1865 - Að rannsaka

Var að lesa greinargerð Jóns Trausta sem er (eða var) annar af ritstjórum DV um Jóns Snorra málið. Þarf vonandi ekki að útskýra það mál fyrir þeim sem þetta kunna e.t.v. að lesa. Í sem allra stystu máli snýst það um mismunandi skilning á sögninni „að rannsaka“. Hvaða skilning lögreglan hefur almennt á því orði og hvort blaðamönnum DV hafi verið sá skilningur kunnur, þegar skifað var um mál Jóns Snorra, fjallar Jón Trausti að sjálfsögðu ekki um.

Dómstólar landsins eru þó samkvæmt greininni farnir að nota lagaflækjur og lagatækni til þöggunar á sama hátt og rússneska sovétið gerði á sínum tíma. Þetta er varhugaverð þróun og er óðum að skipta þjóðinni í tvær fylkingar. Pólitísk áhrif þessarar aðferðar geta orðið mikil. Ef dómstólar landsins njóta ekki trausts almennings er næsta skref blóðug bylting. Fjölmiðlar geta enn í dag haft talsvert mikil skoðanamyndandi áhrif á almenning og sem betur fer eru þeir ekki alltaf sammála. Dómsvaldið þarf samt að kunna sér hóf í sókn sinni að fjölmiðlunum. Almenningsálitið einnig.

Almenningsálitið telja margir að sé orðið mun áþreifanlegra í gegnum netið (les: fésbókina) en áður var. Aðalstarf margra blaðamanna virðist vera í því fólgið að fylgjast sem best með fésbókinni og fá hugmyndir sínar þaðan. Með þessu vilja þeir að sjálfsögðu sölsa undir sig hlutverk dómstólanna.

En jafnvel þó margir skrifi á fésið (eða netmiðla) er það ekki endanlegur dómur. Það sýna kosningar. En eru þær eitthvað endanlegri en netið? Þessi hringekja sem samanstendur af: fjölmiðlum, dómstólum, almenningi, stjórnvöldum, kosningum og netinu er á margan hátt það sem heldur þjóðfélaginu gangandi. Alþingi og forsetinn reyna síðan af veikum mætti að stýra þessu öllu, en gengur illa. Ekki er hægt að hunsa það alltsaman. Það reyna útilegumenn samt að gera. Sú skoðun að það sé hægt er útbreidd meðal hægrimanna í Bandaríkjunum.

IMG 2436Innrás.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband