1.12.2012 | 20:20
1818 - Lagatækni
Þingmenn á Alþingi Íslendinga nota ræðustól þess og beinar sjónvarpsútsendingar þaðan í vaxandi mæli til allskonar auglýsingastarfsemi. Sennilega gæta þeir þess þó að fá ekki greitt fyrir þá auglýsingastarfsemi nema með óbeinum hætti. Með þessu er eyðilagt mikið af þeim tíma sem annars gæti farið í uppbyggilega starfsemi. Með samanlagðri auglýsingastarfsemi og málþófi er þingið gert næstum óstarfhæft og til þess má eflaust rekja minnkandi veg þess. Sjálfsagt má síðan rekja málþófið til gallaðra þingskapa, en eitt af því fáa sem stjórn og stjórnarandstaða geta komið sér saman um, er að ekki megi hrófla við þeim.
Það sem væntanlegir þingmenn þurfa einkum að hafa á valdi sínu er að geta talað um sama hlutinn lengi án þess að segja nokkuð. Þetta er sérstök gáfa sem ekki er öllum gefin. Auðvitað eru allskonar undantekningar frá þessu, en hversu almennar eða viðurkenndar þær eru fer alfarið eftir stjórnmálaskoðunum.
Anna Mjöll Ólafsdóttir virðist hafa gifst sterkríka bílasalanum frá Texas til fjár. Þó er ekki hægt að álasa henni fyrir það. Hafi hún ekki haft peninga af honum með saknæmum hætti hefur hann væntanlega tekið þá ákvörðun að giftast henni vitandi vits um að hún mundi enda með því að hafa af honum peninga.
Las mestalla pressugreinina um grein Jóns Steinars sem hann skrifaði til varnar Baldri Guðlaugssyni og athugasemdirnar við hana sem þá voru komnar. http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/11/30/jon-steinar/ Verð að segja að mér fannst pressugreinin óttaleg langloka. Efast þó ekki um að grein Jóns Steinars sé mun verri. Finnst ég skilja betur eftir þennan lestur hvað átt er við með orðinu lagatækni.
Við lestur pressu- eða eyjugreinarinnar er erfitt að verjast þeirri hugsun að Jón Steinar hafi verið fyrirfram sannfærður um sakleysi Baldurs og hafi bara verið að leita að lagarökum fyrir þeirri skoðun.
Í lagatækni lipur er
og lævís Jón að morgni.
Með báðum augum Baldur sér
og Baug í hverju horni.
Flestallt á Internetinu úreldist með tímanum. Þannig fór t.d. með tölvupóstinn. Það nægði ekki að ég væri sennilega sá Íslendingur sem lengst hélt í Elm forritið þar, sem fyrirbæri er tölvupósturinn búinn að vera. Fésbókin er á sömu leið. Sjálfur staðnæmdist ég á blogginu. Nánar tiltekið Moggablogginu. Kannski er það líka búið að vera. Breytingarnar eru sífellt að herða á sér. Eða getur verið að ég sé að eldast?
Stór hluti athugasemda á fésbókinni er t.d. óskiljanlegur. Líklega eru það athugasemdir við greinar eða eitthvað þessháttar. Svo er margt lokað sem maður fær þó tilkynningar um. Samt held ég áfram að heimsækja þessi ósköp og það jafnvel oft á dag. Það er reyndar ekkert skrítið því margt er þar mjög vel heppnað. Ég er sérstaklega ánægður með hve fésbókar-rekendum tekst vel að halda póstinum þar hreinum.
Hvar setti ég nú aftur gleraugun mín?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.