4.12.2012 | 13:53
1820 - Stjórnarskráin - óvissuferð
Málþóf eða ekki málþóf það er spurningin. Almennt séð og heimspekilega er það mikil spurning hvort meiri ávinningur sé í því að tala of mikið eða of lítið. Með aldrinum hef ég eiginlega orðið meira fyrir að tala (og skrifa) sem minnst. Sumir mundu þó segja að ég geri alltof mikið af því. Kannski tala ég ívið minna en áður en skrifa aftur á móti alltof mikið, held ég. Það er bara svo erfitt að ráða við sig.
Styrmir Gunnarsson hefur dottið í það á gamals aldri að skrifa (og tala) alltof mikið. Að sumu leyti er hann Morgunblaðinu óþægur ljár í þúfu. Beinir athyglinni að því hvernig það var einu sinni og þó núverandi ritstjóri sé líkur Styrmi, þá er blaðið alltöðruvísi núorðið. Pólitíkin hefur líka breyst og Styrmir er strandaður á einhverri eyðieyju. Kannski er Björn Bjarnason einhversstaðar þarna nálæg, en varla fleiri.
Ólafur Stephensen kallar stjórnarskrármálið allt Illa undirbúna óvissuferð í grein á Vísi.is http://www.visir.is/illa-undirbuin-ovissuferd-/article/2012121209852 Óvissuferðir eiga það reyndar til að vera bráðskemmtilegar. Ekki eru menn þó að hugsa um nýja stjórnarskrá sem skemmtiferð. Ólafur vitnar í þrjá fræðimenn sem hann segir að séu ekki hluti hinna myrku afturhaldsafla eða sérlega andsnúnir núverandi stjórnvöldum. Þessir menn eru: Gunnar Helgi Kristinsson, Brydís Hlöðversdóttir og Ágúst Þór Árnason. Stjórnlagaráðsmenn voru þó fleiri en þetta og valinkunnir sómamenn þar á meðal, jafnvel fræðimenn.
Helstu gagnrýnisatriði þessa fólks finnst mér vera að tekin sé of mikil áhætta með því að búa til alveg nýja stjórnarskrá og að ekki megi afgreiða mál í miklum ágreiningi. Aðallega eru þau þó óhress með að hafa ekki verið kölluð til frekar en óbreyttur pöpullinn og misheppnaðir stjórnlagaráðsmenn.
Þetta finnst mér a.m.k. og ég held að alveg væri hægt að finna jafnmarga eða fleiri fræðimenn sem væru þeim ósammála um margt sem að þessu snýr. Útilokað er að allir verði sammála um einstök atriði nýrrar stjórnarskrár. Margt bendir þó til að meirihluti þjóðarinnar vilji að ný stjórnarskrá verði gerð.
Ég hef áður sagt að mesta breytingin sem gerð er með nýrri stjórnarskrá er sú breyting að taka stjórnarskrárvaldið af alþingi og færa það í þjóðaratkvæðagreiðslur, sem enginn veit hvernig þróast.
Að því leyti er ný stjórnarskrá eins og óvissuferð. En eru Íslendingar ekki vanir óvissuferðum af þessu tagi? Hefur ekki þróun gengismála verið eins og óvissuferð? Er ekki Hrunið sjálf í vissum skilningi óvissuferð? Er ekki óvissan e.t.v. betri en kyrrstaðan?
Kannski var það samaverðumalltland-sóttin sem drap SÍS á sínum tíma og er hugsanlega að drepa Bónus núna. Datt þetta bara svona í hug.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Eitt sinn benti ég á að einungis yrði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða, í sambandi við inngöngu í ESB. Ég man að þú spurðir að því á blogginu hvað ég ætti við með þessari fullyrðingu minni. Ég held ég hafi ekki svarað þessari spurningu þinni þá, en í dag vita allir að einungis verður ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu í ESB.
Ekki veit ég hvor er betri eða verri, gamla stjórnarskráin eða sú nýja. En til að Ísland verði endanlega hluti af ESB, þá verður að breyta stjórnarskránni. Það er hægt að lesa á alþingisvefnum, þar sem drögin að ESB-umsókninni voru skráð.
Vandamálið á Íslandi er að stjórnvöld fara hvorki eftir lögum landsins né stjórnarskrá. Vandinn er svikula stjórnsýslan banka/lífeyrissjóðsrænda, en ekki stjórnarskráin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 18:42
Íslendingar gengu inn í EES 1994 án þjóðaratkvæðagreiðslu vegna skorts á skýrum ákvæðum um að deila ríkisvaldi með öðrum þjóðum. En nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þá hefði ekki verið hægt að gera þetta án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar áður höfðum við deilt ríkisvaldi í ótal atriðum, allt frá Chicago-sáttmálanum 1944, Sameinuðu þjóðunum 1946, NATO 1949, varnarsamningnum 1951, EFTA 1970, hafréttarsáttmála Sþ, Alþjóðadómstólnum í Haag, mannréttindasáttmála Sþ, EES 1994 o. s. frv.
Og allan tíman skorti ákvæði í stjórnarskrá til þess að halda utan um þessa samninga og kveða á um það hvenær þjóðin sjálf ætti að eiga síðasta orðið.
Nú í kvöld sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir að enda þótt málþófið um fjárlögin væri einsdæmi í sögunni væri stjórnarskrárfrumvarpið það líka.
Sérkennileg tenging það. Hvað koma fjárlögin stjórnarskrárfrumvarpinu við?
Eða er það svo, að ef stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki á ferðinni, hefði ekkert málþóf orðið um fjárlögin?
Ómar Ragnarsson, 4.12.2012 kl. 19:03
Takk, Ómar. Mér finnst þú hafa svarað Önnu Sigríði. Ég veit ekki einu sinni hvenær þessi ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB á að fara fram. Það er eðlilegt að fólk sé orðið ruglað á þessari þvælu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru lítils virði í mínum augum ef þær eru ekki bindandi. Ég er sannfærður um að við göngum aldrei í ESB öðruvísi en það verði samþykkt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Veit ekki hvernig sú trú hefur komist inn hjá fólki að okkur verði smeygt inní ESB bara sisvona.
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2012 kl. 22:07
Anna Sigríður. Þú segir að allir viti að aðeins verði ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB. Ekki veit ég það. Held að það sé ekki einu sinni búið að ákveða hvenær hún verður, Hvað þá hvernig. Getur þú sagt mér hver hefur ákveðið þetta?
Sæmundur Bjarnason, 4.12.2012 kl. 22:15
Er ekki þetta ferli hjá ESM þannig að þegar samningum líkur þá eru við orðnir meðlimir?
Var samþykkt þannig á alþingi okkar ef ég man rétt?
Þá, loks, á að kjósa um það hvort við viljum vera áfram þar innanbúðar.
Það er skítalikt af þessu máli.
Guðmundur Bjarnason 4.12.2012 kl. 23:55
Guðmundur ég held að ESB ráði þessu ekki. Undanfarið skilst mér að þjóðir gerist ekki meðlimir nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst líka að ekki sé hægt að taka nýja stjórnarskrá í gagnið nema í samræmi við gömlu skrána. Þ.e. að samþykkja verði hana óbreytta eftir þingkosningar. Sérlög um þjóðaratkvæðagreiðslur (gera þær bindandi) er alltaf hægt að semja.
Sæmundur Bjarnason, 5.12.2012 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.