12.12.2012 | 20:54
1827 - Björg Thorarensen
Hugsanlega var allt húllumhæið í kringum Bjarna Randver og Vantrú tilkomið í grunninn vegna mismunandi skilnings á höfundarrétti. Datt þetta í hug meðan ég var að lesa kvörtun Evu Hauksdóttur um að hún mætti ekki fá í hendur kennsluefni þar sem minnst var á hana sjálfa. Fylgdist þó ekki vel með stóra glærumálinu og leiddist það. Fannst deilurnar snúast um aukaatriði og tittlingaskít. Margir blönduðust þó í það og tóku stórt uppí sig.
Ef sú tilgáta mín er rétt að í grunninn hafi þetta snúist um mismunandi skilning á höfundarréttarmálum finnst mér kominn fullmikill Abaníusvipur á þetta alltsaman. Auðvitað eru höfundarréttarmál og lög um þau margflókin og þar sem þau mál snerta oft peningalega afkomu eru tilfinningar ríkar. Svo blönduðust trúmál í þetta alltsaman og ekki bætti það úr skák. Breytingar sem gerðar hafa verið undanfarna áratugi á lögum um höfundarrétt hafa fremur tekið mið af hag fyrirtækja en neytenda.
Hrekkir eru ekki alltaf góðkynja, þó þeim sem hlæja finnist það. Á margan hátt líkist atvikið með hjúkrunarkonuna sem talið er að hafi fyrirfarið sér því einelti, sem allir fordæma. Enska pressan veltir sér mikið uppúr þessu enda er sennilega einhver gúrkutíð hjá þeim. Áströlsku þáttastjórnendurnir sjá eftir þessu og hrekkja áreiðanlega ekki aftur. Aðrir taka bara við.
Hverjir eru það sem kenna fyrirtækjastjórnendum að koma peningum sínum fyrir í skattaskjólum. Egill segir að það séu endurskoðendurnir. Eiginlega trúi ég honum alveg. Eru lögfræðingarnir þá stikkfrí? Ekki alveg. Þeir taka að sér að reyna að plata dómstólana til að sýkna þá sem stolið hafa mestu. En hverjir hafa stolið mestu? Bankastjórarnir eða útrásarvíkingarnir? Þessar sífelldu Hrunfréttir eru að gera mann vitlausan. Eiginlega finnst mér að gera eigi hlutina sem mest upp í næstu þingkosningum.
Björgu Thorarensen hef ég hingað til álitið sérfræðing í öllu því sem viðkemur stjórnarskrám. Held að hún vinni við lögfræðikennslu í Háskóla Íslands. Einhversstaðar var minnast á það í dag að hún tæki sem dæmi um að frumvarpið um nýja stjórnarskrá væri illa unnið og lítt ígrundað að þar væri lagt til að í stjórnarskránni væri bann við að leiða í lög herskyldu í landinu. Sé þetta rétt er ég búinn að missa svotil allt traust á henni. Vel getur þó verið að þetta sé alls ekki rétt og þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn til að endurskoða álit mitt á henni.
Bölvun okkar Íslendinga eru atvinnutækifærin. Þau mistakast flest. Alltaf eru gerðar einhverjar stórkostlegar vitleysur við undirbúninginn. Best væri auðvitað að aldrei þyrfti að skapa nein atvinnutækifæri. Þau kæmu bara sjálfkrafa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég setti mig inn í allan sparðatíninginn og tittlingaskítinn í stóra Vantrúarmálinu og fullvissa þig um að það snérist ekki um misskilning á höfundarétti. Kannski snérist það um misskilning milli kennslu og markaðssetningar því félagið Vantrú hélt að úr því fjallað væri um það í einni kennslustund í HÍ ætti félagið Vantrú rétt á að ráða umfjölluninni svo félagið yrði kynnt eins og félagsmönnum þar finnst við hæfi. Misskilningur Evu er af svipuðum rótum runninn.
Harpa Hreinsdóttir 12.12.2012 kl. 23:26
Velti fyrir mér varðandi þennan virðulega prófessor í lögum sem þú nefnir, mig minnir að hún sé í hjónabandi með forseta Hæstaréttar? Kannski misminnir mig það og þá er þetta allt í lagi að hún opinberi íhaldsmennsku sína, en ef ekki, þá spyr maður sig hvort innkoma hennar með þessum hætti í umræðu um stjórnarskrártillöguna skapi eiginmanninum ekki vanhæfni í dómstörfum hans?
