggvi Þór skuli falla út af þingi og sé talsverðar líkur á að þingliðið batni umtalsvert. Um pólitíkina að öðru leyti er lítið hægt að segja.

Þetta blogg verður í styttra lagi enda fer best á því.

IMG 2446Athugið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Sæmundur minn með Árna Johnsen og Tryggva, og tek hatt minn ofan fyrir þér með afsökunarbeiðnina, nú er bara að gleðjast saman yfir sætum sigri og vonandi betri tíð með blóm í haga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Ásthildur. Ég les bloggið þitt oft, en ekki alltaf og verð að viðurkenna að ég endist ekki til að skoða allar myndirnar sem þú setur á bloggið. Hvernig nennirðu þessu?

Sæmundur Bjarnason, 28.1.2013 kl. 22:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af því að ég hef svo gaman af því Sæmundur minn, og svo allt fólkir sem þakkar mér fyrir myndirnar, það er voða yndælt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband