7.1.2013 | 12:28
1844 - Tölvuleikir forðum daga
Alveg er það dæmigert og ekki til fyrirmyndar að alþingi skuli ætla sér að vera í jólafríi fram í miðjan janúar. Venjulega getur vinnandi fólk ekki leyft sér slíkt.
Eflaust má kenna ríkisstjórninni og stjórnarliðum um þessi ósköp. Ekki er að sjá annað en talsvert sé af málum sem koma þarf í gegn, en stjórnarandstaðan mun standa grá fyrir járnum og reyna að koma í veg fyrir að nokkuð verði af því. Hóta málþófi og fara kannski í einhverjar aðgerðir varðandi það.
Málþóf þekkist óvíða, en þar sem því er beitt, beinist það gegn einstökum málum. Hér er það aftur á móti almennt og beinist ekki að neinu sérstöku. Bara að valda sem mestum skaða og koma ef hægt er í veg fyrir allar breytingar.
Einkennilegt hve tölvuleikir geta haft sterk áhrif á mann. Man vel eftir fyrsta tölvuleiknum sem ég eignaðist. Ég var þá útibússtjóri á Vegamótum á Snæfellsnesi og keypti sérútbúinn kassa á 40 þúsund krónur (gamlar). Hægt var að tengja kassann við sjónvarp og spila borðtennis við tölvuna með mismunandi stórum spöðum. Einnig fylgdi einskonar byssa sem hægt var að skjóta með á punkt sem hreyfðist á sjónvarpsskjánum. Fleiri leiki var hugsanlega hægt að fara í á tæki þessu en ég man bara eftir þessum.
Seinna komu svo Space Invaders, Pacman og fleiri leikir þegar heimilistölvurnar fóru að koma. Þegar Wolfenstein kom og seinna meir Doom breyttust leikirnir töluvert. Tetris var líka alveg sér á part og ævintýraleikir allskonar, t.d. Civilisation og fleiri. Man vel eftir þeim sigri sem vannst þegar okkur tókst að spila Doom yfir Internetið og koma aftan að andstæðingnum. Þá átti ég heima á Vífilsgötunni hér í Reykjavík.
Langt mál mætti skrifa um þessa gömlu tölvuleiki en ég er varla besti maðurinn til þess. Margir hljóta að þekkja þá. Einhversstaðar á netinu er líka hægt að fara í eftirlíkingar af þessum leikjum. Þær eru samt ekkert sérlega spennandi.
Skelfing leiðist mér margt á fésbókinni. Þó get ég ekki stillt mig um að fara þangað oft á dag. Er það sjálfspíningarhvöt eða hvað? Ég held ekki. Þrátt fyrir alla sína galla er fésbókin aðferð til þess að gleyma ranglæti heimsins. Með því að lesa sumt af því sem þar er að finna má sjá að fólk er ákaflega líkt. Allir, eða flestallir, þykjast vera mun betri en þeir eru. Netandlit flestra er nokkuð gott. Sumir gera þó í því að sýnast ónæmir fyrir öllu. Kannski verður maður það með því að skrifa þar sem allra minnst. Það reyni ég að gera. Blogga frekar eins og hér má sjá. Reyni sífellt að telja mér trú um að bloggið sé æðra fésbókinni. Hversvegna er það? Aðallega er það vegna þess að mér fellur betur að blogga. Þangað koma ekki aðrir en þeir sem hafa á því áhuga. Ekki er um það að ræða að henda einhverju framan í fólk eins og blautri tusku. Þetta er annars hugmynd sem ég þyrfi að rannsaka nánar og fjölyrða kannski um seinna meir.
Meira púðurFlokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er að spila nokkra leiki eins og er: Hitman Absolution; XCOM Enemy Unknown; FarCry 3; Portal 2.
Good times :)
DoctorE 7.1.2013 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.