1828 - Jón Gunnar (Gnarr)

Að Jón Gnarr verði næsti forsætisráðherra landsins? Fráleitari fullyrðingar hafa heyrst. Ekki bjuggust menn við að hann yrði borgarstjóri, en þó tókst honum það.

Speglasjónir (spekúlasjónir) um framboð í næstu þingkosningum eru nú í hámarki. Björt framtíð er þar efst á blaði útaf Jóni Gnarr.

Aumingja Lilja Mós. Vill enginn vera með henni, eða hvað? Það er fullt starf eins og er að fylgjast með öllum þeim flokkum og flokksbrotum sem undirbúa framboð sín. Auglýsingastarfsemin er mikil og tilkynningin um framboð Jóns Gnarr liður í henni. Hann hefur látið glepjast af fagurgala einhvers Össurar og kannski á það eftir að verða honum dýrkeypt.

Annars breytast pólitískar áherslur svo ört að ég hef engan vegin við. Þetta er mikill gósentími fyrir stjórnmálafræðinga. Einu sinni voru þeir ekkert rosalega margir.

Segið svo að ekki verði spennandi að sjá næstu skoðanakönnun. Birgitta fellur bara alveg í skuggann með sitt Píratapartí. Tala ekki um aðra.

Æ, póltitíkin. Um þessar mundir snýst allt um nöfn. Hver fer í framboð hvar, og hver eru líklegustu úrslitin? Nenni þessu bara ekki.

Fórum í gærkvöldi að reyna að sjá strik á himni en það gekk ekki vel því bæði var fremur kalt í veðri og svo var erfitt að finna almennilegt myrkur. Norðurljósin létu heldur ekki sjá sig. Júpíter virtist mér samt vera mjög áberandi og Oríon var að koma uppyfir sjóndeildarhringinn með sínar fjósakonur.

Einhversstaðar sá ég fyrirsögnina „Í koksleik við elskhugann“. Í þessu tilfelli las ég koksleik sem koks-leik og skildi hvorki upp né niður hvers vegna koks kom þarna við sögu. Ekki benti myndin sem fylgdi til þess. Og hverskonar leikur var þetta? Svo sá ég að auðvitað gat þetta líka verið kok-sleikur og sennilega er það réttara. En greinina nennti ég ekki að lesa.

Undarlegur er vinsældalistinn hjá Moggablogginu núna. Gerða Kristjáns er þar langefst með nærri 30 þúsund vikuinnlit. Veit ekki hvernig á þessu stendur.

IMG 2219Hér var tré.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband