1836 - Kaffisopinn indæll er, og kemur manni í gang

„Ég er vaknaður og búinn að fá mér kaffibolla.“

„Í gær var mikið að gera í vinnunni og verður það kannski líka í dag.“

„Það hefur snjóað smávegis í nótt og ég þarf að fara að klæða mig.“

Einhvernvegin svona nota margir fésbókina og í rauninni er það bara eðlilegt. Því ekki að skrifa það sem manni dettur í hug, þegar manni dettur það í hug? Ekki þarf það að vera merkilegt. Enginn neyðir aðra til að lesa þetta.

Á blogginu er ég alltaf að rembast við að skrifa eitthvað sem öðrum gæti hugsanlega þótt merkilegt. Af hverju skyldi það vera? Veit það ekki sjálfur. Nenni ekki að fésbókast nema öðru hvoru. Les samt ýmislegt þar og á fjölda fésbókarvina. Þónokkrir fylgjast með því sem ég blogga. Sumir þeirra skrifa stundum sjálfir eitthvað. Og athugasemdir lika stundum. Þannig veit ég af þeim. Aðrir skrifa aldrei. Sama er mér. Suma veit ég ekkert um en held samt að lesi bloggið mitt oft. Sumir sem ég hitti segjast gera það. Ég skrifa stundum eitthvað um pólitík. Ætlast ekki einu sinni til að neinir séu mér sammála. Samt finnst mér þess virði að skrifa um það. Því má þá ekki skrifa um það sem mér finnst ómerkilegt? Eru stjórnmál eitthvað merkileg?

Þeir bloggarar sem ég fylgist langbest með eru Jónas Kristjánsson og Egill Helgason og reyndar Ómar Ragnarsson líka þó erfiðara sé að fylgjast með honum og ekki hægt að ganga að honum vísum á sama hátt. Báðir eru mjög kommentaglaðir um fréttir og finnst sennilega að þeir þurfi endilega að láta ljós sitt skína. Það er reyndar stundum bjart því þeir vita ýmislegt og eru alls ekki að liggja á því. Hissa varð ég þegar Jónas komst ekki að í stjórnlagaþingskosningunum þó hann byði sig fram. Egill gerði það hinsvegar ekki.

Það er ósniðugt að éta bara það sem manni þykir gott. Ef maður borðaði ekki stundum líka ýmislegt sem manni þykir ekki nærri eins gott, yrði maður sennilega mun feitari en maður þó er. Annars leiðast mér þessar sífelldu matarleiðbeiningar. Mín aðalregla er sú að það sem er gott er fitandi og að maginn og þarmarnir geti dundað sér við sína meltingu meðan maður sefur. Það er svo margt annað merkilegra en matur til að hugsa um svona dagligdags.

IMG 0976   CopyGluggar í Kaupmannahöfn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband