3.12.2012 | 04:26
1819 - Ármann Reynisson og vinjetturnar hans
Ármann var nokkuð áberandi maður í þjóðlífinu á níunda áratug síðustu aldar þegar hann setti á fót fyrirtækið Ávöxtun í Reykjavík. Þá hafði um nokkurt skeið vantað okurfyrirtæki af því tagi hér á landi og bankarnir voru fremur lítt þróaðir samanborið við önnur lönd. Það var ekki fyrr en á þessari öld að þeir fóru almennilega að rétta úr kútnum með þeim afleiðingum sem allir þekkja.
Einu starfandi bankarnir sem munaði eitthvað um voru ríkisbankarnir. Bankastjórar þeirra voru pólitískir varðhundar sinna flokka og gættu þess að aðeins þeirra menn fengju fyrirgreiðslu. Þeir voru valdir af alþingi og skipti miklu máli að réttir menn veldust í það starf. Það var nefnilega mikið lán að fá lán í þeirri óðaverðbólgu sem ríkjandi var. Ég veit ekki hvers vegna það er sem mér koma alltaf í hug mýsnar á Vegamótum, sem stukku næstum meter í loft upp ef komið var að þeim óvörum, þegar minnst er á bankastjóra þessa tíma. Fæstir þeirra hefðu getað stokkið heilan metra í loft upp.
Aðallega höfðu efnaðir menn látið þá fá víxla með afföllum sem nausynlega þurftu á peningum að halda og þekktu enga bankastjóra nógu vel eða voru skyldir þeim. Þetta var á margan hátt fremur argsöm og fyrirhafnarmikil leið og Ármann vildi koma þessari starfsemi í fínt fyrirtæki og kalla vextina arð eða eittvað annað eftir hentugleikum. Framan af gekk þetta ágætlega en þegar lögreglan fór að skipta sér af varð fyrirtækið að hætta rekstri. Viðskiptavinirnir voru ekki í neinum vafa um að Ármann stundaði það sem á árum áður var kallað okur.
Þegar búið var að setja Ávöxtun á hausinn og Reynir að afplána einhvern dóm á Kvíabryggju hóf hann að skrifa Vinjetturnar sínar. Sú fyrsta kom út árið 2000 og alls eru þær orðnar tólf. (Ein á ári.) Fyrst í stað skrifaði hann um hitt og þetta, en tólfta og síðasta heftið (sem nú er nýkommið út) er ein samfelld réttlætingarsaga um fyrirtækið Ávöxtun og þátt hans í því. Aðallega talar hann um sjálfan sig í þriðju persónu og kallar sig oftast nær forstjórann unga.
Af einhverjum ástæðum hefur verið reynt að þegja hann í hel varðandi þessar bækur. Vissulega eru þetta líka heldur ómerkilegar bókmenntir, en bókasöfnin hafa þó neyðst til að hafa þetta á boðstólum og verslanir að selja þær. Ekki hefur hann farið útí að gefa út bækur fyrir aðra og ég held að aðrir hafi heldur ekki sóst eftir að gefa Vinjetturnar út. Það sem helst skilur Vinjetturnar frá venjulegu og heldur sjálfmiðuðu bloggi er að allt er þar þýtt á ensku og þau skrif höfð álíka fyrirferðarmikil og íslenskan. Með því móti og því að nýta blaðsíðurnar almennt illa og hafa pappírinn sem vandaðastan og vel þykkan er Ársæll fljótari að ná bókarstærð á kverið. Nýjasta hefið er þannig næstum 100 blaðsíður að stærð með þessu lagi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er sammála þér að fjölmiðlar hafa sýnt bókum Ármanns lítinn sem engan áhuga. En hvers segir þú að "vissulega eru þetta líka heldur ómerkilegar bókmenntir."
H.T. Bjarnason 3.12.2012 kl. 10:18
Ég tók nr. 1 2 og fimm á bokasafninu. Lélegar að mínu mati. Vinjettur eru stuttar og hvert orð þarf því að vera meitlað. Það er ekki nóg að henda einhverri orðahrúgu á pappír.
Vilhjálmur Gunnarsson 3.12.2012 kl. 13:04
Bjarnason ég vísa eiginlega í orð Vilhjálms, varðandi bækurnar.
Las ekki enskuna á nýjustu bókinni en hugsa að þýðingin sé ágæt. Þó mér finnist þetta ekki mjög merkilegar bókmenntir þá er tómlæti fjölmiðla einkennilegt. Ekki er allt jafnmerkilegt þar.
Auðvitað skrifa þeir ekki um allar bækur en gætu vel minnst á vinjetturnar. Reyndar líkjast þær mjög bloggi og lítil ástæða til að prenta þær á þykkan og vandaðan pappír.
Þetta er bara mín skoðun.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2012 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.