Ellismellur 13.12.2012 kl. 05:44
Harpa, ég er alveg andstæðrar skoðunar við þig þarna. Ég talaði ekki um misskilning heldur mismunandi skilning og skoðanir. Misskilning á milli kennslu og markaðssetningar má alveg heimfæra uppá höfundarrétt. Þér finnst kannski að bæði Eva og Vantrú hafi viljað ráða því sem þú (eða aðrir kennarar) vildu ráða en ekki er víst að þau samþykki það. Ég er þeirrar skoðunar að vilji þeirra hafi bara staðið til að fylgjast með umfjöllun um sig og þó málflutningur þeirra hefði breyst við það hefði kennslan ekki þurft að taka mið af því.
Ef til vill fer skilningur almennt minnkandi á list (bókmenntum, málaralist og tónlist t.d.) eftir því sem dreifingin verður auðveldari með aðstoð tækninnar.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2012 kl. 10:33
Það má raunar halda því fram að Eva og vantrúarstrákarnir misskilji hvað felst í birtu efni, þ.e.a.s. þau fatta ekki að um leið og búið er að birta texta opinberlega hefur höfundur hans í rauninni ekki nein yfirráð yfir honum lengur. Ef rök Evu og vantrúarpiltanna héldu vatni gætu íslensk skáld heimtað að ráða umfjöllun í bókmenntafræði um sig, íslenskir stjórnmálamenn heimtað að ráða umfjöllun um sig í stjórnmálafræði o.s.fr.
Eva sýndi þó lit á að spyrjast fyrir hjá kennara af því hún hafði áhuga á umfjöllun um sig. Vantrúarfélagar höfðu aldrei samband við kennarann sem bjó til glærurnar og þess vegna eru kærurnar þeirra uppfullar af rugli (þeir kunna ekkert í trúarfélagsfræði sem kúrsinn fjallaði um). Þeir höfðu, þegar grannt er skoðað, ekki neinn áhuga á skýringum, ekki heldur á að komið væri til móts við þá, heldur sáu þarna möguleika til að ota sínum tota og kalla á athygli (starfsemi félagsins Vantrúar byggist að mestu á að reyna að ná athygli á netinu með öllum tiltækum ráðum og þetta örfélag hefur náð góðum árangri í því).
Munurinn á Evu og félaginu Vantrú er sá að Eva er ekki undirförul. Ég er steinhissa á þér, Sæmundur, að þú skulir reyna að tala niður aðfarir Vantrúar með að kalla þetta "mismunandi skilning og skoðanir". Ég reikna með að álit þitt hljóti að byggjast á vanþekkingu á málinu.
P.s. Er að reyna að nota fiff til að setja línubil í kommentið ... spurning hvort það tekst?
Harpa Hreinsdóttir 13.12.2012 kl. 15:31
Þú heldur þig enn við að þeir sem vilji sjá hvað um sig sé skrifað hljóti að vilja ráða því einnig. Því er ég ekki sammála. Ég tala niður það sem mér sýnist, en hef engan áhuga á að endurvekja stóra glærumálið, sem ég veit að þú hefur betra vit á en ég.
Ég man enn eftir því að þú fordæmdir mig fyrir að leyfa Óla Gneista að birta texta sem ég hafði sett á Netútgáfuna, bara vegna þess að hann var Óli Gneisti.
P.S. Ég þarf að hafa línubilið tvöfalt hér, held ég, af því að ég nota Chrome-vafrann.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2012 kl. 21:20
Ég hef örugglega ekki fordæmt þig því ég fordæmi fólk ekki í athugasemdadálkum á blogginu þess og heldur ekki í eigin skrifum. Líklega spurði ég hvers vegna í ósköpunum þú hefðir látið Óla Gneista í té efni Netútgáfunnar eða lýsti yfir að ég væri hissa á því eða eitthvað þess háttar (nenni ekki að fletta þessu kommenti mínu upp) og sagt eitthvað um að þá góðu Netútgáfu ætti ekki að spyrða við Óla Gneista (sem er mitt álit). Þú skilur orðið fordæming, er það ekki?
Tvöföld línubil eru líklega lausnin noti maður Chrome (ég nota líka þann vafra).
Harpa Hreinsdóttir 14.12.2012 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.